Tengja Xiaomi Mi Box beint við GR Genexis ljósleiðaraboxið

Svara
Skjámynd

Höfundur
beatmaster
Besserwisser
Póstar: 3065
Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
Staða: Ótengdur

Tengja Xiaomi Mi Box beint við GR Genexis ljósleiðaraboxið

Póstur af beatmaster »

Ég tók þá góðu ákvörðun af fjárfesta í Xiaomi Mi Box Android TV frá Nova og sagði upp leigunni á Vodafone TV sem að ég var með.

Ég er með 1GB ljósleiðaratengingu frá Hringdu og er með Genexis box frá Gagnaveitunni, routerinn minn er tengdur við Port 1 og Vodafone TV boxið var tengt á porti 3 (það eru 4 port á boxinu)

Mér skilst að ég geti tengt allt að þrjú tæki við Genexis boxið en mig rámar í gamlar umræður um að það sé ekki gáfulegt að nettengjast beint í Gagnaveitu boxið því að það sé enginn eldveggur þar þannig að ég var að spá í hvort að einhver hér vissi eitthvað um það hvernig þetta er í dag, væri í lagi að tengjast beint eða er það algjört No no, það væri bara svo þægilegt því að ég er með snúrurnar klárar ef að ég get gert það en þarf annars að fara í eitthvað vesen með að rífa upp lista og leggja nýja Cat strengi.

Ástæðan fyrir því að ég er með Mi Boxið snúrutengt er að ég er með boxið undir innréttingu hjá mér og Wifi-ið er ekki nógu gott fyrir mína notkun, ég þurfti að restarta bæði boxinu og router næstum því á klukkutíma fresti til að ná netinu aftur inn þangað til að ég gafst upp og tengdi USB netkort við boxið og allt virkar fínt snúrutengt, líka gott því að ég er með Kodi á boxinu og streymi efni af server á innanhúss LAN og næ því 1GB LAN tengingu.

Hvað segið þið um þessar pælingar?
Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.
Skjámynd

hagur
Vaktari
Póstar: 2917
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tengja Xiaomi Mi Box beint við GR Genexis ljósleiðaraboxið

Póstur af hagur »

Afhverju tengirðu ekki Mi Boxið bara í routerinn? Ef þú tengir beint í ljósleiðaraboxið þá er Mi boxið galopið út á netið og algjörlega óvarið.
Skjámynd

Höfundur
beatmaster
Besserwisser
Póstar: 3065
Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
Staða: Ótengdur

Re: Tengja Xiaomi Mi Box beint við GR Genexis ljósleiðaraboxið

Póstur af beatmaster »

Ég var að spá í þessu því að það er einfalt Plug and Play að tengja beint í boxið, Routerinn er bara tveggja porta og eru þau bæði í notkun.

Ég var svona aðallega með pælingar hvort að það væri en þá þannig að GR boxið væri alveg galopið á netið eða hvort að þetta hefði eitthvað breyst.
Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.

einarth
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 343
Skráði sig: Þri 26. Okt 2010 15:01
Staða: Ótengdur

Re: Tengja Xiaomi Mi Box beint við GR Genexis ljósleiðaraboxið

Póstur af einarth »

Þetta er eins - við viljum ekki hafa neinar lokanir í ljósleiðaraboxinu svo menn geti notað allar þær þjónustur sem þeir kjósa. Hver útfærir svo sitt öryggi með eigin búnaði.

Þekki ekki þetta box - en mögulega er það nokkuð lokað úr kossanum fyrir umferð inná sig.
Skjámynd

Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 6350
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tengja Xiaomi Mi Box beint við GR Genexis ljósleiðaraboxið

Póstur af Sallarólegur »

beatmaster skrifaði:Ég var að spá í þessu því að það er einfalt Plug and Play að tengja beint í boxið, Routerinn er bara tveggja porta og eru þau bæði í notkun.
https://att.is/product/trendnet-5-porta-gigabit-swith
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD

G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller
Svara