Reyna að endurfjármagna í óverðtryggt?

Allt utan efnis

Höfundur
falcon1
Ofur-Nörd
Póstar: 299
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Reyna að endurfjármagna í óverðtryggt?

Póstur af falcon1 »

Úff... maður er orðinn skíthræddur við að það verði ekkert gert fyrir fólk sem er með verðtryggð lán og verðtryggingunni verði bara leyft að valta yfir allt og alla. Það var ekki traustvekjandi að á blaðamannafundinum í dag var verðtryggingin ekki nefnd einu sinni á nafn.

Þannig að ég var að spá hvort maður ætti að reyna að breyta lánunum í óverðtryggt ef það er ekki nú þegar búið að læsa fyrir þann möguleika eftir helgi?

Ég er með 20millur hjá Frjálsa og 3millur hjá Íbúðalánasjóði... bæði verðtryggð.

Ég var búinn að reikna áður en ég tók lánin í fyrra að óverðtryggða væri dáldið stór biti fyrir mig í mánaðarlegum afborgunum.

Ekki það að maður veit ekkert hvað maður á að gera í þessum aðstæðum.
Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 5917
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Reyna að endurfjármagna í óverðtryggt?

Póstur af rapport »

http://aurbjorg.is/#/husnaedislan

Það eru ótal forsendur sem vert er að taka tillit til, en um að gera að meta alla möguleika.
Skjámynd

Revenant
vélbúnaðarpervert
Póstar: 992
Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
Staða: Ótengdur

Re: Reyna að endurfjármagna í óverðtryggt?

Póstur af Revenant »

Fyrst af öllu, ekki gera neitt nema að vel ígrunduðu ráði og ekki í neinu panikki.

Það er ekkert sem bendir til að það verði tekið fyrir að fólk geti tekið óverðtryggt lán og seðlabankinn ætlar að hindra verðbólguskot.
Stór hluti af vísitölunni er olíuverð sem hefur hrunið í verði síðustu daga sem vegur á móti lækkun gengis.

Almennt er reglan að ef endurfjármögnun með lántökukostnaði (hvort sem er óverðtryggt eða verðtryggt) gefur þér lægri vexti/heildarkostnað en núverandi lán þá er no brainer að gera það.

Ef þú ert óviss hvað þú ættir að gera þá er alltaf valkostur að bíða í 1-2 mánuði og endurmeta þá stöðuna.

Taka djúpt andann og slaka á :happy
i7-2600K 3.4GHz @ 4.7GHz (103 MHz x 46) 1.416 V | ASUS P8P67 Pro | ASUS GeForce GTX1070 | Mushkin Blackline 8 GB CL9 1600MHz | Antec TruePower 750W | HAF X

Höfundur
falcon1
Ofur-Nörd
Póstar: 299
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Reyna að endurfjármagna í óverðtryggt?

Póstur af falcon1 »

rapport skrifaði:http://aurbjorg.is/#/husnaedislan

Það eru ótal forsendur sem vert er að taka tillit til, en um að gera að meta alla möguleika.
Rétt er það og fór ég vel yfir það á sínum tíma EN... ég gerði ekki ráð fyrir drepsótt. :wtf :wtf :wtf

Dúlli
Vaktari
Póstar: 2097
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Staða: Ótengdur

Re: Reyna að endurfjármagna í óverðtryggt?

Póstur af Dúlli »

Revenant skrifaði:Fyrst af öllu, ekki gera neitt nema að vel ígrunduðu ráði og ekki í neinu panikki.

Það er ekkert sem bendir til að það verði tekið fyrir að fólk geti tekið óverðtryggt lán og seðlabankinn ætlar að hindra verðbólguskot.
Stór hluti af vísitölunni er olíuverð sem hefur hrunið í verði síðustu daga sem vegur á móti lækkun gengis.

Almennt er reglan að ef endurfjármögnun með lántökukostnaði (hvort sem er óverðtryggt eða verðtryggt) gefur þér lægri vexti/heildarkostnað en núverandi lán þá er no brainer að gera það.

