Draga þessir aðilar 19% vsk af þegar varan er send til Íslands t.d.?
Ég setti nokkrar vörur í körfu og fór í checkout as guest og já, þeir virðast draga 19% frá uppgefnu verð. Sendingarkostnaður með DHL líka frekar sanngjarn sýnist mér.
overclockers.co.uk hef reynst mér best þegar ég panta til Íslands að utan.
Þú sérð verðið með frádregnum vsk þegar þú velur shipping í körfunni.
Stundum ekki nema 2-3 dagar í shipping.
Ég prófaði scan.co.uk einu sinni, mæli ekki með.
Bourne skrifaði:overclockers.co.uk hef reynst mér best þegar ég panta til Íslands að utan.
Þú sérð verðið með frádregnum vsk þegar þú velur shipping í körfunni.
Stundum ekki nema 2-3 dagar í shipping.
Er að setja saman rysen build þannig að ég skoðaði hvað örgjörvi, nvme og ram kostuðu þarna. Komið hingað með vask, 151k...nákvæmlega sömu vörur hjá tölvutek? 214k. Þannig að ég mun skoða þessa síðu ítarlega á næstunni.
Yfirleitt er verðið mjög svipað þegar þú ert búinn að reikna vsk og sendingarkostnað, þ.e.a.s. ef þú skoðar verðin í litlu búllunum heima.
Hinsvegar ef þú ert að taka marga hluti þá lækkar kostnaður hlutfallslega, tók íhluti í 3 tölvur frá OCuk fyrir nokkrum árum og það kom vel út.
Myndi samt sleppa því að taka hluti eins og kassa, einfaldlega ekki þess virði að borga 20k í shipping fyrir hlut sem kostar 20k. (En svo vilja alvöru menn bara custom SFF kassa að sjálfsögðu ).
Bara svona ef menn vilja heyra um fleiri góðar verslanir þá mæli ég með highflow.nl... ég panntaði kassa og eitthvað fleira (kælingu, sleeved kapla) og fékk það sent heim að dyrum á innan við viku fyrir 45 evrur... og þetta var huge kassi utan um tölvukassann og restina af dótinu (á stærð við 3-4 turnkassa), og sendingarkostnaðurinn hækkaði ekkert þótt ég bætti þessum hlutum við.
þeir voru líka með ódýrasta verðið á þeim kassa sem mér langaði í og það fylgdi sleikjó með sendingunni
Ég renni yfir verðin heima vs. úti og ákveð hvort það sé nóg til að réttlæta pöntunina erlendis frá, einnig vinn ég mikið í noregi sem er frekar þægilegt, raftæki eru á sérlega góðu verði hér ásamt því að ég fæ VSK til baka svo ég hef keypt slatta af tölvudóti hér úti.
Í gegnum tíðina líka reglulega á hinum og þessum vefsíðum, hef hreinlega ekki lent í vandræðum með það ennþá, en ekki gleyma sendingarkostnaðinum og vsk. ofan á allt saman.
Hizzman skrifaði:var að panta á computeruniverse.
mITX móðurborð og kassi. verð með sendingarkostnaði 138evrur eða ca 19þ + ísl gjöld
sendingin er ca 25 evrur
Ég pantaði frá overclockers.uk kl 23 í gærkvöldi "miðvikudagur" fékk svo póst frá þeim kl 13:30 í dag að búið væri að senda pöntunina af stað, fékk svo sms frá DHL Express kl 16:00 í dag að áætluð afhending á pakkanum væri á morgun föstudag.
Það er ekkert verið að draga lappirnar !
ætla ekki að mæla með https://www.computeruniverse.net/de/
pantaði minni þaðan 7febrúar. Fóru frá Þýskalandi gegnum dhl 11febrúar. Nú er kominn 22 feb og tracking hefur ekkert uppfærst síðan þá.
Shipping átti að fara frá DHL yfir á póstinn. Miðað við það sem ég er að heyra þessa dagana þá er líkega Pósturinn að drulla eða pakkanum hefur einfaldlega verið stolið. Hef pantað nokkrum sinnum í gegnum dhl alla leið og aldrei vesen. 3-5 virkir dagar.
Last edited by mercury on Sun 23. Feb 2020 01:34, edited 1 time in total.
i9 10900k - asus maximus formula - RTX 3090 asus rog strix oc - TridentZ 32gb ddr4 4000 cl17 - 2tb 970 evo plus - phanteks enthoo 719 - be quiet dp 1200w - Full custom loop 2x360 2x480 2xd5 - Samsung odyssey G7