Kári viðurkenndi sjálfur eftirá að þetta próf gerði ekkert gagn fyrir einstaklinga heldur gagnaðist aðeins í hóprannsókn.urban skrifaði:Var einhver plataður til þess ?GuðjónR skrifaði: Honum tókst að plata stóran hluta þjóðarinnar til að taka þátt í persónuleikaprófi
Fengu ekki allir upplýsingar um hvað þetta var ?
Var það bara ekki eins með þetta og allt annað, það er ekkert skoðað hvað er verið að samþykkja, heldur bara haldið áfram.
Get ekki verið sammála því að fólk hafi verið platað í eitt né neitt.
Hvernig fær hann tækifæri til þess með tilkomu þessarar skimunar fyrir kórónaveirunni ?GuðjónR skrifaði:núna fær hann tækifæri til þess að tengja DNA þáttakenda við þau.
Maðurinn er snillingur.
Efast um að þriðjungur þjóðarinnar hefði nennt að skrá sig inn rafrænt ef þær upplýsingar hefðu legið fyrir í upphafi.
Missti líka svolítið marks að standa í þessari upplýsingaöflun til þess eins að leyfa Facebook að hirða þær, enda viðurkenndi hann að það hefði verið mistök.
Varðandi skimun fyrir covid-19 þá er það gott mál að fá aðstoð hans við því en að sjálfsögðu vill hann fá eitthvað í staðinn.
Mér er reyndar slétt sama hvort fólk gefi Decode, Google eða Facebook eða öðrum amerískum stórfyrirtækjum aðgang að persónuupplýsingum. Fólk ræður því sjálft.
En varðandi upplýsingafundina sem eru nánast daglega í beinni þá verð ég að hæla þeim sem þar eru fyrir sinn þátt, í upphafi fékk maður
á tilfinninguna að öll spilin væru ekki á borðinu, en mér finnst það hafa breyst. Sérstaklega núna þegar talað er um að tilgangur almannavarna sé ekki að stoppa smit heldur hægja á því svo heilbrigðiskerfið hafi undan.