Tækni hjálp

Svara

Höfundur
osek27
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 367
Skráði sig: Lau 02. Nóv 2019 02:27
Staðsetning: 815
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Tækni hjálp

Póstur af osek27 »

Vantar smá tækniráð. Ég er með Msi X99A moðurborð og það er 2011 socket i þvi. Eg spila soldið i tolvuni og siðan eg fekk tolvuna hefur hun verið oft að frosna. Oftast gerist það þegar eg er i leik. Þott hann tekur ekki mikið á þa crashar hun i random momenti. Eg helt að það væri horðum diskum að kenna. Eg breytti yfir i allt ssd en svo var þetta vandamal enþa. Hélt að skjakortið væri og lelegt og hondlaði það ekki en eg fekk siðan Sli i tolvuni af 2x gtx980ti og það finnst mer frekar gott og það gefur mer mjog goð gæði. Eg var buin að heyra að það er mikið betra að vera spila a 1151 socket. Þetta er frekar gamallt build og var að pæla hvort eg ætti að skipta um moðurborð og orgjorva i 1151 socket. Fleiri ráð afh tölvan crashar i leikjum. Driverarnir eru 100% allir updated og allt er a ssd diskum. 16gb af ram fra corsair með 2133mhz.
Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6079
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Tækni hjálp

Póstur af worghal »

hvað kemur fram í team viewer?
CPU: Intel Core i7 6700K MB: Asrock Z170 Extreme4 GPU: Asus GTX 980 Strix RAM: Corsair Vengeance LPX 2x8gb 3200Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Asus Xonar STX - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Bitfenix Shinobi XL

Sporður
has spoken...
Póstar: 199
Skráði sig: Mán 22. Okt 2018 09:06
Staða: Ótengdur

Re: Tækni hjálp

Póstur af Sporður »

Það eina sem þú hefur ekki nefnt að þú hafir prófað eru minnin og mögulega örgjörvinn líka?

Hefurðu framkvæmt einhver próf til að athuga hvort vélbúnaður er 100%

Þú getur keyrt hugbúnað sem heitir Memtest til að athuga minnin.

Það eru til mörg forrit til að álagsprófa örgjörva, ættir að prufa það.
Skjámynd

mikkidan97
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 395
Skráði sig: Mið 29. Feb 2012 15:48
Staðsetning: Keflavík
Staða: Ótengdur

Re: Tækni hjálp

Póstur af mikkidan97 »

Hljómar soldið eins og annaðhvort PSU eða móðurborð vandamál.
Hvernig PSU ertu með?

Er það alveg nógu öflugt til að keyra 2x 980ti?

Ég lenti i svipuðu og lagaðist um leið og ég uppfærði psu
Bananas

Höfundur
osek27
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 367
Skráði sig: Lau 02. Nóv 2019 02:27
Staðsetning: 815
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tækni hjálp

Póstur af osek27 »

Eg er með corsair 860W. Eg fekk sli fyrir svona manuði. Þetta er buið að veea gerast siðan eg bygði tolvuna sem var fyrir 4 árum.
Þarf alltaf að restarta tolvuni með takkanum a caseinu þegar hun frosnar
Skjámynd

mikkidan97
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 395
Skráði sig: Mið 29. Feb 2012 15:48
Staðsetning: Keflavík
Staða: Ótengdur

Re: Tækni hjálp

Póstur af mikkidan97 »

osek27 skrifaði:Eg er með corsair 860W. Eg fekk sli fyrir svona manuði. Þetta er buið að veea gerast siðan eg bygði tolvuna sem var fyrir 4 árum.
Þarf alltaf að restarta tolvuni með takkanum a caseinu þegar hun frosnar
Hmmm... Ættir að geta skoðað Windows event viewer og séð hvað var að gerast um leið tölvan frýs. Ótrúlegt en satt, þá hefur þetta bjargað geðheilsunni minni oftar en einu sinni :sleezyjoe

Gæti verið margt að valda, spurning hvort að það sé eitthvað að hitna of mikið hjá þér? :-k

Mæli með að keyra Hwinfo64 og athuga hita. Prufa svo að keyra álagspróf, eins og Aida64 eða BurnInTest til að athuga hita o.þ.h.
Bananas

Höfundur
osek27
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 367
Skráði sig: Lau 02. Nóv 2019 02:27
Staðsetning: 815
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tækni hjálp

Póstur af osek27 »

Takk checka a þessu. Annars er hitinn ekkert hár þegar þetta gerist er með forritt allan timann opið sem sýnir hitann og þetta hefurnkomið fyrir þegar skjakortið og cpu voru i 30-40⁰. Enginn sens að 1151 socket mun hondla þetta betur og virka betur?
Skjámynd

hagur
Vaktari
Póstar: 2917
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tækni hjálp

Póstur af hagur »

worghal skrifaði:hvað kemur fram í team viewer?
* Event Viewer ;-)
Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6208
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Tækni hjálp

Póstur af gnarr »

Það er gífurlega líklegt að þetta séu vinnsluminnin, minnisrás í örgjörvanum eða léleg minnisrauf á móðurborðinu.

