Ég er að velta fyrir mér ef móðurborð er með 4 raufum fyrir ram, er þá í lagi að blanda saman tveim ólíkum settum af kubbum?
T.d. 2x4 og 2x8 ? allir kubbarnir á sömu tíðni, þ.e. DDR4 2400MHz. Ætti "dual channel" ekki að virka? Eða eykur þetta líkur á árekstrum?
Að blanda saman DDR4 kubbasettum
Re: Að blanda saman DDR4 kubbasettum
Hef blandað síðan DDR2 og aldrei lent í neinum vandræðum, Getur haft áhrif á bench og þess háttar en aldrei fundið fyrir neinu í virkni.
Re: Að blanda saman DDR4 kubbasettum
ég var með 2x4 + 2x8 ddr3 án vandamála í mörg ár, ekki sama týpa né tíðni (keyrði bara á stock tíðni)
held að það sé samt ekkert pottþétt að það gangi smurt og veit ekki með ddr4, google frændi veit það pottþétt betur en ég
held að það sé samt ekkert pottþétt að það gangi smurt og veit ekki með ddr4, google frændi veit það pottþétt betur en ég
Re: Að blanda saman DDR4 kubbasettum
Er með 2x4GB og einn 8GB 1600mhz í turninum hjá mér núna og allt í góðu hingað til amk, so there's that!
Loksins edrú og aldrei í mínu fullorðins lífi liðið betur né liðið jafn mikið eins og manneskju. Nú byrjar restin af lífinu.