Hæ hæ, stóllinn sem ég sit í er farinn að verða frekar óþæginlegur og mjúku partarnir farnir að verða frekar þunnir þannig að ég er að skoða með að kaupa stól.
Ég er búinn að fara í IKEA og prófa stólana þar og þeir eru svosem alveg ágætir sumir, eins og td. þessi
https://www.ikea.is/products/597168
En svo var ég að hugsa hvernig stólar eins og þessir eru að reynast?
https://tolvutek.is/vara/arozzi-verona- ... oll-hvitur
Eitthvað annað sem fólk myndi mæla með?
Skrifborðs stóll
Re: Skrifborðs stóll
Hef bæði átt eins stól og er í tölvutek og Markus stólinn frá IKEA. Á meðan mér finnst Arizzo stóllinn mun þægilegri þá gaf tjakkurinn sig upp nýlega og er byrjaður að síga þegar ég sest í hann. Hef átt Markus stólinn í fjögur ár á meðan og það eina sem hefur truflað mig er setupúðinn, hann mætti vera þykkari og handföngin (hefði sennilega geta hert skrúfurnar betur þar sem þau eru laus).
i5 4670K//R9 290//Gigabyte GA-Z87-D3HP//Crucial Ballistix Sport (4x8GB)-----HD650//Mad Dogs//Porta Pro//CX 5.00// HD 4.30//M-Audio BX8