Tölvan frís og restartar uppúr þurru
Tölvan frís og restartar uppúr þurru
Góðan dag. Var að uppfæra tölvuna aðeins um daginn og eftir að ég var búinn að setja saman byrjaði tölvan að frjósa öðru hvoru. Nú var ég að skipta um tölvukassa og setja allt inn í hann og vandamálið færist í aukana. Þannig er að þegar ég ræsi tölvuna þá nær hún að starta windows( næstum allataf) en eftir nokkrar min frís hú algjörlega og ekkert hægt að gera nema drepa á henni alveg. Stundum kemur svartur skjá en ekki alltaf. Er búinn að reyna að fara yfir búnaðinn en finn ekkert sem gæti verið að. Er búinn að athuga hvort þetta gæti verið stýrikerfisdiskurinn, tók hann úr og reyndi að setja upp windows af usb lykli á annan ssd disk en tölvan kemst aldrei í gengnum installið án þess að drepa á sér og restarta. Er búinn að taka svissa ram og prufa að starta með bara eina ram stöng í einu en sama vandamál er. Er búinn að taka gpu úr og setja í aftur og athuga plug. Er með nýjasta driver fyrir skjákortið installaðan. Hitastigið er eðlilegt og ný búið að skipta um kælikrem á örgjörfa og skjákorti
Þetta er amd 3700x og asus tuf gaming x570 móðurborð. Gtx 1070 founders edition.
Þetta er amd 3700x og asus tuf gaming x570 móðurborð. Gtx 1070 founders edition.
-
- Vaktari
- Póstar: 2599
- Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
- Staða: Ótengdur
Re: Tölvan frís og restartar uppúr þurru
Hvert er hitastigið á CPU?
Re: Tölvan frís og restartar uppúr þurru
Getur verið að stýrikerfið sé vandamálið?
Gölluð ISO skrá eða eitthvað álíka?
Gætir prufað að sækja aðra iso skrá frá windows, eða bara einhverja útgáfu af linux og prufa að keyra það af usb drifi.
Þú virðist allavega hafa villurprófað allt sem manni myndi detta í hug.
Gölluð ISO skrá eða eitthvað álíka?
Gætir prufað að sækja aðra iso skrá frá windows, eða bara einhverja útgáfu af linux og prufa að keyra það af usb drifi.
Þú virðist allavega hafa villurprófað allt sem manni myndi detta í hug.
Re: Tölvan frís og restartar uppúr þurru
fyrsta sem ég myndi athuga er bios. gæti verið vandamál með bios>memory support.. henda inn nýjasta bios ef þú ert ekki búinn að því.
i9 10900k - asus maximus formula - RTX 3090 asus rog strix oc - TridentZ 32gb ddr4 4000 cl17 - 2tb 970 evo plus - phanteks enthoo 719 - be quiet dp 1200w - Full custom loop 2x360 2x480 2xd5 - Samsung odyssey G7
Re: Tölvan frís og restartar uppúr þurru
Hitastigið er í idle um svona 35 gráður og í 100% um 65 gráður. er með hann vatnskældannSolidFeather skrifaði:Hvert er hitastigið á CPU?
Re: Tölvan frís og restartar uppúr þurru
Grunaði að mað væri málið eða ssd diskurinn með stýrikerfinu væri að klikka. Er búinn að taka hann úr og er að reyna að setja upp windows á annan disk en næ aldrei að klára, drepur alltaf á tölvunniSporður skrifaði:Getur verið að stýrikerfið sé vandamálið?
Gölluð ISO skrá eða eitthvað álíka?
Gætir prufað að sækja aðra iso skrá frá windows, eða bara einhverja útgáfu af linux og prufa að keyra það af usb drifi.
Þú virðist allavega hafa villurprófað allt sem manni myndi detta í hug.
Re: Tölvan frís og restartar uppúr þurru
Er með nokkuð gömul minni keipti þau um 2016 gæti verið málið . Er með bios sem fylgdi með borðinu, hef ekkert uppfært hannmercury skrifaði:fyrsta sem ég myndi athuga er bios. gæti verið vandamál með bios>memory support.. henda inn nýjasta bios ef þú ert ekki búinn að því.
