Vesen á vél

Svara

Höfundur
Nagyvan
Nýliði
Póstar: 9
Skráði sig: Sun 22. Mar 2020 17:11
Staða: Ótengdur

Vesen á vél

Póstur af Nagyvan »

Ég tók ofmatið á þessum síðustu og verstu og reyndi að setja saman tölvuturn. Allt í honum hafði verið notað saman nema skjakort og turnkassi. Eftir samsetningu(sem gæti vel verið röng) gerist þetta:
https://youtu.be/tETV_0hRZ5Y

Kemur ekker upp a monitorinn, hvort sem eg tengi hann i skjakortið eða moðurborðið.
Nb þá kviknar ekki á viftunum í turnkassanum sjálfum heldur.
Er einhver hér sem sér eitthvað í þessu?

pepsico
Bannaður
Póstar: 714
Skráði sig: Mán 20. Apr 2015 17:30
Staða: Ótengdur

Re: Vesen á vél

Póstur af pepsico »

Þú átt að ýta vinnsluminnunum inn þar til smellurnar smellast, ekki láta vinnsluminnin réttsvo í og leggja svo smellurnar niður sjálfur. Efri parturinn á vinnsluminnisraufunum lítur rosalega undarlega út m.v. neðri.

nonesenze
</Snillingur>
Póstar: 1064
Skráði sig: Fim 10. Des 2009 17:06
Staða: Ótengdur

Re: Vesen á vél

Póstur af nonesenze »

er ekkert code á mobo eins og lítill digital skjár með tölum? eða hátalari með beepum (kannski soldið gamalt)
Asus Maximus Xiii hero (WiFi)- Intel i5 11900K - Corsair Vengeance RGB PRO 4x8GB 3600MHz CL18 - Asus Strix 2080 - Samsung 1TB 980 PRO - samsung 500gb 970 evo plus - WD 12TB - Corsair RM750x - Corsair H150i pro - Corsair 678C Corsair virtuoso - Asus 27" - Corsair k95 platinum - Corsair Harpoon RGB - Lenovo G27Q-20 165hz 1440p

Höfundur
Nagyvan
Nýliði
Póstar: 9
Skráði sig: Sun 22. Mar 2020 17:11
Staða: Ótengdur

Re: Vesen á vél

Póstur af Nagyvan »

Neibb vinnsluminninn eru kyrfilega föst í. Ég sé engan digital skjá með tölum eða hátalara :dissed
Skjámynd

Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1104
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Staða: Ótengdur

Re: Vesen á vél

Póstur af Njall_L »

Eitt af því fyrsta sem þessi móðurborð gera er að kveikja á LED ljósunum, það er gert áður en POST-ferlið hefst. Myndi ráðleggja þér að byrja á eftirfarandi ferli.
- Fara vel yfir allar tengingar við aflgjafa, á báðum endum
- Prófa að aftengja allt frá móðurborði nema tengingar við aflgjafa og stinga skjá í samband við skjástýringu á móðurborði, ræsa síðan vélina með því að tengja saman aflrofapinnana á móðurborðinu með skrúfjárni.
- Prófa nýjan aflgjafa, þessir Energon EPS-750W CM voru því miður ekki upp á marga fiska.
Aðaltölva: Dell Latitude 7480 | i7-7600u | 32GB DDR4 | 1TB SSD | 14"IPS
In-house streaming tölva: Ryzen 5600X | Gigabyte B550I Aorus Pro AX | 32GB 3600MHz | 1TB Samsung 980 Pro PCIe 4.0 | GTX960
Löglegt WinRAR leyfi

Höfundur
Nagyvan
Nýliði
Póstar: 9
Skráði sig: Sun 22. Mar 2020 17:11
Staða: Ótengdur

Re: Vesen á vél

Póstur af Nagyvan »

Komst lengra núna en núna slekkur hún á sér eftir smástund og startar sér aftur. Kemur ekkert upp á skjainn.
https://youtu.be/NlcCvk5s0js
Skjámynd

Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1104
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Staða: Ótengdur

Re: Vesen á vél

Póstur af Njall_L »

Nagyvan skrifaði:Komst lengra núna en núna slekkur hún á sér eftir smástund og startar sér aftur. Kemur ekkert upp á skjainn.
https://youtu.be/NlcCvk5s0js
Búinn að prófa að aftengja allt frá móðurborði nema tengingar frá aflgjafa og CPU viftu? Ræsa síðan tölvuna með skrúfjárni? Á þessum punkti væri líka sniðugt að prófa 1 RAM kubb í mismunandi raufum og verða sér út um hátalara fyrir móðurborð til að kanna hvort að hún gefi einhverja POST-code
Aðaltölva: Dell Latitude 7480 | i7-7600u | 32GB DDR4 | 1TB SSD | 14"IPS
In-house streaming tölva: Ryzen 5600X | Gigabyte B550I Aorus Pro AX | 32GB 3600MHz | 1TB Samsung 980 Pro PCIe 4.0 | GTX960
Löglegt WinRAR leyfi

Höfundur
Nagyvan
Nýliði
Póstar: 9
Skráði sig: Sun 22. Mar 2020 17:11
Staða: Ótengdur

Re: Vesen á vél

Póstur af Nagyvan »

já prófaði þetta allt, skoða þetta með hátalarana, takk.

