Langaði aðallega að dreila með ykkur einu furðulegasta hardware veseni á tölvunni minni sem ég man eftir.
Þetta var vægast sagt spes vandamál, þegar ég sting í einhverri usb græju þá er góður möguleiki á að skjárinn verði bara svartur og ekkert að frétta að öðru leiti nema viftur og annað sem og hljóð heldur áfram að spilast. Einnig áttu orkufrek wifi tæki eins og Alfa AWUS036ACH til að detta út og inn.
Þetta er semi gamalt system með 7700k ,vega64 og vatnskælt.
Þetta var svosem vandamál sem var hægt að lifa með, og grunaði mann lengi að þetta væri eitthvað driver ,skjákorts eða móðuborðs tengt. En viti menn, þegar ég skipti um PSU þá hættir þetta rugl gjörsamlega og til öryggis prufaði ég þriðja psu´ið og ekki krælir á þessu böggi lengur.
Ég ætla ekki að böggast útí 4ára DarkPower pro11 850W þar sem gjörsamlega allt hefur eyðilagst í þessari tölvu eftir að ég notaði non-spec DPport kapal í tölvuna í den,(ebay) sem var með tengdan 5V við pinna sem átti að vera 0V. Þetta eru fyrsta flokks aflgjafar uppá transient lód, spennureglun og lág í gáru spennu. En ég ætla að prufa að reyna á 5ára ábyrgðina hjá Bequiet

Það væri óskandi ef það væri hérna einhver sérfróður í ólínulegum spenngjöfum eins og ATX psu, sem gæti útskýrt af hverju aflgjafinn verður svona viðkvæmur fyrir álagsbreytingu á 5V línunni.