Re: Tölvan frís og restartar uppúr þurru
hef verið að lenda í veseni með reyndar gigabyte borð og z390 borð undanfarið. Þar sem ég næ ekki einusinni að setja upp windows þar sem vélin frýs. Bios uppfærsla hefur alltaf lagað það vesen. Allt annað setup sem þú ert með en það er aldrei að vita.
i9 10900k - asus maximus formula - RTX 3090 asus rog strix oc - TridentZ 32gb ddr4 4000 cl17 - 2tb 970 evo plus - phanteks enthoo 719 - be quiet dp 1200w - Full custom loop 2x360 2x480 2xd5 - Samsung odyssey G7
Re: Tölvan frís og restartar uppúr þurru
Gott að vita ætla að uppfæra bios á morgun vona að það leysi vandannmercury skrifaði:hef verið að lenda í veseni með reyndar gigabyte borð og z390 borð undanfarið. Þar sem ég næ ekki einusinni að setja upp windows þar sem vélin frýs. Bios uppfærsla hefur alltaf lagað það vesen. Allt annað setup sem þú ert með en það er aldrei að vita.
Re: (fixed)Tölvan frís og restartar uppúr þurru
Eftir að ég uppfærði bios virðist allt virka eins og skildi. frekar skrítið að borðunum sé shippað út með fucked bios, en svona gerist bara.
Re: Tölvan frís og restartar uppúr þurru
Mér finnst það nefninlega svo magnað að ef download'ið corrupt'ast á .Iso skránni sem þú þarft til þess að install'a Windows, þá geturu samt alveg install'að af said .Iso og í staðinn færðu bara fucked up Windows með ekkert nema villumeldingum... Maður hefði haldið að ef eitthvað kæmi fyrir skránna sjálfa þá ætti maður ekkert að geta install'að með henni, en nei, getur það alveg, tekur styttri tíma þessvegna, og þú fokkar tölvuni þinni upp með því!Sporður skrifaði:Getur verið að stýrikerfið sé vandamálið?
Gölluð ISO skrá eða eitthvað álíka?
Hef lent í þessu sjálfur! Heavy weird!
Loksins edrú og aldrei í mínu fullorðins lífi liðið betur né liðið jafn mikið eins og manneskju. Nú byrjar restin af lífinu.
Re: (fixed)Tölvan frís og restartar uppúr þurru
Já þetta er mjög sérstakt. En flott að þetta var ekki meira vesen en þetta.halli1987 skrifaði:Eftir að ég uppfærði bios virðist allt virka eins og skildi. frekar skrítið að borðunum sé shippað út með fucked bios, en svona gerist bara.
i9 10900k - asus maximus formula - RTX 3090 asus rog strix oc - TridentZ 32gb ddr4 4000 cl17 - 2tb 970 evo plus - phanteks enthoo 719 - be quiet dp 1200w - Full custom loop 2x360 2x480 2xd5 - Samsung odyssey G7
-
- has spoken...
- Póstar: 191
- Skráði sig: Fim 28. Sep 2017 09:44
- Staða: Ótengdur
Re: (fixed)Tölvan frís og restartar uppúr þurru
Reyndar ekki svo mjög sérstakt, þegar um nýja seríu af borðum, chipset og örgjörfum er að ræða. Alls ekki óalgengt að í kjölfarið finnist vandamál sem ekki höfðu komið fram í prófunum framleiðanda. Ætla má að stór hluti x570 móðurborða sem komin eru í notkun í dag hafi farið frá verksmiðju með "fyrstadagsbios".mercury skrifaði:Já þetta er mjög sérstakt. En flott að þetta var ekki meira vesen en þetta.halli1987 skrifaði:Eftir að ég uppfærði bios virðist allt virka eins og skildi. frekar skrítið að borðunum sé shippað út með fucked bios, en svona gerist bara.