Þar sem þú ert með makka þá ertu nú þegar með forritunarmálið Python á vélinni þinni. Getur farið í Terminal forritið, slegið inn skipuna "python" og þá ertu kominn í það sem er kallað REPL skel fyrir Python; þ.e. forrit sem leyfir þér að keyra forritabúta í rauntíma.
Ég myndi síðan skoða til dæmis þessa bók:
https://automatetheboringstuff.com. Þetta er bók sem byrjar alveg í grunninum en reynir að láta mann gera gagnlega hluti alveg frá byrjun í stað þess að gera þessi venjulegu "láttu notandann slá inn tvær tölur og leggðu þær síðan saman" forrit sem maður er látinn gera aftur og aftur á fyrstu önninni í tölvunarfræði.
Gætir líka skoðað þessa bók:
https://learnpythonthehardway.org/python3/, en hún er ekki ókeypis á netinu eins og hin. Þarft að kaupa PDF eintak til að sjá meira en fyrstu 8 æfingarnar (eða, þú veist, piratebay). Hún er aðeins meira hardcore. Byrjar í grunninum eins og hin en fer miklu fyrr í flóknari tölvunarfræði þar sem þú þarft að pæla í hlutum eins og reiknanleika, version-control og kóðastrúktúrnum sjálfum.