Val á fartölvu?

Svara

Höfundur
Alexs
Fiktari
Póstar: 54
Skráði sig: Fös 18. Apr 2008 21:47
Staða: Ótengdur

Val á fartölvu?

Póstur af Alexs »

Daginn

Er farinn að skoða fartölvumarkaðinn þar sem núverandi vél verður 6 ára í febrúar.
Er með low/mid range Asus vél frá late 2013 með 3.gen i3 og 6Gb ddr3 sem er í toppstandi eftir öll þessi ár.
En mig langar að fara færa mig nær nútímanum og finna eitthvað sem er að fara endast mér næstu 6 árin að minnsta kosti.

Þessi vél er ekki hugsuð fyrir leikjaspilun nema leiki frá aldamótum eins og Half life og CM01/02 og svona.
Mögulega að maður grípi í WoW til að prófa classic við tækifæri.
Minniháttar Photoshop fikt og kannski að splæsa saman video fælum fyrir fjölskyldualbúmið.
Það er öll þungavigtarvinnan sem tölvan þyrfti að ráða við.

Er búinn að vera googla og skoða fram og til baka síðustu daga og er kominn með tvær vélar í úrtak það er

https://www.computer.is/is/product/fart ... b-256-w10p

og

https://www.computer.is/is/product/fart ... 8g-gtx1650

Báðar eru með 8GB í ram en stækka strax í 16/24 fer eftir kostnaði.
Ein með intergrated og hin með dedicated skjákort og er það mesti höfuðverkurinn við þetta.

Er þessi kæling á Legion vélunum að gera sig eða er þetta dedicated gpu system að fara skerða líftímann á vélinni?
og þar sem ég vill fikta í Photoshop er þá frekar þörf á því en þessu Intel UHD?

Hvor er framtíðarvænni spyr ég líka.
Hef alltaf verið hrifinn að thinkpad, hef átt 2 slíkar reyndar fyrir 10 árum svo ég veit ekkert hvernig þær eru í dag á móti þessum Legion vélum.

Budgetið er um 160þús kallinn og kosta báðar það sama eins og staðan er við þessi skrif (önnur á tilboði).

Mossi__
Gúrú
Póstar: 526
Skráði sig: Þri 21. Nóv 2017 22:49
Staða: Ótengdur

Re: Val á fartölvu?

Póstur af Mossi__ »

Þær eru báðar með integrated nema Legion er með dedicated líka.

Meiraðsegja er Legion með 630 UHD skjástýringu á meðan hin er með 620 UHD (enginn markverður munur, en bara.. hærri tala betri).

Legion tölvan er meira Future Proof myndi ég segja vegna vélbúnaðarins. (Nýrri örgjörvi með Hyperthreading.. og svo dedicated GPU)

Thinkpad þola meira hnjask reyndar.

En ég á gamla Lenovo y50 (gaming lappi) sem á hrundi skápur.. og hún rétt rispaðist.. þannig að það er langt í að ég bölvi build quality hjá Lenovo.

En.. miðað við notkunarlýsingu þína, þá myndi ég nú segja að báðar þessar tölvur eru overkill :) eða a.m.k. veeeeel futureproof nema eitthvað mikið breytist.
Skjámynd

Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 3981
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Staða: Ótengdur

Re: Val á fartölvu?

Póstur af Klemmi »

Bendi auðvitað á Laptop.is, en annars myndi ég líka taka þessa með í reikninginn, i7 örgjörvi og stærri diskur á sama verði :)

https://m.tolvutek.is/vara/lenovo-ideap ... olva-svort
www.laptop.is
www.ferdaleit.is

Mossi__
Gúrú
Póstar: 526
Skráði sig: Þri 21. Nóv 2017 22:49
Staða: Ótengdur

Re: Val á fartölvu?

Póstur af Mossi__ »

.. já.. og ég veit ekki hvernig WoW myndi keyra á skjástýringu (integrated GPU).

.. ekkert að efast eða þannig. Bara hreinlega veit það ekki.

Ég keypti svona um daginn: https://m.tolvutek.is/vara/lenovo-yoga- ... rtolva-gra

Ég nota hana í digital painting, ritvinnslu og heimstúdíóupptökur.

Svín svín svínvirkar. Ég sé enga ástæðu til að fara í eitthvað öflugra.

Pointið mitt. Miðað við notkunarlýsingu þína OP, þá gætirðu auðveldlega farið í ódýrari vélar.

Höfundur
Alexs
Fiktari
Póstar: 54
Skráði sig: Fös 18. Apr 2008 21:47
Staða: Ótengdur

Re: Val á fartölvu?

Póstur af Alexs »

Er einmitt búinn að liggja yfir laptop.is og þessi L340 lenovo vél lookar vel, ætla einmitt að kíkja á hana þegar ég fer út í búð í hands on check.
Samt pínu skeptískur miðað við reviews um kælinguna og þessa specca

Vill frekar fara aðeins over the top í verði framtíðarinnar vegna

Gassi
spjallið.is
Póstar: 499
Skráði sig: Þri 27. Mar 2007 21:33
Staðsetning: RVK
Staða: Ótengdur

Re: Val á fartölvu?

Póstur af Gassi »

https://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=11&t=81141

Held þetta gæti verið solid vel fyrir þig i abyrgð hja advania siðan okt 19' eg bara lenti i bilslysi og fekk alvarlegann heilahristing og þurfti að droppa ur námi þangað til í sept i fyrsta lagi sem er ástæða sölu. Er með lenovo bakpoka nettann og flottann sem getur farið með a 5þ en eg skoða oll tilboð :)

Gassi
spjallið.is
Póstar: 499
Skráði sig: Þri 27. Mar 2007 21:33
Staðsetning: RVK
Staða: Ótengdur

Re: Val á fartölvu?

Póstur af Gassi »

Og já er með 128gb ss kort fra samsung í henni sem fylgir með

Sinnumtveir
has spoken...
Póstar: 191
Skráði sig: Fim 28. Sep 2017 09:44
Staða: Ótengdur

Re: Val á fartölvu?

Póstur af Sinnumtveir »

Eftir rétt rúman sólarhring (kl. 22:00 mánudaginn 6. jan. 2020) má búast við að AMD kynni næstu kynslóð fartölvuörgjörva sinna. Þeir verða með Zen2 míkróarkitektúr og smíðaðir með 7nm framleiðslutækni. Aðeins meiri óvissa er um hvort grafíkin verður Navi eða Vega sem og hver kjarna/þráðafjöldi er en líklegt er talið að 6 - 8 kjarna fartölvuörgjörvar verði í boði. 1 - 2 mánuðir til eða frá eftir 6 ár er kannski þolanlegt, nú eða kallar fram verðlækkun á því sem þegar er í boði.
Svara