Byrjum á því, ég kem að öllum líkindum til með að setja þetta upp.rapport skrifaði:Af hverju ætti ekki að nota þetta app, a.m.k. á meðan þetta ástand varir... þó svo að Google mundi sjá ferðir þínar... af hverju er leynd ferða þinna mikilvægari en heilsa allra sem þú hittir?
Ég er ekki búin að skoða þetta neitt að ráði, en það eru ca 95% líkur á að ég seti þetta upp.
En þetta er AKKÚRAT hugsunin sem að ég hræðist nefnilega.
Að almannahagur krefjist þess að þetta sé sett upp.
Þá er nefnilega komið fordæmi fyrir því.
Hvað ef að það á að nota þetta næst við venjulegri inflúensu (smitandi og fólk getur dáið)
Það geta komið upp allavega ástæður fyrir því að það væri gott að vita hvar allir eru (fyrir almannahag)
Rangir aðilar komast að völdum og það verður allt í einu almannahagur að vita hvar allir eru alltaf, endar því á gps chip og svo framvegis í alla.
Þetta með að almannahagur krefjist einhvers er nefnilega stórhættuleg hugsun.
Þá bara brodcastað til allra landsmanna með appið ?dori skrifaði:Mögulega er broadcastað ef þú ert smitaður hvar þú varst (ópersónugreinanlegt, bara staðsetning og tími) þannig að aðrir sem voru á sama stað á sama tíma fái ábendingu um að láta kíkja á sig.Klemmi skrifaði:Ef ég skil fréttina rétt, þá gerir þetta ekkert annað en að skrá ferðir þínar og geyma Á SÍMANUM.
Sendir engin gögn fyrr en þú hefur verið greindur með smit og samþykkir þá sérstaklega að senda þessar upplýsingar til nánari skoðunar.
Sem sagt, EF ég skil þetta rétt, þá fara gögnin um ferðalögin þín ekkert fyrr en þú sýkist og ákveður þá að deila þessum gögnum.
Þetta vissulega dregur samt úr notagildi forritsins, þar sem þú getur þá ekki matchað stað- og tímasetningar við aðra sem ekki hafa sýkst, og því ekki gefið upp sínar ferðir til að athuga hvort þið hafið verið á sama tíma á sama stað...
Ef að upplýsingarnar eru bara geymdar á símanum þá hefði ég haldið að þetta væri hálf tilgangslaust til þess að finna út hverjir voru nálægt þér.
Semsagt, ef að ég og þú erum hlið við hlið, þá hefði ég haldið að appið þyrfti að geta sagt það, ekki að biðja mig um að athuga það.