Óánægður með Macland þjónustu, hvað er til ráða?

Svara

Höfundur
pegasus
Ofur-Nörd
Póstar: 215
Skráði sig: Sun 19. Ágú 2012 00:09
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Óánægður með Macland þjónustu, hvað er til ráða?

Póstur af pegasus »

Seint á síðasta ári fer ég með iPhone 7 síma í Macland til að láta laga mute takka í tilvistarkreppu (hann flöktir milli þess að vera mjútaður og ekki mjútaður) og til að fá nýtt batterí. Síminn kemur til baka með nýrri rafhlöðu en hálf-biluðan takka (núna flökktir hann bara sjaldnar). Stuttu seinna fer ég með símann í frí til útlanda og þar fær hann yfir sig vatnsgusu á sundlaugarbakkanum og við það deyr skjárinn. Debugging með USB snúru og Apple Live Agent staðfestir að þetta sé vatnsskemmd.

Í ljósi þess að síminn er nýkominn úr viðgerð það sem hann er opnaður upp og gátt, og með það í huga að hann hafi þolað svona vatnsgusur og margt verra en það í rúmlega þrjú ár, vaknar sá grunur að Macland hafi kannski ekki gengið alveg nógu vel frá honum aftur eftir viðgerðina. Ég hef því samband við Macland og spyr hvort þau geti eitthvað gert fyrir mig í ljósi aðstæðna og kvarta loksins í leiðinni yfir takkaviðgerðinni sem var ekki fullnægjandi.

Macland er hins vegar ekkert á þeim buxunum að viðurkenna einhver mistök og byrja á að halda fram að "þessi símar séu þó alls ekkert vatnsheldir" (!?) en eftir að hafa bent þeim á að síminn sé með IP67 vottun og hvað það þýðir biðja þau bara um að fá tækið aftur til skoðunar. Kem símanum til þeirra við fyrsta tækifæri og fæ stuttu síðar þau svör að hann sé vissulega rakaskemmdur, en að þau hafi alveg lokað honum nógu vel (sést "greinilega" á mynd sem þau senda til baka) og að vatnið virðist hafa "smogið sér inn þar sem hátalararnir eru og einnig þar sem hlustinn er" og bjóða mér að skipta um skjá fyrir 30k (original) eða 22k (copy skjár) en þó með 25% afslætti.

Núna veit ég ekkert hvað ég á að gera. Mér finnst þetta vera Maclandi en kenna, og vil ekki þurfa að gjalda fyrir það persónulega, en þau þvertaka fyrir nokkur mistök. Get ég eitthvað gert núna þegar orð standa gegn orði?
Skjámynd

DJOli
Vaktari
Póstar: 2082
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: Óánægður með Macland þjónustu, hvað er til ráða?

Póstur af DJOli »

Ég myndi ráðfæra mig við neytendasamtökin og segja þeim söguna. Skemmir ekki fyrir ef þú getur fundið pappíra sem sýna fram á IP67 vatnsvörn símans.
Hvort þú færir svo aftur í heimsókn í Macland, eða létir neytendasamtökin tækla þetta fyrir þig fer svo eftir því hvernig þið tæklið málið, en ég myndi aldrei gefa mig á þessu ef síminn er vatnsþolinn með vottaðan IP67 staðal.

Létt gúgl sýnir mér þetta https://support.apple.com/en-us/HT207043
"iPhone XR, iPhone X, iPhone 8, iPhone 8 Plus, iPhone 7, and iPhone 7 Plus have a rating of IP67 under IEC standard 60529 (maximum depth of 1 meter up to 30 minutes). Splash, water, and dust resistance are not permanent conditions and resistance might decrease as a result of normal wear. Liquid damage is not covered under warranty, but you might have rights under consumer law."

Að vökvi smeygji sér inn um hol sem á ekki að vera aðgengilegt er ekki nógu góð afsökun, að mínu mati. Sérstaklega miðað við ofangreinda IP67 vottun sem segir skýrt út að síminn eigi að þola allt að 30 mínútna veru á allt að 1m dýpi.

Eftir þeirri hörku sem þú myndir ætla þér í þetta mál, myndi ég AMK skoða hvort möguleiki sé á að vatn hafi smogið inn þar sem hátalararnir og hlustinn séu. Sé einhversskonar gat eða rifa sem gæti réttlætt þetta, er þetta tjón af völdum notkunar. Ef ekki, þá eru þetta klárlega verkstæðismistök hjá Macland.
i7-10700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|
Skjámynd

Roggo
Fiktari
Póstar: 67
Skráði sig: Mið 04. Feb 2015 22:45
Staðsetning: Grafavogur
Staða: Ótengdur

Re: Óánægður með Macland þjónustu, hvað er til ráða?

Póstur af Roggo »

Segjast þeir hafa skipt um lím þegar að skjánum var skipt út? Kæmi mér á óvart ef þeir gerðu það ekki. Ef ekki, þá er síminn ekki jafn vel varinn og áður þar sem að þeir væru að nota. Það er líka spurning hvort þeir séu að framkvæma þéttleikamælingu eins og almennt er gert hjá verkstæðum umboðsaðila.