Ef þú ert óviss hvað þú ættir að gera þá er alltaf valkostur að bíða í 1-2 mánuði og endurmeta þá stöðuna.

Taka djúpt andann og slaka á :happy
Það er kreppa væntanleg og það er alveg bókað mál að verðtryggðu lán munu rjúka upp. Það eru mörg fyrirtæki við gjaldþrota dyr, eftir 1-2 mánuði getur staðan verðið mun ver og því skynsanlegt að skoða sig um núna.

Eftir að veiran verður líðin yfir þá mun kreppan byrja og það er bókað mál að hún mun koma.

Manager1
Gúrú
Póstar: 551
Skráði sig: Þri 16. Mar 2004 21:28
Staða: Ótengdur

Re: Reyna að endurfjármagna í óverðtryggt?

Póstur af Manager1 »

Dúlli skrifaði: Eftir að veiran verður líðin yfir þá mun kreppan byrja og það er bókað mál að hún mun koma.
Ertu hagfræðingur?

Ég veit ekki betur en ríkisstjórnir Íslands og annarra landa séu að gera allt sem þær geta til þess að það verði ekki önnur kreppa.
Intel i7 2600k @ 3.4GHz | Asus P8P67 PRO | Corsair Vengeance 16gb 1600Mhz | Geforce GTX 1070 | BenQ EW2430 24"

Dúlli
Vaktari
Póstar: 2097
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Staða: Ótengdur

Re: Reyna að endurfjármagna í óverðtryggt?

Póstur af Dúlli »

Manager1 skrifaði:
Dúlli skrifaði: Eftir að veiran verður líðin yfir þá mun kreppan byrja og það er bókað mál að hún mun koma.
Ertu hagfræðingur?

Ég veit ekki betur en ríkisstjórnir Íslands og annarra landa séu að gera allt sem þær geta til þess að það verði ekki önnur kreppa.
Nei er enginn hagfræðingur.

En er með opin augu og sé hvað er að gerast. Ríkið mun ekki ná að gera nóg sama hvað það reynir, Það eru nú þegar margir búnir að missa vinnur og þetta mun halda áfram.

Þarft ekki að vera með háskóla gráðu til að sjá að það sé að koma kreppa og því betra að mæta tilbúinn en ekki í draumaheimi.

mikkimás
Ofur-Nörd
Póstar: 278
Skráði sig: Mán 03. Feb 2014 18:02
Staða: Ótengdur

Re: Reyna að endurfjármagna í óverðtryggt?

Póstur af mikkimás »

Dúlli skrifaði: Það er kreppa væntanleg og það er alveg bókað mál að verðtryggðu lán munu rjúka upp. Það eru mörg fyrirtæki við gjaldþrota dyr, eftir 1-2 mánuði getur staðan verðið mun ver og því skynsanlegt að skoða sig um núna.

Eftir að veiran verður líðin yfir þá mun kreppan byrja og það er bókað mál að hún mun koma.
Kreppa er ekki endilega ávísun á verðbólgu. Ástæðan er sú að kreppa er ekki það sama og kreppa.

Það er fordæmalaus staða upp í heiminum þar sem heildareftirspurn og heildarframboð eru bæði að skreppa saman á sama tíma. Hið fyrrnefnda hefur áhrif til lækkunar verðbólgu, hið seinna til hækkunar.

Nettóáhrifin eru ekki komin í ljós, en munu gera á næstunni.

Eitt er þó augljóst, að þjóðartekjur munu skreppa saman.

Og já, ég er hagfræðingur, þó það eitt og sér geri mig ekki endilega marktækari en Jón af götunni.

Næstu 2-3 ár verða erfið efnahagslega séð, en bærileg ef við stöndum öll saman.
Til sölu í augnablikinu: Sennheiser HD600 heyrnatól

Höfundur
falcon1
Ofur-Nörd
Póstar: 299
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Reyna að endurfjármagna í óverðtryggt?

