Daginn vaktarar
Ég hef verið að slást við Unifi Security Gateway hjá pabba gamla og eftir marga marga klukkutíma er ég engu nær
IP netið virkar (WAN, LAN og WLAN) og myndlyklar ná sambandi en kvarta yfir að vera á "gagnamældu" neti og fær ekki fulla upplausn né forgang
Gallinn er að ná inn myndlyklum á rétt VLAN, og er þá að reyna búa til bridge.
USG virðist bara leyfa manni að nota Unifi Controller í gegnum GUI sem býður ekki uppá bridge-ing. Fann bridge skipanir í gegnum cli en GUI yfirskrifar allt sem maður gerir þar
Setupið er svona:
Onta (Míla) > USG > Unifi Switch > Myndlyklar (2x)
Hefur einhver þekkingu á þessu og/eða náð þessu í rétta virkni?
(Tek fram að ég er Windows/Linux kerfisstjóri og netkerfi eru hebreska fyrir mér annað en beisik þekking)
Síminn IPTV + Unifi USG
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 956
- Skráði sig: Mán 08. Des 2003 23:53
- Staðsetning: Hafnarfjörður
- Staða: Ótengdur
Re: Síminn IPTV + Unifi USG
Hefurðu ekki möguleika á að tengja myndlykilinn beint í ONT?
Það sem ég gerði hjá mér var að taka úr myndlyklaporti á ONT og tengja það í switchinn. Tagga það port með VLAN 3. Svo þar sem myndlyklarnir tengja untagga ég umferðina út.
Gafst uppá að reyna að gera þetta með bridging í unifi viðmótinu.
Það sem ég gerði hjá mér var að taka úr myndlyklaporti á ONT og tengja það í switchinn. Tagga það port með VLAN 3. Svo þar sem myndlyklarnir tengja untagga ég umferðina út.
Gafst uppá að reyna að gera þetta með bridging í unifi viðmótinu.
Re: Síminn IPTV + Unifi USG
Þeir tengdu beint í ONT-una hjá mér. Þurfti bara að breyta einhverri skilgreiningu á ONT-unni í gegnum símtal við tækniþjónustuna hjá Mílu og þá var þetta hægt
-
Höfundur - spjallið.is
- Póstar: 441
- Skráði sig: Sun 05. Sep 2010 17:55
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Síminn IPTV + Unifi USG
Þakka svörin drengir
Ég hreinlega prufaði ekki þessa aðferð. Þetta verður smá heilaþraut en skemmtilegt project að púsla saman gateway og switchum um helgina
Ég hreinlega prufaði ekki þessa aðferð. Þetta verður smá heilaþraut en skemmtilegt project að púsla saman gateway og switchum um helgina
-
- Stjórnandi
- Póstar: 2569
- Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
- Staðsetning: Á þessu spjalli
- Staða: Ótengdur
Re: Síminn IPTV + Unifi USG
Þú getur ekki hent iptv straumnum framhjá á þægilegan máta, getur vlan tag en bridge er vonlaus nema með expertise þekkingu sem ég er ekki viss um að sé á færi marga.
Ég er með þetta þannig að IPTV straumurinn fer ekki gegnum USG heldur nota ég bara simnet routerinn fyrir iptv, USG fyrir netið
Ég er með þetta þannig að IPTV straumurinn fer ekki gegnum USG heldur nota ég bara simnet routerinn fyrir iptv, USG fyrir netið