Tæknivörur: "Allir ryk- og vatnsvarðir símar (IP67/68) sem koma til viðgerðar eru settir í þéttleikamælingu til að tryggja virkni að viðgerð lokinni."
Sé ekki sambærilegan disclaimer hjá Viss, Epli, Macland. Kannski er þetta ekki jafnmikið atriði í iPhone eða ég bara ekki að sjá þetta.

Annars er held ég að það sé lítið sem að þú getur gert sama hvernig farið þar sem að um er að ræða vatnsskemmd. Ef þú átt einhvern séns til að fá þetta bætt verður þú, held ég, að sýna fram á að skemmdin kom til vegna lélegra vinnubragða því það getur líka alveg verið að þú varst bara óheppinn :/ Það er ástæða fyrir því að framleiðendur ábyrgjast ekki vatnsskemmdir þrátt fyrir IP rating vörunnar. Þykir annars leitt að heyra, alveg hundleiðinleg staða :dissed

Bourne
Ofur-Nörd
Póstar: 219
Skráði sig: Þri 20. Jan 2009 17:19
Staða: Ótengdur

Re: Óánægður með Macland þjónustu, hvað er til ráða?

Póstur af Bourne »

Ég held að það sé mjög erfitt að sanna hvort þetta sé Macland að kenna. Einnig mjög lítill kvati fyrir þá að taka þetta á sig.
Þetta gæti verið þeim að kenna en þetta gæti alveg geta hafa komið fyrir hvaða síma sem er.
Að sjálfsögðu myndi maður halda að um leið og síminn er opnaður þá verður vatnsvörnin verri enda mikið gúmmí og lím sem þarf að hita upp og fjarlægja.
DJOli er með góða súmeríngu á þessu!

NiveaForMen
Nörd
Póstar: 120
Skráði sig: Fim 03. Jún 2010 00:07
Staða: Ótengdur

Re: Óánægður með Macland þjónustu, hvað er til ráða?

Póstur af NiveaForMen »

"Hey, ég sullaði margoft yfir síma frá 2016 (fyrst á markað), það er núna þér að kenna."

addon
has spoken...
Póstar: 157
Skráði sig: Fim 27. Apr 2017 21:20
Staða: Ótengdur

Re: Óánægður með Macland þjónustu, hvað er til ráða?

Póstur af addon »

Ég veit það er lítil hjálp í þessu svari en það hefði verið sniðugt að fara með símann til annars viðurkennds viðgerðaraðila (þ.e.a.s. ef það eru fleiri á landinu) og fá þá til að gera óháða skoðun á símanum.
Ef þeir eiga að gera þrýstimælingu á símanum ættu þeir líka að halda skýrslu um það... kannski að byðja um að sjá hana. Þeir gætu þá mögulega vitað upp á sig sökina.

Sam
Ofur-Nörd
Póstar: 278
Skráði sig: Mið 03. Des 2014 18:50
Staða: Ótengdur

Re: Óánægður með Macland þjónustu, hvað er til ráða?

Póstur af Sam »

MacLand..PNG
MacLand..PNG (2.32 MiB) Skoðað 3044 sinnum

Höfundur
pegasus
Ofur-Nörd
Póstar: 215
Skráði sig: Sun 19. Ágú 2012 00:09
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Óánægður með Macland þjónustu, hvað er til ráða?

Póstur af pegasus »

Takk fyrir góð svör. Ég hef ekki heyrt það áður að það eigi að gera þéttleika-/þrýstimælingu eftir viðgerð en það er eitthvað sem mig langar núna að kynna mér. Ég fæ engar leitarniðurstöður um þetta -- eruð þið með einhverja hlekki sem ég get skoðað?

Sam
Ofur-Nörd
Póstar: 278
Skráði sig: Mið 03. Des 2014 18:50
Staða: Ótengdur

Re: Óánægður með Macland þjónustu, hvað er til ráða?

Póstur af Sam »

https://tvr.is/thjonusta/verdskra/samsu ... xy-s7edge/


Þéttleikamæling.PNG
Þéttleikamæling.PNG (151.16 KiB) Skoðað 3030 sinnum

Manager1
Gúrú
Póstar: 551
Skráði sig: Þri 16. Mar 2004 21:28
Staða: Ótengdur

Re: Óánægður með Macland þjónustu, hvað er til ráða?

Póstur af Manager1 »

Ef IP67 sími skemmist vegna raka við það að fá yfir sig skvettu á sundlaugarbakka er klárlega eitthvað að. Hérna er skilgreiningin á vatnshlutanum í IP67.

"7 Protected from immersion in water with a depth of up to 1 meter (or 3.3 feet) for up to 30 mins"
Intel i7 2600k @ 3.4GHz | Asus P8P67 PRO | Corsair Vengeance 16gb 1600Mhz | Geforce GTX 1070 | BenQ EW2430 24"
Svara