Perur í stigagangi, spurning.

Allt utan efnis
Svara

Höfundur
joker
Fiktari
Póstar: 56
Skráði sig: Þri 20. Okt 2009 22:59
Staðsetning: Spánn
Staða: Ótengdur

Perur í stigagangi, spurning.

Póstur af joker »

Ég bý í litlu fjölbýli á fjórum hæðum.
Ég tók eftir því að þrjár perur lýstu dauft þegar það átti að vera slökkt á þeim. Ég tók eina af þeim úr og reyndist hún vera Led pera. Ég setti venjulega glóperu í staðinn og viti menn, nú virkar allt eðlilega.
Hefur nokkur hér hugmynd um hvað gæti verið í gangi?

arons4
Geek
Póstar: 895
Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
Staða: Ótengdur

Re: Perur í stigagangi, spurning.

Póstur af arons4 »

Er dimmer á þessari kveikingu?
Virkar þetta "eðlilega" ef allar perurnar nema 1 eru led?
Er þetta á tímaliða eða hreyfiskynjara?

Hvað sem það þá er þá ætti þetta alveg að votta heimsókn frá rafvirkja og húsfélagið á að borga það. Getur verið mjög saklaust en það getur verið brunahætta af þessu.

Höfundur
joker
Fiktari
Póstar: 56
Skráði sig: Þri 20. Okt 2009 22:59
Staðsetning: Spánn
Staða: Ótengdur

Re: Perur í stigagangi, spurning.

Póstur af joker »

arons4 skrifaði:Er dimmer á þessari kveikingu?
Virkar þetta "eðlilega" ef allar perurnar nema 1 eru led?
Er þetta á tímaliða eða hreyfiskynjara?

Hvað sem það þá er þá ætti þetta alveg að votta heimsókn frá rafvirkja og húsfélagið á að borga það. Getur verið mjög saklaust en það getur verið brunahætta af þessu.
Takk fyrir svarið Arons4
Nei það er ekki dimmer það er tímaliði á þessu.
Ég held að það séu margr gerðir af perum.
Já ég held að það borgi sig að fá fagmann til að skoða þetta.

Dúlli
Vaktari
Póstar: 2097
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Staða: Ótengdur

Re: Perur í stigagangi, spurning.

Póstur af Dúlli »

joker skrifaði:
arons4 skrifaði:Er dimmer á þessari kveikingu?
Virkar þetta "eðlilega" ef allar perurnar nema 1 eru led?
Er þetta á tímaliða eða hreyfiskynjara?

Hvað sem það þá er þá ætti þetta alveg að votta heimsókn frá rafvirkja og húsfélagið á að borga það. Getur verið mjög saklaust en það getur verið brunahætta af þessu.
Takk fyrir svarið Arons4
Nei það er ekki dimmer það er tímaliði á þessu.
Ég held að það séu margr gerðir af perum.
Já ég held að það borgi sig að fá fagmann til að skoða þetta.
Rafvirki mun segja þér mjög lítið. Prufa fyrst að hafa eins perur í öllum ljósum.

Hvað er þetta gamalt húsnæði ? Líta rofanir út eins og þeir eigi heima á safni ? ef svo þá er mjög líklega kominn tími á að skipta þeim út og kannski draga nýtt í stigahúsið fyrir ljósinn.

En fyrst og fremst settu sömu gerð af perum í öll ljós.

- Kv Rafvirki.
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Perur í stigagangi, spurning.

Póstur af GuðjónR »

Ég var einmitt að skipta út LED peru sem var orðin dauf, allt í einu var bara 20% birta frá henni.
Stundum deyja þær svona, stundum byrja þær að blikka eins og það sé engin morgundagurinn.

joispoi
Nýliði
Póstar: 17
Skráði sig: Mán 03. Nóv 2014 10:33
Staða: Ótengdur

Re: Perur í stigagangi, spurning.

Póstur af joispoi »

Ertu með rofa í stigaganginum sem eru með dauf ljós á takkanum sjálfum sem kvikna þegar slökkt er á ljósunum sjálfum, til að sjá hvar takkinn er þegar ljósin eru slökkt?

birgirb13
Nýliði
Póstar: 18
Skráði sig: Þri 25. Des 2012 17:39
Staða: Ótengdur

Re: Perur í stigagangi, spurning.

Póstur af birgirb13 »

Er með samskonar vandamál. Er í nýlegri blokk (byggð 2017). Vandamálið er í stigahúsi. Þetta er eru svokölluð kubbaljós sem S Guðjónsson er að selja. Þessi ljós eru tengd inn á hreyfiskynjara sem eru á hverri hæð. Í upphafi voru settar eins led perur í öll ljós. Fljótlega fór að bera á því að lýsingin fór að dofna. Er búinn að skipta um perur nokkrum sinnum á þessum tíma. Perur kannski að endast nokkra mánuði per ljós. Erum reyndar að fá rafvirkja útaf öðru vandamáli fljótlega og ætlum að spryja hann út í þetta. Finnst þetta ekki eðlileg ending á perum.

Höfundur
joker
Fiktari
Póstar: 56
Skráði sig: Þri 20. Okt 2009 22:59
Staðsetning: Spánn
Staða: Ótengdur

Re: Perur í stigagangi, spurning.

Póstur af joker »

joispoi skrifaði:Ertu með rofa í stigaganginum sem eru með dauf ljós á takkanum sjálfum sem kvikna þegar slökkt er á ljósunum sjálfum, til að sjá hvar takkinn er þegar ljósin eru slökkt?
Já það eru einmitt þannig rofar

joispoi
Nýliði
Póstar: 17
Skráði sig: Mán 03. Nóv 2014 10:33
Staða: Ótengdur

Re: Perur í stigagangi, spurning.

Póstur af joispoi »

joker skrifaði:
joispoi skrifaði:Ertu með rofa í stigaganginum sem eru með dauf ljós á takkanum sjálfum sem kvikna þegar slökkt er á ljósunum sjálfum, til að sjá hvar takkinn er þegar ljósin eru slökkt?
Já það eru einmitt þannig rofar
Mitt fyrsta gisk væri að þar væri vandamálið. Þetta er í rauninni lítil pera í rofanum sem tekur örlítinn straum. Í innra verki rofans er peran oftast tengd inn á vírinn til loftljóssins. Ég ætla ekki að fara í rafmagnsfræði hér en þó að glóðarpera og led ljós gefi bæði frá sér ljós er tæknin mjög ólík og því hegða þau sér ekki eins í svona aðstæðum, viðnám og straumþörf led perunnar er allt önnur. Ef þú færð kunnáttumann á staðinn, þá er þess virði að fá hann til að opna dósirnar, það er líklegt að það sé stuttur vír tengdur milli tveggja tenginga á baki rofans, það væri áhugavert að sjá hvað gerðist ef hann er tekinn þannig að ekki verði tenging inn á þetta "innra" ljós. Ef rofinn er með aðra uppbyggingu, þ.e. ekki vír yfir á innra ljósið, getur hann tengt aðra ljóslausa rofa rétt til að prófa. Ég ætla ekki að fullyrða að það sé ástæðan en þess virði að prófa þar sem það er fljótlegt því þetta eru bara fjórir rofar.

arons4
Geek
Póstar: 895
Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
Staða: Ótengdur

Re: Perur í stigagangi, spurning.

Póstur af arons4 »

joispoi skrifaði:
joker skrifaði:
joispoi skrifaði:Ertu með rofa í stigaganginum sem eru með dauf ljós á takkanum sjálfum sem kvikna þegar slökkt er á ljósunum sjálfum, til að sjá hvar takkinn er þegar ljósin eru slökkt?
Já það eru einmitt þannig rofar
Mitt fyrsta gisk væri að þar væri vandamálið. Þetta er í rauninni lítil pera í rofanum sem tekur örlítinn straum. Í innra verki rofans er peran oftast tengd inn á vírinn til loftljóssins. Ég ætla ekki að fara í rafmagnsfræði hér en þó að glóðarpera og led ljós gefi bæði frá sér ljós er tæknin mjög ólík og því hegða þau sér ekki eins í svona aðstæðum, viðnám og straumþörf led perunnar er allt önnur. Ef þú færð kunnáttumann á staðinn, þá er þess virði að fá hann til að opna dósirnar, það er líklegt að það sé stuttur vír tengdur milli tveggja tenginga á baki rofans, það væri áhugavert að sjá hvað gerðist ef hann er tekinn þannig að ekki verði tenging inn á þetta "innra" ljós. Ef rofinn er með aðra uppbyggingu, þ.e. ekki vír yfir á innra ljósið, getur hann tengt aðra ljóslausa rofa rétt til að prófa. Ég ætla ekki að fullyrða að það sé ástæðan en þess virði að prófa þar sem það er fljótlegt því þetta eru bara fjórir rofar.
Hann tekur sammt fram hér fyrir ofan að ljósin væru á tímaliða, þannig að ekki nema rofinn sjálfur sé með innbyggðum tímaliða þá ætti vandamálið ekki að liggja í því.
Skjámynd

beatmaster
Besserwisser
Póstar: 3065
Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
Staða: Ótengdur

Re: Perur í stigagangi, spurning.

Póstur af beatmaster »

Er tveggja fasa kerfi í húsinu en ekki fasi og núll?
Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.

Höfundur
joker
Fiktari
Póstar: 56
Skráði sig: Þri 20. Okt 2009 22:59
Staðsetning: Spánn
Staða: Ótengdur

Re: Perur í stigagangi, spurning.

Póstur af joker »

beatmaster skrifaði:Er tveggja fasa kerfi í húsinu en ekki fasi og núll?
Það er þriggja fasa kerfi í húsinu

Höfundur
joker
Fiktari
Póstar: 56
Skráði sig: Þri 20. Okt 2009 22:59
Staðsetning: Spánn
Staða: Ótengdur

Re: Perur í stigagangi, spurning.

Póstur af joker »

joispoi skrifaði:
joker skrifaði:
joispoi skrifaði:Ertu með rofa í stigaganginum sem eru með dauf ljós á takkanum sjálfum sem kvikna þegar slökkt er á ljósunum sjálfum, til að sjá hvar takkinn er þegar ljósin eru slökkt?
Já það eru einmitt þannig rofar
Mitt fyrsta gisk væri að þar væri vandamálið. Þetta er í rauninni lítil pera í rofanum sem tekur örlítinn straum. Í innra verki rofans er peran oftast tengd inn á vírinn til loftljóssins. Ég ætla ekki að fara í rafmagnsfræði hér en þó að glóðarpera og led ljós gefi bæði frá sér ljós er tæknin mjög ólík og því hegða þau sér ekki eins í svona aðstæðum, viðnám og straumþörf led perunnar er allt önnur. Ef þú færð kunnáttumann á staðinn, þá er þess virði að fá hann til að opna dósirnar, það er líklegt að það sé stuttur vír tengdur milli tveggja tenginga á baki rofans, það væri áhugavert að sjá hvað gerðist ef hann er tekinn þannig að ekki verði tenging inn á þetta "innra" ljós. Ef rofinn er með aðra uppbyggingu, þ.e. ekki vír yfir á innra ljósið, getur hann tengt aðra ljóslausa rofa rétt til að prófa. Ég ætla ekki að fullyrða að það sé ástæðan en þess virði að prófa þar sem það er fljótlegt því þetta eru bara fjórir rofar.
Þetta eru Berker rofar
Viðhengi
IMG_6284.jpg
IMG_6284.jpg (84.11 KiB) Skoðað 1676 sinnum

Dúlli
Vaktari
Póstar: 2097
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Staða: Ótengdur

Re: Perur í stigagangi, spurning.