Póstur af falcon1 »

Mikkimás, myndirðu telja að verðhjöðnun gæti jafnvel verið í spilunum? Eða að það sé líklegast að þetta muni jafnast út þannig að verðbólgan verði á svipuðu róli eða allavega ekki meira en +/- 2% ?

mikkimás
Ofur-Nörd
Póstar: 278
Skráði sig: Mán 03. Feb 2014 18:02
Staða: Ótengdur

Re: Reyna að endurfjármagna í óverðtryggt?

Póstur af mikkimás »

Af öllum mögulegum sviðsmyndum held ég að almenn (meira en bara eldsneytisverð) og viðvarandi verðhjöðnun sé ekki líkleg til að raungerast í okkar örhagkerfi með einn minnsta gjaldmiðil heims. Og það er gott mál. Er ekki með verðtryggt lán, en af tvennu illu kýs ég frekar mikla verðbólgu en hóflega verðhjöðnun.

BNA á hinn bóginn...
Til sölu í augnablikinu: Sennheiser HD600 heyrnatól

Höfundur
falcon1
Ofur-Nörd
Póstar: 299
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Reyna að endurfjármagna í óverðtryggt?

Póstur af falcon1 »

Hvernig geta þeir annars mælt vísitöluna núna þegar t.d. flugfargjöld eru orðin verðlaus?
Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3525
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Reyna að endurfjármagna í óverðtryggt?

Póstur af urban »

mikkimás skrifaði: en af tvennu illu kýs ég frekar mikla verðbólgu en hóflega verðhjöðnun.
Ertu þá að spá í þér prívat og persónulega eða almennt?
Já og ef almennt, afhverju þá?
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

blitz
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1668
Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
Staða: Ótengdur

Re: Reyna að endurfjármagna í óverðtryggt?

Póstur af blitz »

urban skrifaði:
mikkimás skrifaði: en af tvennu illu kýs ég frekar mikla verðbólgu en hóflega verðhjöðnun.
Ertu þá að spá í þér prívat og persónulega eða almennt?
Já og ef almennt, afhverju þá?
Í mjög einföldu máli er talsvert erfiðara fyrir stjórnvöld og seðlabanka að vinna sig upp úr verðhjöðnun en verðbólgu, en það fer auðvitað eftir "magnitude" á hvorri áttinni fyrir sig.
PS4

Cascade
FanBoy
Póstar: 728
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 00:02
Staða: Ótengdur

Re: Reyna að endurfjármagna í óverðtryggt?

Póstur af Cascade »

Eru óverðtryggðir vextir ekki basicly "verðbólga"+"ávöxtun sem lánafyrirtæki vill fá"

Þannig að ef verðbólgan fer upp þá einfaldlega hækka þeir þessa óverðtryggðu vexti?

Það er helvíti slæmt að vera með óverðtryggt lán ef vextir rjúka upp. Þá er maður fljótur að missa getuna að borga hverja afborgun

blitz
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1668
Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
Staða: Ótengdur

Re: Reyna að endurfjármagna í óverðtryggt?

Póstur af blitz »

Cascade skrifaði:Eru óverðtryggðir vextir ekki basicly "verðbólga"+"ávöxtun sem lánafyrirtæki vill fá"

Þannig að ef verðbólgan fer upp þá einfaldlega hækka þeir þessa óverðtryggðu vexti?

Það er helvíti slæmt að vera með óverðtryggt lán ef vextir rjúka upp. Þá er maður fljótur að missa getuna að borga hverja afborgun
Þú getur valið milli breytilegra vaxta eða fasta vaxta í 3-5 ár. Með því að festa vexti í nokkur ár ertu varður gagnvart mögulegra vaxtahækkunum en tapar ef vextir lækka.
PS4

Höfundur
falcon1
Ofur-Nörd
Póstar: 299
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Reyna að endurfjármagna í óverðtryggt?

