Sælir Vaktarar
Langaði að deila nokkrum myndum af sunnudagsföndrinu fyrir áhugasma. Var að setja saman 60% Gingham lyklaborð sem ég er búinn að vera að týna íhluti í upp á síðkastið. Sá mynd af svona borði síðastliðið haust og varð strax dolfallinn. Allir íhlutur á borðinu eru "trough hole" á prentplötunni en ekki "surface mount" eins og venjan er í dag. Einnig eru allir íhlutirnir staðsettir undir plexiglerplötu á toppnum á borðinu svo þeir eru vel sjáanlegir, mjög flott lúkk að mínu mati.
Partalistinn endaði sem eftirfarandi:
Base: Gingham 60%
Rofar: Cherry MX Silent Red
Stabilizers: Cherry MX Board mount
Lube: Super Lube PTFE
Hnappahattar: Sérprentaðir ABS hattar með íslensku letri, bláir og hvítir
Kapall: Sérsmíðaður Mini USB, blá snúra með hvítu sleeving
Er ennþá að leika mér aðeins með að búa til firmware eftir mínu höfði til að fá FN-layer með öllu því sem mig langar en þar sem borðið notar open-source QMK firmware þá er ekkert mál að breyta og bæta, nóg til af upplýsingum um það á netinu.
Fyrir mína parta þá er borðið mjög solid, ánægður með hvernig það kom út útlitslega séð og mjög þæginlegt að skrifa á það. Læt fylgja með nokkrar myndir af borðinu komið saman og í samsetningarferlinu
[Build Log] - 60% Gingham lyklaborð
[Build Log] - 60% Gingham lyklaborð
Aðaltölva: Dell Latitude 7480 | i7-7600u | 32GB DDR4 | 1TB SSD | 14"IPS
In-house streaming tölva: Ryzen 5600X | Gigabyte B550I Aorus Pro AX | 32GB 3600MHz | 1TB Samsung 980 Pro PCIe 4.0 | GTX960
Löglegt WinRAR leyfi
In-house streaming tölva: Ryzen 5600X | Gigabyte B550I Aorus Pro AX | 32GB 3600MHz | 1TB Samsung 980 Pro PCIe 4.0 | GTX960
Löglegt WinRAR leyfi
Re: [Build Log] - 60% Gingham lyklaborð
Djöfull er þetta geggjað verkefni!
youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS
Re: [Build Log] - 60% Gingham lyklaborð
Hvar fékstu hattana?
AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED
Re: [Build Log] - 60% Gingham lyklaborð
Hannaði þá sjálfur og fékk síðan WASD til að prenta fyrir mig - https://www.wasdkeyboards.com/Nariur skrifaði:Hvar fékstu hattana?
Aðaltölva: Dell Latitude 7480 | i7-7600u | 32GB DDR4 | 1TB SSD | 14"IPS
In-house streaming tölva: Ryzen 5600X | Gigabyte B550I Aorus Pro AX | 32GB 3600MHz | 1TB Samsung 980 Pro PCIe 4.0 | GTX960
Löglegt WinRAR leyfi
In-house streaming tölva: Ryzen 5600X | Gigabyte B550I Aorus Pro AX | 32GB 3600MHz | 1TB Samsung 980 Pro PCIe 4.0 | GTX960
Löglegt WinRAR leyfi
-
- Bara að hanga
- Póstar: 1591
- Skráði sig: Þri 02. Nóv 2010 20:42
- Staðsetning: Cicada - 3301
- Staða: Ótengdur
Re: [Build Log] - 60% Gingham lyklaborð
Þetta er flott!!
moddaðir þú stabilizerana ?
Bandade mod klippt og lube?
moddaðir þú stabilizerana ?
Bandade mod klippt og lube?
Asrock X570 Taichi - Ryzen 7-3800X @ 4.6 ghz -
G.Skill 16GB (2x8GB) Trident Z 3600MHz - be quiet! Dark Power Pro 11 850W - GTX3080
Samsung 950pro 256Gb/Vatnskælt - Samsung 960Pro 512Gb Raid0 - 2Tb Samsung 1TB 970 EVO CUSTOM Vökva Kæling C.A.S.E.L.A.B.S
G.Skill 16GB (2x8GB) Trident Z 3600MHz - be quiet! Dark Power Pro 11 850W - GTX3080
Samsung 950pro 256Gb/Vatnskælt - Samsung 960Pro 512Gb Raid0 - 2Tb Samsung 1TB 970 EVO CUSTOM Vökva Kæling C.A.S.E.L.A.B.S
Re: [Build Log] - 60% Gingham lyklaborð
Akkúrat núna eru stabilisers eins og þeir koma beint af beljunni með smá lube en band-aid mod er á dagskrá. Þarf bara að kaupa plástra fyrstjojoharalds skrifaði:Þetta er flott!!
moddaðir þú stabilizerana ?
Bandade mod klippt og lube?
Aðaltölva: Dell Latitude 7480 | i7-7600u | 32GB DDR4 | 1TB SSD | 14"IPS
In-house streaming tölva: Ryzen 5600X | Gigabyte B550I Aorus Pro AX | 32GB 3600MHz | 1TB Samsung 980 Pro PCIe 4.0 | GTX960
Löglegt WinRAR leyfi
In-house streaming tölva: Ryzen 5600X | Gigabyte B550I Aorus Pro AX | 32GB 3600MHz | 1TB Samsung 980 Pro PCIe 4.0 | GTX960
Löglegt WinRAR leyfi
-
- Geek
- Póstar: 835
- Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur