Ori and the Will of the Wisps

Svara
Skjámynd

Höfundur
Hannesinn
Gúrú
Póstar: 564
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 16:48
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Ori and the Will of the Wisps

Póstur af Hannesinn »

Ori and the Will of the Wisps fer í loftið á morgun, og hérna er einn notandi sem verður utan þjónustusvæðis fram yfir helgi. Reviewin eru að leka inn á youtube og þau eru nokkuð einsleit, brill leikur, eins og blind forest, nema búið að bæta combat.

Einhver annar spenntur fyrir þessu hérna en ég?

Skillup -> https://www.youtube.com/watch?v=MRC_Cnklfxk
ACG -> https://www.youtube.com/watch?v=sW7gNODEtKk
Enjoy your job, make lots of money, work within the law. Choose any two.

Viggi
Tölvutryllir
Póstar: 638
Skráði sig: Fim 26. Apr 2007 02:04
Staða: Ótengdur

Re: Ori and the Will of the Wisps

Póstur af Viggi »

Mun eflausk skúbba hann upp á einhverri nintendo switch útsölunni. Byrjaði einhverntíman á blind forest og líkaði vel við. Þekka á honum líklegast fyrst
B450M Steel Legend (AM4). AMD Ryzen 5 3600X. TEAM TM8FP4512G (SSD). 2 tb HDD. 3 tb HDD. 4 tb HDD GeForce RTX 2060 SUPER. 16 gb 3600 mhz RAM.

Bourne
Ofur-Nörd
Póstar: 219
Skráði sig: Þri 20. Jan 2009 17:19
Staða: Ótengdur

Re: Ori and the Will of the Wisps

Póstur af Bourne »

Ég gafst upp á fyrri leiknum því maður sá ekkert hvað var í gangi. Projectiles sem voru millimeter á stærð. Of mikið particle effects rúnk. Mjög flottur samt!
Skjámynd

Höfundur
Hannesinn
Gúrú
Póstar: 564
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 16:48
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Ori and the Will of the Wisps

Póstur af Hannesinn »

Bourne skrifaði:Ég gafst upp á fyrri leiknum því maður sá ekkert hvað var í gangi. Projectiles sem voru millimeter á stærð. Of mikið particle effects rúnk. Mjög flottur samt!
Stærri skjár? :)

Vissulega er Ori and the Blind Forest mjög flottur leikur. Aðalstjarnan í leiknum fannst mér samt alltaf vera gameplay'ið og bara fílgúddið sem fylgir því að spila hann. Tónlist sem er bæði róandi og vekur áhuga á meðan maður skoppar um heiminn og skoðar nýja staði, og saga sem gefur manni tilgang til þess.

Fyrir mig hitti hann í mark á öllum stöðum. Allt passar saman, sagan og heimurinn, karakterarnir, óvinirnir, og öll hljóð og grafík, og mátulega erfiður. Ég er eiginlega kominn á þá skoðun að þetta sé einfaldlega besti leikur sem ég hef spilað. Enda hef ég klárað hann fjórum sinnum og eini leikurinn sem ég hef klárað oftar var Bruce Lee á Sinclair Spectrum, sem tók 20 mínútur. :)

Mæli með því að þið prufið þennan, og ég er ekki einn um það.
Last edited by Hannesinn on Mið 11. Mar 2020 09:10, edited 1 time in total.
Enjoy your job, make lots of money, work within the law. Choose any two.
Svara