Póstur af falcon1 »

Cascade skrifaði:Eru óverðtryggðir vextir ekki basicly "verðbólga"+"ávöxtun sem lánafyrirtæki vill fá"

Þannig að ef verðbólgan fer upp þá einfaldlega hækka þeir þessa óverðtryggðu vexti?

Það er helvíti slæmt að vera með óverðtryggt lán ef vextir rjúka upp. Þá er maður fljótur að missa getuna að borga hverja afborgun
Maður myndi alltaf fara í óverðtryggt lán með FÖSTUM vöxtum ef maður reyndi að breyta þessu eitthvað.

Cascade
FanBoy
Póstar: 728
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 00:02
Staða: Ótengdur

Re: Reyna að endurfjármagna í óverðtryggt?

Póstur af Cascade »

falcon1 skrifaði:
Cascade skrifaði:Eru óverðtryggðir vextir ekki basicly "verðbólga"+"ávöxtun sem lánafyrirtæki vill fá"

Þannig að ef verðbólgan fer upp þá einfaldlega hækka þeir þessa óverðtryggðu vexti?

Það er helvíti slæmt að vera með óverðtryggt lán ef vextir rjúka upp. Þá er maður fljótur að missa getuna að borga hverja afborgun
Maður myndi alltaf fara í óverðtryggt lán með FÖSTUM vöxtum ef maður reyndi að breyta þessu eitthvað.
Jú vissulega, en það er hinsvegar alltaf fastur timi á þeim, sem er þá 3 eða 5 ár

Svo þá ertu að taka veðmál við fjármálastofnina um að það komi ekki verðbólguskot á þessum 3 til 5 árum meðan vextirnir eru fastir

Þannig ef verðbólga lækkar, þá tapar þú
Ef verðbólga eykst þá tapa þeir

Svo get ég ímyndað mér ef það væri hrikalegt verðbólgu skot og maður væri með fasta vexti sem væru að fara renna út (því þetta er nú ekkert svakalega langur tími sem maður fær fasta vexti). Að í þannig ástandi sé erfitt að endurfjármagna, amk í e-ð hagstætt

mikkimás
Ofur-Nörd
Póstar: 278
Skráði sig: Mán 03. Feb 2014 18:02
Staða: Ótengdur

Re: Reyna að endurfjármagna í óverðtryggt?

Póstur af mikkimás »

urban skrifaði:Ertu þá að spá í þér prívat og persónulega eða almennt?
Já og ef almennt, afhverju þá?
Almennt, og það sem blitz sagði.

Það er engin tilviljun að nær allir seðlabankar heims eru með hóflega verðbólgu sem sitt æðsta markmið.
Til sölu í augnablikinu: Sennheiser HD600 heyrnatól

Höfundur
falcon1
Ofur-Nörd
Póstar: 299
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Reyna að endurfjármagna í óverðtryggt?

Póstur af falcon1 »

Fyrsti aðilinn búinn að loka fyrir endurfjármögnun. https://birta.is/um-sjodinn/frettir/lok ... gnun-lana/
Skjámynd

Plushy
Vaktari
Póstar: 2259
Skráði sig: Fim 02. Sep 2010 18:20
Staðsetning: Grafarvogur
Staða: Ótengdur

Re: Reyna að endurfjármagna í óverðtryggt?

Póstur af Plushy »

Langar að spyrja hérna fyrst það er kominn þráður.

Er séns á að einhver sem þekkir vel til eða hefur endurfjármagnað nýlega með góðum árangri sem getur aðstoðað mig við að taka ákvörðun varðandi endurfjármögnun hjá mér? Valið stað sem hentar m.v. mitt lán o.s.frv.

Er svo hrikalega stressaður í kringum allt svona en get samt ekki hætt að hugsa um þetta.
Skjámynd

SolidFeather
Vaktari
Póstar: 2599
Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
Staða: Ótengdur

Re: Reyna að endurfjármagna í óverðtryggt?

