[Nútímatækni] GDPR

Skjámynd

Moldvarpan
Of mikill frítími
Póstar: 1722
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Staða: Ótengdur

Re: [Nútímatækni] GDPR

Póstur af Moldvarpan »

Hvað skreið uppí rassgatið á þér? Þvílíka neikvæðnin frá þér nýlega.

Ef þessi fyrirtæki ætla að loka á heila heimsálfu, þá er það þeirra missir. Það hljóta flestir að sjá það.
Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Re: [Nútímatækni] GDPR

Póstur af appel »

Moldvarpan skrifaði:Hvað skreið uppí rassgatið á þér? Þvílíka neikvæðnin frá þér nýlega.

Ef þessi fyrirtæki ætla að loka á heila heimsálfu, þá er það þeirra missir. Það hljóta flestir að sjá það.
Þetta er óþarfa dónaskapur.

Eina sem ég vil er óheftur aðgangur að internetinu.
Ef einhver æðri stjórnvöld setja reglur og lög sem banna mér að fara á einhverjar vefsíður, t.d. vefsíður fjölmiðla, þá set ég stórt spurningarmerki við það.
Ég óska þess að aðrir sjái það sem ég sé, þessa afbrigðun á eðli tjáningarfrelsins, að það sé háð samþykki stjórnvalda, svo er ekki. Kannski þú viljir að þér sé hafnað um upplýsingar því þín stjórnvöld segja að þú megir ekki fá þær upplýsingar?
*-*
Skjámynd

Höfundur
chaplin
Kóngur
Póstar: 4264
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Staða: Ótengdur

Re: [Nútímatækni] GDPR

Póstur af chaplin »

appel skrifaði: Eina sem ég vil er óheftur aðgangur að internetinu.
Ef einhver æðri stjórnvöld setja reglur og lög sem banna mér að fara á einhverjar vefsíður, t.d. vefsíður fjölmiðla, þá set ég stórt spurningarmerki við
Ég held að þú sért kannski að misskilja þetta, það er engin æðri stjórnvöld að loka á neinar síður eða ritskoða neitt, það eru vefsíðurnar sem eru að loka á þig því þær eru ekki að virða einkalíf þitt á netinu. Hingað til hef ég þó eingöngu séð tímabundnar lokanir, þannig ég geri ráð fyrir því að allar þessar vefsíður séu að vinna í því að innleiða GDPR, en hafa ekki náð að klára innleiðinguna. :)

Þú ættir að vera ánægður með þessar breytingu, og ef einhvað er að þá hugsa ég að það verði algengara að aðila utan EU noti VPN til að nýta góðs af GDPR, ekki öfugt. :happy

edit ég vill samt ekkert þræta þetta við þig, þú hefur 100% rétt á þínum skoðunum. :happy
youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS
Skjámynd

Moldvarpan
Of mikill frítími
Póstar: 1722
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Staða: Ótengdur

Re: [Nútímatækni] GDPR

Póstur af Moldvarpan »

https://kjarninn.is/frettir/2018-05-29- ... ign=buffer

Þetta er á leiðinni í lög, flott mál.

Hef nú þegar fengið tölvupóst frá nokkrum fyrirtækjum sem eru með allt sitt á hreinu. Kann að meta það.
Skjámynd

Höfundur
chaplin
Kóngur
Póstar: 4264
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Staða: Ótengdur

Re: [Nútímatækni] GDPR

Póstur af chaplin »

Moldvarpan skrifaði:https://kjarninn.is/frettir/2018-05-29- ... ign=buffer

Þetta er á leiðinni í lög, flott mál.

