Apple extreme - bilaður spennugjafi

Svara
Skjámynd

Höfundur
arnarj
Gúrú
Póstar: 548
Skráði sig: Mán 28. Okt 2002 22:40
Staðsetning: 113 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Apple extreme - bilaður spennugjafi

Póstur af arnarj »

Er með gamlan apple airport extreme router (A1143). Spennugjafi virðist vera bilaður þar sem það er ekki ljós framan á honum lengur en LAN ljós aftan á honum blikka grænu.

Á spennugjafanum stendur:
input: AC 100-240V 50-60Hz 0,5A
output: 12V (bein lína og þrjú strik undir línu) 1.8A

Þessi umræða virðist staðfesta að um bilun í spennugjafa sé að ræða:
https://www.ifixit.com/Answers/View/144 ... on't+start

Mín spurning er hvernig ég gæti sloppið á sem einfaldastan og ódýrastan hátt frá þessu, þ.e. reddað spennugjafa frekar en að kaupa nýjan router með tilheyrandi veseni.

Væri frábært ef menn með þekkingu gætu bent mér í rétta átt, þ.e. hvað ég gæti keypt hér á Íslandi :)
Skjámynd

eriksnaer
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 382
Skráði sig: Mið 01. Ágú 2012 12:28
Staðsetning: Mosfellsbær
Staða: Ótengdur

Re: Apple extreme - bilaður spennugjafi

Póstur af eriksnaer »

https://www.computer.is/is/product/spen ... 1a-acpa001

Þessi ætti að ganga ef einn af endunum 6 er eins.
Minnir að það skipti síðan máli hvernig endinn er settur í hvort plúsinn sé inní eða utaná, ætti að standa í manual.
Hef notað svona til að redda switch sem spennugjafi gaf sig á...
15.6" Lenovo Y700 - 4k skjár, i7, DDR4
Skjámynd

Höfundur
arnarj
Gúrú
Póstar: 548
Skráði sig: Mán 28. Okt 2002 22:40
Staðsetning: 113 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Apple extreme - bilaður spennugjafi

Póstur af arnarj »

eriksnaer skrifaði:https://www.computer.is/is/product/spen ... 1a-acpa001

Þessi ætti að ganga ef einn af endunum 6 er eins.
Minnir að það skipti síðan máli hvernig endinn er settur í hvort plúsinn sé inní eða utaná, ætti að standa í manual.
Hef notað svona til að redda switch sem spennugjafi gaf sig á...
En þessi er 1A output, þarf ég ekki 1.8A eða 2A?
Skjámynd

eriksnaer
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 382
Skráði sig: Mið 01. Ágú 2012 12:28
Staðsetning: Mosfellsbær
Staða: Ótengdur

Re: Apple extreme - bilaður spennugjafi

Póstur af eriksnaer »

arnarj skrifaði:
eriksnaer skrifaði:https://www.computer.is/is/product/spen ... 1a-acpa001

Þessi ætti að ganga ef einn af endunum 6 er eins.
Minnir að það skipti síðan máli hvernig endinn er settur í hvort plúsinn sé inní eða utaná, ætti að standa í manual.
Hef notað svona til að redda switch sem spennugjafi gaf sig á...
En þessi er 1A output, þarf ég ekki 1.8A eða 2A?
Jú, horfði bara í 0,5A í fljótfærni (inputið)

https://www.computer.is/is/product/spen ... -psupeu27w
Þessi ætti þá að ganga, gefur allt að 2,25A á 12V

Gildir sama með endann, passa hvenrig hann snýr og ekki verra að teipa fastan með einangrunarteipi...
15.6" Lenovo Y700 - 4k skjár, i7, DDR4

Opes
FanBoy
Póstar: 761
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 12:02
Staða: Ótengdur

Re: Apple extreme - bilaður spennugjafi

Póstur af Opes »

Hérna er einn original notaður ódýr á eBay
Skjámynd

Höfundur
arnarj
Gúrú
Póstar: 548
Skráði sig: Mán 28. Okt 2002 22:40
Staðsetning: 113 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Apple extreme - bilaður spennugjafi

Póstur af arnarj »

Takk fyrir aðstoðina, fékk einfaldan spennugjafa 12V og 2A með réttu áföstu tengi 5,5mm x 2,5mm (vel ekki mismunandi plug) í íhlutum á einungis 2,6þ :happy
Svara