Ég hef verið að taka fasteignamyndir undanfarið og Fasteignastofan hefur verið að spyrja mig mikið úti hvort ég geti bætt virtual tour við hjá mér.
Hef verið að skoða þetta og þetta er minna vesen en ég bjóst við. Er búinn að finna mér ca hvaða vél ég ætla nota og hvaða forrit (Cubix). Ég er samt með tölvu sem er ekki beint að éta sig í gegnum þegar ég er að búa til HDR brakekting og er líka í hægar kantinum þegar ég er að vinna í Lightroom, en hún er ekki með i7, 512ssd, 16gb ram en ekkert alvöru skjákort.
Hvað þarf ég að hafa í huga þegar ég er að búa til tölvu fyrir þetta? Ég hugsaði alveg um 27” IMac en ég held að hann dugi ekki í þetta nema þegar ég er kominn uppí 500þús+
*EDIT*
Ég gleymdi að taka það fram en núverandi tölvan mín er fartölva