Póstur af Dúlli »

joker skrifaði:
joispoi skrifaði:
joker skrifaði:
joispoi skrifaði:Ertu með rofa í stigaganginum sem eru með dauf ljós á takkanum sjálfum sem kvikna þegar slökkt er á ljósunum sjálfum, til að sjá hvar takkinn er þegar ljósin eru slökkt?
Já það eru einmitt þannig rofar
Mitt fyrsta gisk væri að þar væri vandamálið. Þetta er í rauninni lítil pera í rofanum sem tekur örlítinn straum. Í innra verki rofans er peran oftast tengd inn á vírinn til loftljóssins. Ég ætla ekki að fara í rafmagnsfræði hér en þó að glóðarpera og led ljós gefi bæði frá sér ljós er tæknin mjög ólík og því hegða þau sér ekki eins í svona aðstæðum, viðnám og straumþörf led perunnar er allt önnur. Ef þú færð kunnáttumann á staðinn, þá er þess virði að fá hann til að opna dósirnar, það er líklegt að það sé stuttur vír tengdur milli tveggja tenginga á baki rofans, það væri áhugavert að sjá hvað gerðist ef hann er tekinn þannig að ekki verði tenging inn á þetta "innra" ljós. Ef rofinn er með aðra uppbyggingu, þ.e. ekki vír yfir á innra ljósið, getur hann tengt aðra ljóslausa rofa rétt til að prófa. Ég ætla ekki að fullyrða að það sé ástæðan en þess virði að prófa þar sem það er fljótlegt því þetta eru bara fjórir rofar.
Þetta eru Berker rofar
Þetta getur verið vandamálið. Eins og var nefnt hér fyrr, þá er hægt að tengja frá þessu, perurnar hleypa smá spennu í gegnum sig og því kemur dauf birta á LED, þar sem LED er svo rosalega orkulitið.

joispoi
Nýliði
Póstar: 17
Skráði sig: Mán 03. Nóv 2014 10:33
Staða: Ótengdur

Re: Perur í stigagangi, spurning.

Póstur af joispoi »

Þetta er alveg rétt hjá arons4, þetta ætti ekki að vera svona fyrst það er tímaliði, hann á að rjúfa strauminn alveg.

Ef við skoðum þetta aðeins, ef tímaliðinn virkar á þetta vandamál eiginlega ekki að geta gerst, helsta sem manni dettur í hug er eitthvað span sé í gangi, sem er langsótt eða að driverinn í led perunni haldi ljósi á henni, sem getur gerst en það er aldrei meira en einhverjar x sekúndur myndi ég halda. Rangar tengingar ættu í flestum tilfellum að slá út rafmagninu á greininni frekar en að búa til svona hegðun. Þannig að þetta á ekki að geta gerst.

En það er ekki alltaf allt eins og það á að vera. Ef við tökum sem dæmi ticino rofa sem er algengur í eldri stigahúsum, þá er rofaperan stök og stingst í smá holu í baki rofans, þá liggja tveir stuttir vírbútar frá perunni og maður þarf að tengja í þá, svona til að sjá þetta fyrir sér.
Til að lýsi á rofaperunni þarf hún að vera tengd milli fasa og núll, það gengur ekki að tengja annan endann inn á tímaliðann, þar sem þá kviknar bara á henni á sama tíma og loftaperunni.
Segjum svo að sá sem er að tengja rofann tengi fasann upp til loftaperunnar.
Hinn vírinn frá loftaperunni tengir hann bæði niður í tímaliðann og líka á annan enda rofaperunnar. Hinn endann á rofaperunni tengir hann á núll. Þá lýsir á rofaperunni, en í raun eru þá loftaperan og rofaperan raðtengd. Ef viðnám rofaperunnar er mörgum sinnum hærri en á glóðarperunni lýsir rofaperan en ekki víst að glóðarperan lýsi.
Þegar smellt er á veggrofann tengir tímaliðinn glóðarperuna beint á núllið og glóðarperan lýsir. Þannig að allt virkar eins og á að gera á yfirborðinu.
Ef nú skipt er um glóðarperuna og sett led pera í staðinn er hún með miklu hærra viðnám en glóðarperan, straumurinn minnkar eitthvað en spennan deilist í hlutfalli við viðnámið og það getur lýst á báðum perum.

