Góða kvöldið,
ég er að lenda í vandræðum með stöð 2 appið fyrir apple tv. Það slekkur á sér ef ég reyni að spila þætti eða kvikmyndir og ég fer aftur í apple tv menu. Stöðvarnar virka fínt. Búinn að prófa að logga mig út og inn aftur og restarta apple tv. Kannast einhver við þetta eða hefur hugmynd um hvað ég get prófað að gera?
Stöð 2 appið fyrir apple tv slekkur á sér
Re: Stöð 2 appið fyrir apple tv slekkur á sér
Ég lenti í þessu áðan en svo reyndi ég að spila aðra mynd og þá virkaði það fínt. Veit ekki hvort þetta er eitthvað tilfallandi eða hvort þetta hangir á ákveðnum myndum. Það eina sem ég veit fyrir víst um þetta app er að það er klárlega versta streymisappið sem ég nota.
Re: Stöð 2 appið fyrir apple tv slekkur á sér
Held það eina til að prófa sé uninstall og reinstall. Ekki líklegt til að laga þetta en það er ekki mikið sem maður getur gert sem notandi svo það sakar ekki.