Haflidi85
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 328
Skráði sig: Mán 27. Jún 2011 13:07
Staða: Ótengdur

Re: Vesen á vél

Póstur af Haflidi85 »

Taka allt úr nema einn minniskubb, resetta bios, ræsa hana á móðurborðsskjá stýringunni, ef þetta virkar ekki í neinu memmory slotti, með hvorugum minnisskubbnum, þá er þetta líklegast aflgjafinn eða móðurborðið, eða að einhver málm hlutur s.s. skrúfa undir móðurborðinu sé að slá einhverju saman á móðurborðinu.

Ef hún ræsir eftir að þú resetar bios, en hættir að sýna mynd þegar skjákortið er tengt, þá þarftu líklegast að uppfæra biosinn á móðurborðinu og setja síðan skjákortið í, það er allavega klassískt vandamál sem ég hef lent í oftar en einu sinni og þá sérstaklega á Gigabyte móðurborðum.

Haflidi85
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 328
Skráði sig: Mán 27. Jún 2011 13:07
Staða: Ótengdur

Re: Vesen á vél

Póstur af Haflidi85 »

Taka allt úr nema einn minniskubb, resetta bios, ræsa hana á móðurborðsskjá stýringunni, ef þetta virkar ekki í neinu memmory slotti, með hvorugum minnisskubbnum, þá er þetta líklegast aflgjafinn eða móðurborðið, eða að einhver málm hlutur s.s. skrúfa undir móðurborðinu sé að slá einhverju saman á móðurborðinu.

Ef hún ræsir eftir að þú resetar bios, en hættir að sýna mynd þegar skjákortið er tengt, þá þarftu líklegast að uppfæra biosinn á móðurborðinu og setja síðan skjákortið í, það er allavega klassískt vandamál sem ég hef lent í oftar en einu sinni og þá sérstaklega á Gigabyte móðurborðum.

Höfundur
Nagyvan
Nýliði
Póstar: 9
Skráði sig: Sun 22. Mar 2020 17:11
Staða: Ótengdur

Re: Vesen á vél

Póstur af Nagyvan »

Það virkaði að ræsa tölvuna með einum minniskubb, tengdi skjainn i skjakortið og fekk allt upp eðlilega. Um leið og það fer annar í þá reynir hún að starta sér en failar. Er buinn að profa öll slot og öll variations og öll slottin virka en bara ef það er einn kubbur í.
Skjámynd

Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1104
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Staða: Ótengdur

Re: Vesen á vél

Póstur af Njall_L »

Nagyvan skrifaði:Það virkaði að ræsa tölvuna með einum minniskubb, tengdi skjainn i skjakortið og fekk allt upp eðlilega. Um leið og það fer annar í þá reynir hún að starta sér en failar. Er buinn að profa öll slot og öll variations og öll slottin virka en bara ef það er einn kubbur í.
Skiptir máli hvorn minniskubbinn þú notar eða virka þeir báðir í sittvoru lagi?
Aðaltölva: Dell Latitude 7480 | i7-7600u | 32GB DDR4 | 1TB SSD | 14"IPS
In-house streaming tölva: Ryzen 5600X | Gigabyte B550I Aorus Pro AX | 32GB 3600MHz | 1TB Samsung 980 Pro PCIe 4.0 | GTX960
Löglegt WinRAR leyfi

Höfundur
Nagyvan
Nýliði
Póstar: 9
Skráði sig: Sun 22. Mar 2020 17:11
Staða: Ótengdur

Re: Vesen á vél

Póstur af Nagyvan »

Virka báðir
Skjámynd

Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1104
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Staða: Ótengdur

Re: Vesen á vél

Póstur af Njall_L »

Nagyvan skrifaði:Virka báðir
Þá er að öllum líkindum biluð minnisstýring á CPU eða bilað móðurborð. Þyrftir að próf að skipta út öðrum hvorum þessara hluta til að staðfesta
Aðaltölva: Dell Latitude 7480 | i7-7600u | 32GB DDR4 | 1TB SSD | 14"IPS
In-house streaming tölva: Ryzen 5600X | Gigabyte B550I Aorus Pro AX | 32GB 3600MHz | 1TB Samsung 980 Pro PCIe 4.0 | GTX960
Löglegt WinRAR leyfi
Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 5917
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Vesen á vél

Póstur af rapport »


Höfundur
Nagyvan
Nýliði
Póstar: 9
Skráði sig: Sun 22. Mar 2020 17:11
Staða: Ótengdur

Re: Vesen á vél

Póstur af Nagyvan »

Já renndi yfir uppsetningarpartinn
Svara