Sælir vaktarar
Ég er að fara að flytja í húsnæði þar sem líklega verður ekki möguleiki á ljósleiðarar.
Mig langar að spyrja þá sem hafa verið að nota 4.5g netþjónustu hjá Nova, hvernig það hafi gengið ?
4.5g netþjónusta reynsla?
4.5g netþjónusta reynsla?
Intel i7 4790k, Gigabyte RX 5700XT gaming OC, 4x8 gb DDR3, Z97X Gigabyte gaming 5, Antec high current gamer 750W 80 bronze, Corsair Graphite 230t, Noctua NH-D15S,
Re: 4.5g netþjónusta reynsla?
Veit um dæmi sem hefur komið vel út. Fer samt alltaf eftir hversu góð/sterk tenging næst í húsinu. Eina leiðin til að vita er að prófa.
Re: 4.5g netþjónusta reynsla?
Búið að virka ótrúlega vel í svona ár en mjög slappt undanfarið hjá mér á Selfossi. Veit ekki hvort það sé eitthvað vandamál mín megin 1) t.d. meðleigjandinn farinn að downloada eins og brjálæðingur 2) eða þetta sé Nova 4,5 almennt á mínu svæði. Tengngin er farin að hegða sér eins og gömul ADSL tenging þegar hún er overloaded. Þarf stundum að reloada síðu af því hún loadaðist ekki eðlilega við fyrstu tilraun, og allar síður taka extra sekúndur í að loada þar sem maður horfir á tómann browser window og það stendur "Connecting," "Establishing connection" í horninu og eins og ég sagði stundum þarf maður að ýta á F5. Ég man eftir svona hegðun á ADSL routerum í gamladaga ef maður downloadaði mikið og lengi. Þá dugði oft að taka routerinn úr sambandi í einhverja stund og setja svo aftur í samband. Prófaði það hérna á þessum 4,5G router og þetta lagaðist ekki. Hélt að ég myndi ekki lenda í þessu rugli með 4,5G. Ég þarf að prófa fleiri devices til að vera 100% á að þetta sé ekki hardware eða software vandamál í tölvunni minni.
Last edited by netkaffi on Mið 11. Mar 2020 06:41, edited 1 time in total.
Re: 4.5g netþjónusta reynsla?
Netsamband gegnum 4g og símasamband yfir höfuð er bara lélegt hérna á Selfossi, sérstaklega ef maður er inn í húsum , síminn hjá mér fær sjaldan meira en 1 strik inni og ég er með bæði kort frá Hringdu og Nova í símanum mínum og það er bæði jafn lélegt, lagast aðeins ef ég fer út , er sérstaklega hvimleitt ef ég þarf að logga mig inn með rafrænum skilríkjum td, það failar oft út af sambandið er svo lélegtnetkaffi skrifaði:Búið að virka ótrúlega vel í svona ár en mjög slappt undanfarið hjá mér á Selfossi. Veit ekki hvort það sé eitthvað vandamál mín megin 1) t.d. meðleigjandinn farinn að downloada eins og brjálæðingur 2) eða þetta sé Nova 4,5 almennt á mínu svæði. Tengngin er farin að hegða sér eins og gömul ADSL tenging þegar hún er overloaded. Þarf stundum að reloada síðu af því hún loadaðist ekki eðlilega við fyrstu tilraun, og allar síður taka extra sekúndur í að loada þar sem maður horfir á tómann browser window og það stendur "Connecting," "Establishing connection" í horninu og eins og ég sagði stundum þarf maður að ýta á F5. Ég man eftir svona hegðun á ADSL routerum í gamladaga ef maður downloadaði mikið og lengi. Þá dugði oft að taka routerinn úr sambandi í einhverja stund og setja svo aftur í samband. Prófaði það hérna á þessum 4,5G router og þetta lagaðist ekki. Hélt að ég myndi ekki lenda í þessu rugli með 4,5G. Ég þarf að prófa fleiri devices til að vera 100% á að þetta sé ekki hardware eða software vandamál í tölvunni minni.
Re: 4.5g netþjónusta reynsla?
Prófaðu hvernig sambandi þú nærð á þessum stað með símanum þínum. Ef þú nærð góðum speedtest niðurstöðum þannig þá ætti þetta að ganga hjá þér.Hentze skrifaði:Sælir vaktarar
Ég er að fara að flytja í húsnæði þar sem líklega verður ekki möguleiki á ljósleiðarar.
Mig langar að spyrja þá sem hafa verið að nota 4.5g netþjónustu hjá Nova, hvernig það hafi gengið ?
Ef það er svona "gott samband þegar þú ert á einum stað" þá er mögulega hægt að redda því með græju sem er með loftnet sem er hægt að koma fyrir á hentugum stað. Þetta er svona hlutur sem þarf svolítið bara að prófa.