GuðjónR skrifaði:Róum okkur og sýnum umburðarlyndi. Fólk má alveg viðra skoðanir sínar án þess að þurfa standa í 20 pósta vörn.
Við vitum ekkert hvernig þetta þróast, það eru ekki nema 2-3 vikur síðan ég sá ítali gera grín af veirunni og sögðust ekkert ætla að breyta neinu í sínu daglega lífi, í dag er raunveruleikinn þannig að læknar ERU að ákveða hverjir eiga að deyja og hverjir eiga að lifa. 800 dauðsföll á einum sólarhring á Ítalíu það þýðir að aðra hverja mínútu deyr einhver af völdum veirunnar.
Við vitum ekkert hvernig þetta þróast hérna, það gætu verið 5000 smitaðir nú þegar eða 20000 og sú staða að læknar hér gætu átt eftir að þurfa að taka svona ákvarðanir er raunveruleg. Því miður.
Ekki gera lítið úr skoðunum eða tilfinningum annara með persónulegum árásum. Fólk má alveg hafa sínar skoðanir.
Ég er svona einsog einn notandinn hérna.
Alveg Sallarólegur
Þetta með skoðanirnar, já fólk má endilega viðra skoðanir sínar, það er líka eðlilegt að hafa skoðanir á þeim skoðunum.
Í dag er þetta raunvöruleikinn í einu landi, í því landi þar sem að staðan er alverst í öllum heiminum.
Það er ekki raunvöuleikinn hér á landi einsog staðan er núna, enn síður að fólk sé að fara að drepa aðra útaf hungri í landi sem að framleiðir margfalt meira af matvælum en það neytir.
Þar að leiðandi finnst mér ofureðlilegt að spurja hvaða raunvöruleika er verið að tala um.
Frábið mér allt tal um persónuárásir, ég hef ekki verið með þær og ég hef ekki verið að ráðast á einn né neinn.
Ef að fólk þolir aftur á móti ekki að fólk hafi skoðanir á skoðunum sínum, þá er spurning hvort að það ætti að vera tjá þær á opnu spjallborði.