Ég ætla ekki að fullyrða neitt um að þetta sé svona, vona samt að ég sé amk. að hugsa þetta rétt, hef ekki unnið við rafmagn nokkuð lengi þar sem ég skipti um starfsvettvang og er kannski farinn að ryðga í þessu :)

olihar
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 385
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 13:23
Staða: Ótengdur

Re: Perur í stigagangi, spurning.

Póstur af olihar »


Sporður
has spoken...
Póstar: 199
Skráði sig: Mán 22. Okt 2018 09:06
Staða: Ótengdur

Re: Perur í stigagangi, spurning.

Póstur af Sporður »

joispoi skrifaði:Þetta er alveg rétt hjá arons4, þetta ætti ekki að vera svona fyrst það er tímaliði, hann á að rjúfa strauminn alveg.

Ef við skoðum þetta aðeins, ef tímaliðinn virkar á þetta vandamál eiginlega ekki að geta gerst, helsta sem manni dettur í hug er eitthvað span sé í gangi, sem er langsótt eða að driverinn í led perunni haldi ljósi á henni, sem getur gerst en það er aldrei meira en einhverjar x sekúndur myndi ég halda. Rangar tengingar ættu í flestum tilfellum að slá út rafmagninu á greininni frekar en að búa til svona hegðun. Þannig að þetta á ekki að geta gerst.

En það er ekki alltaf allt eins og það á að vera. Ef við tökum sem dæmi ticino rofa sem er algengur í eldri stigahúsum, þá er rofaperan stök og stingst í smá holu í baki rofans, þá liggja tveir stuttir vírbútar frá perunni og maður þarf að tengja í þá, svona til að sjá þetta fyrir sér.
Til að lýsi á rofaperunni þarf hún að vera tengd milli fasa og núll, það gengur ekki að tengja annan endann inn á tímaliðann, þar sem þá kviknar bara á henni á sama tíma og loftaperunni.
Segjum svo að sá sem er að tengja rofann tengi fasann upp til loftaperunnar.
Hinn vírinn frá loftaperunni tengir hann bæði niður í tímaliðann og líka á annan enda rofaperunnar. Hinn endann á rofaperunni tengir hann á núll. Þá lýsir á rofaperunni, en í raun eru þá loftaperan og rofaperan raðtengd. Ef viðnám rofaperunnar er mörgum sinnum hærri en á glóðarperunni lýsir rofaperan en ekki víst að glóðarperan lýsi.
Þegar smellt er á veggrofann tengir tímaliðinn glóðarperuna beint á núllið og glóðarperan lýsir. Þannig að allt virkar eins og á að gera á yfirborðinu.
Ef nú skipt er um glóðarperuna og sett led pera í staðinn er hún með miklu hærra viðnám en glóðarperan, straumurinn minnkar eitthvað en spennan deilist í hlutfalli við viðnámið og það getur lýst á báðum perum.

Ég ætla ekki að fullyrða neitt um að þetta sé svona, vona samt að ég sé amk. að hugsa þetta rétt, hef ekki unnið við rafmagn nokkuð lengi þar sem ég skipti um starfsvettvang og er kannski farinn að ryðga í þessu :)
Er svona uppsetning ekki hliðtengd?
Svara