Prófaðu að keyra memtest með einn kubb í vélinni í einu. Þegar þú ert búinn að staðfesta að allir minniskubbarnir eru í lagi, prófaðu þá að færa þá milli minnisraufa á borðinu.
Ef þú færð villu á memtest þegar þú ert að prófa kubbana sjálfa, prófaðu þá að færa þá yfir í aðra rauf og sjáðu hvort þetta sé kubburinn eða raufin.

Kláraðu allavega eitt heilt pass per kubb :)
"Give what you can, take what you need."
Skjámynd

mikkidan97
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 395
Skráði sig: Mið 29. Feb 2012 15:48
Staðsetning: Keflavík
Staða: Ótengdur

Re: Tækni hjálp

Póstur af mikkidan97 »

osek27 skrifaði:Takk checka a þessu. Annars er hitinn ekkert hár þegar þetta gerist er með forritt allan timann opið sem sýnir hitann og þetta hefurnkomið fyrir þegar skjakortið og cpu voru i 30-40⁰. Enginn sens að 1151 socket mun hondla þetta betur og virka betur?
Ég efast um að socketið sjálft sé eitthvað verra en eitthvað annað. Það gæti frekar verið að móðurborðið sé kannski bilað.

Ertu búinn að athuga hvort Bios-inn sé sá nýjasti?
Bananas
Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6079
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Tækni hjálp

Póstur af worghal »

hagur skrifaði:
worghal skrifaði:hvað kemur fram í team viewer?
* Event Viewer ;-)
vá, að ég hafi ekki gripið sjálfann mig þarna #-o
CPU: Intel Core i7 6700K MB: Asrock Z170 Extreme4 GPU: Asus GTX 980 Strix RAM: Corsair Vengeance LPX 2x8gb 3200Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Asus Xonar STX - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Bitfenix Shinobi XL

Höfundur
osek27
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 367
Skráði sig: Lau 02. Nóv 2019 02:27
Staðsetning: 815
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tækni hjálp

Póstur af osek27 »

Það kom ekkert útur ramtestinu. Svo hvað er næsta skref?
20191204_193842.jpg
20191204_193842.jpg (1.86 MiB) Skoðað 3441 sinnum
20191204_193842.jpg
20191204_193842.jpg (1.86 MiB) Skoðað 3441 sinnum
Viðhengi
20191204_193829.jpg
20191204_193829.jpg (1.78 MiB) Skoðað 3441 sinnum
Skjámynd

Benzmann
Bara að hanga
Póstar: 1519
Skráði sig: Þri 11. Nóv 2008 14:58
Staðsetning: Á sporbaug sólar
Staða: Ótengdur

Re: Tækni hjálp

Póstur af Benzmann »

myndi skoða logga úr Event viewer eins og er búið að nefna hér áður.
scrolla niður á tímann þegar hún fraus síðast, þá munnt þú eflaust sjá slatta af loggum um það.

skoða logs í
Custom Views
- Administrative events
Windows logs
- System
CPU: Intel i9 9900K | MB: Asus ROG Maximus XI Hero (Z390) | GPU: Asus TUF RTX 3080 OC 10gb | Case: Corsair Carbide 400c | PSU: Corsair RM850x 850W | RAM: Corsair Vengeance RGB Pro DDR4 3200mhz 32gb |Storage: 1x Samsung 1tb 970 Evo Plus SSD, 3x Samsung 500gb 970 Evo Plus SSD RAID-0 | OS: Windows 10 Enterprise E5 64bit
Skjámynd

Plushy
Vaktari
Póstar: 2259
Skráði sig: Fim 02. Sep 2010 18:20
Staðsetning: Grafarvogur
Staða: Ótengdur

Re: Tækni hjálp

Póstur af Plushy »

hagur skrifaði:
worghal skrifaði:hvað kemur fram í team viewer?
* Event Viewer ;-)
ohh takk er búinn að lesa yfir þennan þráð nokkrum sinnum og fattaði aldrei hvað hann átti við með team viewer :lol:

Frussi
Gúrú
Póstar: 513
Skráði sig: Lau 26. Ágú 2006 19:45
Staða: Ótengdur

Re: Tækni hjálp

Póstur af Frussi »

Ég er í nákvæmlega sama veseni, 2011, 4930k. Er búinn að útiloka PSU, stresstesta allt til dauða en finn ekkert út úr þessu. Á bara eftir að útiloka RAM slottin. Hef samt verið í veseni með USB tengin hjá mér líka og finnst þetta stundum tengjast, USB dettur út->tölvan hættir að responda
Ryzen 5 3600 _ X470 Aorus Gaming _ 2070 Super _ 16 GB 3200MHz _ 32" 1440p Lenovo

Höfundur
osek27
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 367
Skráði sig: Lau 02. Nóv 2019 02:27
Staðsetning: 815
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tækni hjálp

Póstur af osek27 »

Ja greinilega eh við þessa 2011 socketa. Kominn lika bara timi til að upgradea sma þetta 6 ára gamallt dót. Takk fyrir hjalpina
Svara