Póstur af SolidFeather »

Plushy skrifaði:Langar að spyrja hérna fyrst það er kominn þráður.

Er séns á að einhver sem þekkir vel til eða hefur endurfjármagnað nýlega með góðum árangri sem getur aðstoðað mig við að taka ákvörðun varðandi endurfjármögnun hjá mér? Valið stað sem hentar m.v. mitt lán o.s.frv.

Er svo hrikalega stressaður í kringum allt svona en get samt ekki hætt að hugsa um þetta.
Afhverju ertu stressaður fyrir endurfjármögnun? Hjá hverjum ertu með lán núna?
Skjámynd

Plushy
Vaktari
Póstar: 2259
Skráði sig: Fim 02. Sep 2010 18:20
Staðsetning: Grafarvogur
Staða: Ótengdur

Re: Reyna að endurfjármagna í óverðtryggt?

Póstur af Plushy »

SolidFeather skrifaði:
Plushy skrifaði:Langar að spyrja hérna fyrst það er kominn þráður.

Er séns á að einhver sem þekkir vel til eða hefur endurfjármagnað nýlega með góðum árangri sem getur aðstoðað mig við að taka ákvörðun varðandi endurfjármögnun hjá mér? Valið stað sem hentar m.v. mitt lán o.s.frv.

Er svo hrikalega stressaður í kringum allt svona en get samt ekki hætt að hugsa um þetta.
Afhverju ertu stressaður fyrir endurfjármögnun? Hjá hverjum ertu með lán núna?
Arionbanka :)

Bara allt svona bras í kringum lán og fjármál stressa mig upp.
Last edited by Plushy on Mán 06. Apr 2020 15:46, edited 1 time in total.
Skjámynd

Sultukrukka
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 344
Skráði sig: Fim 26. Des 2002 23:38
Staða: Ótengdur

Re: Reyna að endurfjármagna í óverðtryggt?

Póstur af Sultukrukka »

https://lanareiknir.aurbjorg.is/endurfjarmognun/

Plushy skrifaði:
SolidFeather skrifaði:
Plushy skrifaði:Langar að spyrja hérna fyrst það er kominn þráður.

Er séns á að einhver sem þekkir vel til eða hefur endurfjármagnað nýlega með góðum árangri sem getur aðstoðað mig við að taka ákvörðun varðandi endurfjármögnun hjá mér? Valið stað sem hentar m.v. mitt lán o.s.frv.

Er svo hrikalega stressaður í kringum allt svona en get samt ekki hætt að hugsa um þetta.
Afhverju ertu stressaður fyrir endurfjármögnun? Hjá hverjum ertu með lán núna?
Arionbanka :)

Bara allt svona bras í kringum lán og fjármál stressa mig upp.

Höfundur
falcon1
Ofur-Nörd
Póstar: 299
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Reyna að endurfjármagna í óverðtryggt?

Póstur af falcon1 »

Sé núna að vegna markaðsvirðis eignarinnar að þá ætti ég að geta sameinað þessi tvö verðtryggðu lán í eitt lán sem væri þá hægstæðari kjörum en minna lánið er á.

Nú er Bjarni búinn að segja að það verði ekkert gert varðandi öryggisbremsur á verðtrygginguna, væri þá ekki hagstætt og öruggast að endurfjármagna í óverðtryggt lán á föstum vöxtum? Reyndar líklegt að Seðlabankinn lækki vexti áfram eða hvað?

Höfundur
falcon1
Ofur-Nörd
Póstar: 299
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Reyna að endurfjármagna í óverðtryggt?

Póstur af falcon1 »

Vitið þið hvar maður finnur reiknivél fyrir (óverðtryggð) íbúðalán þar sem maður getur valið sjálfur vaxtastigið og þar með búið til ákveðnar sviðsmyndir á greiðslubyrði? Maður getur gert það með verðtryggðu lánin, þ.e. verðbólguliðinn, en ekki óverðtryggðu.
Svara