Hef nú þegar fengið tölvupóst frá nokkrum fyrirtækjum sem eru með allt sitt á hreinu. Kann að meta það.
SNILLD!!!
youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS
Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Re: [Nútímatækni] GDPR

Póstur af appel »

chaplin skrifaði:
appel skrifaði: Eina sem ég vil er óheftur aðgangur að internetinu.
Ef einhver æðri stjórnvöld setja reglur og lög sem banna mér að fara á einhverjar vefsíður, t.d. vefsíður fjölmiðla, þá set ég stórt spurningarmerki við
Ég held að þú sért kannski að misskilja þetta, það er engin æðri stjórnvöld að loka á neinar síður eða ritskoða neitt, það eru vefsíðurnar sem eru að loka á þig því þær eru ekki að virða einkalíf þitt á netinu. Hingað til hef ég þó eingöngu séð tímabundnar lokanir, þannig ég geri ráð fyrir því að allar þessar vefsíður séu að vinna í því að innleiða GDPR, en hafa ekki náð að klára innleiðinguna. :)

Þú ættir að vera ánægður með þessar breytingu, og ef einhvað er að þá hugsa ég að það verði algengara að aðila utan EU noti VPN til að nýta góðs af GDPR, ekki öfugt. :happy

edit ég vill samt ekkert þræta þetta við þig, þú hefur 100% rétt á þínum skoðunum. :happy
Það eru margar leiðir til að ritskoða sem felast ekki í því að beinlínis banna eða ritskoða beint.

Skattlagning er ein leið. Ef þú skattleggur t.d. fjölmiðla 90%, þá munu án efa margir loka dyrunum, ekki rétt? Önnur leið er að setja lög sem skylda t.d. alla einstaklinga sem vilja nota spjallborð að skrá sig hjá yfirvöldum. Þetta er ekki beinlínis bann við neinu, en það eru margir sem myndu ekkert vilja þurfa skrá sig sérstaklega til að geta tjáð sig, og myndu þar með ekki geta tjáð sig þar sem þeir eru ekki skráðir, og sektin við að tjá sig óskráður væri óheyrileg.

Að setja lög sem geta sektað fyrirtæki í gjaldþrot fyrir minnstu frávik eða mistök við meðhöndlun persónuupplýsinga, það hefur sambærileg áhrif. Fyrirtækin vilja ekki taka slíka áhættu. Fréttamiðlar sumir loka sem eru ekki vissir um þessi lög, og mikið af fyrirtækjum í raun losa sig við þessa ábyrgð með því að losa sig við allt sem gæti skapað slíkt "liability".

Þetta spjall er t.d. byggt á phpBB kerfinu, þar er mikið af gögnum skráð sem væri alveg hægt að flokka sem persónuupplýsingar, en ég stórefast um að það uppfylli kröfur þessara laga. Guðjón verður því að ákveða hvort hann vilji taka áhættu á að reka þetta spjall áfram óbreytt, eða lagfæra það með miklum kostnaði, eða loka því.

Þessvegna tala ég um ritskoðun, því áhrifin eru þau sömu.
*-*
Skjámynd

Moldvarpan
Of mikill frítími
Póstar: 1722
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Staða: Ótengdur

Re: [Nútímatækni] GDPR

Póstur af Moldvarpan »

Meðal þess sem kveðið er á um í frum­varp­inu er heim­ild Per­sónu­verndar til að leggja dag­sektir allt að 200 þús­und krón­ur, sem og stjórn­valds­sektir á ábyrgð­ar- eða vinnslu­að­ila frá 100 þús­und krónum upp í 2,4 millj­arða eða allt að 4 pró­sentum af árlegri heild­ar­veltu fyr­ir­tæk­is­ins á heims­vísu ef brotið er gegn ákveðnum ákvæðum lag­anna.
Kominn tími til að fyrirtæki þurfa að fara persónuvernd alvarlega. Mörg dæmi um slæm vinnubrögð hérlendis hjá fjarskipta fyrirtækjunum undanfarin ár.

Serverar hackaðir og viðkvæmum gögnum lekið.
Nú verða viðurlög við álíka heimsku.

