Hraðavandamál

Svara

Höfundur
HringduEgill
Ofur-Nörd
Póstar: 259
Skráði sig: Mið 12. Feb 2014 12:56
Staða: Ótengdur

Hraðavandamál

Póstur af HringduEgill »

Sælir Vaktarar!

Einhverjir ykkar hafa verið að taka eftir hraðavandamálum á kvöldin en ég hef rætt við allavega þrjá ykkar um helgina. Í stuttu máli þá fórum við í kerfislegar breytingar upp úr 10. des sem snýr að kúnnum á neti Mílu, bæði kopar og ljósleiðara. Þessar breytingar eiga að vera til hagsbóta (m.a. að skila betri hraða til viðskiptavina!) en það er greinilegt að upp er komið vandamál sem við fórum fyrst virkilega að finna fyrir núna rétt fyrir síðustu helgi. Vandamálið sjálft liggur sennilega í samtengingum milli okkar og Símans en er ekki Mílu megin. Við ásamt tæknimönnum Símans erum að vinna í að finna lausn og vonumst til að hún komi fljótlega.

Ég vil þakka þeim sem hafa hjálpað okkur að finna út úr þessu með því að svara spurningum frá mér og senda hraðaniðurstöður. Það hafa allir verið alveg ótrúlega þolinmóðir og skilningsríkir, eins pirrandi og það er að vera með lélegt net á kvöldin. Takk innilega fyrir það.

Að lokum -- þið sem eruð hjá okkur með farsímaáskrift þá getur hjálpað að breyta farsímanum í hotspot og nota það sem heimanet meðan vandamál er til staðar.

Ég mun uppfæra þennan þráð um leið og einhverjar breytingar hafa átt sér stað!

Kveðja,
Egill

gorkur
Græningi
Póstar: 44
Skráði sig: Mið 27. Feb 2013 21:35
Staða: Ótengdur

Re: Hraðavandamál

Póstur af gorkur »

Takk fyrir mig, efast ekki um að þið reddið þessu ASAP :)

kjartanbj
Gúrú
Póstar: 559
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Staða: Ótengdur

Re: Hraðavandamál

Póstur af kjartanbj »

Erlenda hjá mér er líka mjög hægt, lengi að opna myndir af imgur td þegar ég er að browsa reddit td, hinsvegar er YouTube og Netflix og svona í fínu lagi

brikir
Nýliði
Póstar: 16
Skráði sig: Þri 17. Okt 2017 03:09
Staða: Ótengdur

Re: Hraðavandamál

Póstur af brikir »

Takk.

Þú hafðir samband við mig, ég hef verið á RHnetinu síðustu ár og undantekningarlaust fengið flatt ~90 Mbps upload rate þegar ég er að uploada á Streamable. Þeas aldrei lent í þessu vandamáli áður.

Núna er ég nýfluttur, bæði í nýtt hús og með þjónustuna til ykkar, og hef lent í því seinustu 2 kvöld að vídjó sem ég byrja að uploada "festist" í 5-7 Mbps upload (sennilega er það miklu lægra, tekur heila eilífð, en viðmótið gefur samt þessa tölu upp).

Á sama tíma er allt annað viðunandi; RÚV streymi höktir ekki og Speedtest (Ísafjörður - Snerpa) gefur upp 496 Mbps download og 292 Mpbs upload.

Það eru svona 50% líkur á því að þetta gerist - ég get lagað þetta með því að cancela og byrja uploadið upp á nýtt, stundum þarf reyndar nokkrar atrennur. Þetta truflar mig því ekki lengur, en vonandi getur þetta hjálpað bilanagreiningu (ef þetta er þá tengt yfir höfuð...)

Höfundur
HringduEgill
Ofur-Nörd
Póstar: 259
Skráði sig: Mið 12. Feb 2014 12:56
Staða: Ótengdur

Re: Hraðavandamál

Póstur af HringduEgill »

kjartanbj skrifaði:Erlenda hjá mér er líka mjög hægt, lengi að opna myndir af imgur td þegar ég er að browsa reddit td, hinsvegar er YouTube og Netflix og svona í fínu lagi
Það er sennilega tengt því að vinsælasta efnið á Netflix og YouTube er speglað og því minni líkur á að maður finni fyrir því.

Höfundur
HringduEgill
Ofur-Nörd
Póstar: 259
Skráði sig: Mið 12. Feb 2014 12:56
Staða: Ótengdur

Re: Hraðavandamál

Póstur af HringduEgill »

brikir skrifaði:Takk.

Þú hafðir samband við mig, ég hef verið á RHnetinu síðustu ár og undantekningarlaust fengið flatt ~90 Mbps upload rate þegar ég er að uploada á Streamable. Þeas aldrei lent í þessu vandamáli áður.

Núna er ég nýfluttur, bæði í nýtt hús og með þjónustuna til ykkar, og hef lent í því seinustu 2 kvöld að vídjó sem ég byrja að uploada "festist" í 5-7 Mbps upload (sennilega er það miklu lægra, tekur heila eilífð, en viðmótið gefur samt þessa tölu upp).

Á sama tíma er allt annað viðunandi; RÚV streymi höktir ekki og Speedtest (Ísafjörður - Snerpa) gefur upp 496 Mbps download og 292 Mpbs upload.

Það eru svona 50% líkur á því að þetta gerist - ég get lagað þetta með því að cancela og byrja uploadið upp á nýtt, stundum þarf reyndar nokkrar atrennur. Þetta truflar mig því ekki lengur, en vonandi getur þetta hjálpað bilanagreiningu (ef þetta er þá tengt yfir höfuð...)
Takk, kem þessu áfram!

kjartanbj
Gúrú
Póstar: 559
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Staða: Ótengdur

Re: Hraðavandamál

Póstur af kjartanbj »

Núna í morgunsárið er allt mjög hratt og fínt, sjáum hvernig þetta verður seinnipartinn

Höfundur
HringduEgill
Ofur-Nörd
Póstar: 259
Skráði sig: Mið 12. Feb 2014 12:56
Staða: Ótengdur

Re: Hraðavandamál

Póstur af HringduEgill »

Hæ.

Það var mjög líklegur sökudólgur fundinn í gær upp úr 21. Eftir að breyting átti sér stað sáum við stóraukinn hraða á þeim tengingum sem hafa verið að lenda í vandræðum. Munum að sjálfsögðu fylgjast áfram með þessu og ef einhver fær slæmt net í kvöld myndi ég gjarnan vilja fá skilaboð!

Takk.
Skjámynd

Jón Ragnar
Geek
Póstar: 835
Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Hraðavandamál

Póstur af Jón Ragnar »

HringduEgill skrifaði:Hæ.

Það var mjög líklegur sökudólgur fundinn í gær upp úr 21. Eftir að breyting átti sér stað sáum við stóraukinn hraða á þeim tengingum sem hafa verið að lenda í vandræðum. Munum að sjálfsögðu fylgjast áfram með þessu og ef einhver fær slæmt net í kvöld myndi ég gjarnan vilja fá skilaboð!

Takk.

Og hérna gott fólk, sjáum við í hnotskurn, góða og faglega þjónustu.


Takk fyrir gott transparency Egill

CCNA Collaboration
CCNA Voice
CCNA Video

gorkur
Græningi
Póstar: 44
Skráði sig: Mið 27. Feb 2013 21:35
Staða: Ótengdur

Re: Hraðavandamál

Póstur af gorkur »

Virðist allt vera komið í lag hérna :)
Svara