Þetta er stórt skref fram á við.
Skjámynd

Höfundur
chaplin
Kóngur
Póstar: 4264
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Staða: Ótengdur

Re: [Nútímatækni] GDPR

Póstur af chaplin »

appel skrifaði:quote
En það er ekki verið að skattleggja fjölmiðla um 90% eða neitt slíkt, eingöngu að segja þeim, og öllum öðrum fyrirtækjum, ekki safna upplýsingum um notendur sem þið hafið ekkert við að gera (annað en að selja), og þær upplýsingar sem þið vistið, vistið þær upplýsingar á öruggum stað þannig ef það er brostist inn til ykkar, að þá bitnar það ekki á notendum.

Bókstaflega ekkert annað. Það er ekki verið að níðast á fréttamiðlum, þessi lög gilda um alla, og ef Google og Facebook geta fylgt þessum lögum að þá hafa fréttasíður bókstaflega enga afsökun. Aftur á móti, án GDPR hafa samfélagsmiðlar eins og Facebook notað upplýsingar um þig, til að stýra þínum hugsunum með því að bókstaflega vita allt um þig og birta því fyrst og fremst fréttir sem höfða til þín.

FB: "Við vitum að þú elskar Donald Trump, svo hér er frétt um hvað Hillary sé vond kona!" (og öfugt..)

Þegar þú ferð td. inn á Yahoo, ertu samstundis að samþykkja það að þeir séu að fara deila upplýsingum um þig með yfir 100 fyrirtækjum (heimild - GDPR Hall of Shame), er það eðlilegt? :-k

Varðandi Vaktina, að þá getur vel verið að Vaktin (eða uppsetning phpBB) sé í góðu lagi, við þurfum ekki að gefa upp kortanúmer, kennitölu, nafn á kettinum eða neitt slíkt, eingöngu notendanafn, lykilorð og póstfang. Kannski það eina sem þarf að breyta er hvernig þessar upplýsingar eru vistaðar ef þær eru núna allar í sama gagnagrunni og/eða töflum. :)

En verum bara sammála að við séum ósammála vinur, það er líka bara allt í lagi. :happy
youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS
Skjámynd

Moldvarpan
Of mikill frítími
Póstar: 1722
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Staða: Ótengdur

Re: [Nútímatækni] GDPR

Póstur af Moldvarpan »

Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1478
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: [Nútímatækni] GDPR

Póstur af depill »

chaplin skrifaði: Varðandi Vaktina, að þá getur vel verið að Vaktin (eða uppsetning phpBB) sé í góðu lagi, við þurfum ekki að gefa upp kortanúmer, kennitölu, nafn á kettinum eða neitt slíkt, eingöngu notendanafn, lykilorð og póstfang. Kannski það eina sem þarf að breyta er hvernig þessar upplýsingar eru vistaðar ef þær eru núna allar í sama gagnagrunni og/eða töflum. :)

En verum bara sammála að við séum ósammála vinur, það er líka bara allt í lagi. :happy
Vaktin notar Google Analytics og þarf að deila því
Vaktin notar kökur til að geta trackað innskráninguna
Vaktin notar IP tölur sem það vistar í grunni til þess
Vaktin vistar netfangið þitt í grunn fyrir auðkenningu
Vaktin vistar afmælisdaginn þinn
Og ég hef séð einhverja hérna með Facebook tengingu
Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 5917
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: [Nútímatækni] GDPR

Póstur af rapport »

https://www.enforcementtracker.com/


Það er dýrt að klúðra GDPR en það viðrist sem að það sé nær eingöngu hjólað í opinbera aðila

wicket
FanBoy
Póstar: 722
Skráði sig: Mán 07. Sep 2009 09:30
Staða: Ótengdur

Re: [Nútímatækni] GDPR

Póstur af wicket »

Þú ert að lesa vitlaust í töfluna ,það er persónuvernd í hverju ríki sem gefur út sektina.

Þannig hafa British Airways fengið hæstu sekt GDPR, Marriot hótelin í öðru sæti, Google í þriðja og so videre.

Allskonar fyrirtæki hafa fengið sektir, en enn hefur ekkert fyrirtæki á Íslandi fengið sekt.
Svara