Mig langaði að tékka á því hverja þið hofið á á Twitch eða Mixer. Einhverjir svona uppáhalds?
Ég horfi aðallega á Shroud á Mixer
Shroud er, eins og vel flestir vita held ég, einn af færustu fyrstu persónu skotleikja spilurum heims. Hann spilar stundum PUBG, stundum Apex Legends, stundum CSGO, stundum Siege, er búinn að vera að spila Escape From Tarkov svoldið þessa dagana, sem og Call of Duty Modern Warfare, hann er mikill World of Warcraft aðdáandi og er að spila WOW Classic, eins og allir hinir World of Warcraft fanboys'arnir eru að gera þessa dagana, og á það til að kíkja í hinn og þennan leik sem honum á það til að detta í hug að kíkja í, Minecraft í VR er mjög gaman að horfa á hann spila t.d. Að horfa á Shroud spila leiki á borð við PUBG, CSGO, Apex Legends, CODMW og aðra Competitive FPS leiki er alveg hreint STÓR magnað. Hann er algjört MACHINE í þessum leikjum enda hefur hann unnið til margra verðlauna í þessum leikjum og fleiri til!
Michael 'Mike' Grzesiek aka Shroud: https://mixer.com/shroud
En af þessum Íslensku þá fýla ég mest Hairycow13, aðallega því ég þekki hann og kann mjög vel að meta hann og hans félagsskap. Hann er ekkert að reyna að vera neinn hardcore Streamer, Stream'ar ekkert á Ensku eða neitt þannig, Stream'ar bara þegar hann nennir því og hefur tíma, aðallega bara fyrir vini sína og vini vina.
Shout out til nafna míns hans Jóa aka Hairycow13: https://www.twitch.tv/hairycow13
Svo horfi ég stundum á einn annan félaga minn hann Bibba aka Draazil. Ef þið eruð í Tölvuleikjasamfélaginu á Facebook þá hafiði líklega orðið varir við auglýsingarnar hans, hann auglýsir þar í hvert skipti sem hann fer í loftið. Frábær gaur, tekur stundum upp gítarinn þegar það á við og er ekkert það slæmur í þessum leikjum sem hann Stream'ar: CODMW, Siege, Rocket League(með lyklaborði og mús

Bibbi aka Draazil: https://www.twitch.tv/draazil
Svo ÞARF ég bara að shout out'a einn sem ég held mikið uppá. Hann Stream'ar aðallega á Ensku held ég en er samt Íslenskur. Vorum einu sinni að spila PUBG þegar ég kalla kærustuna hans "Mellu" og hann Team-Kill'aði mig fyrir. Mér fannst það svo ógéðslega fyndið að eftir þetta atvik er ég einn af hans stærstu aðdáendum! Ef ég missi einhvern tímann útúr mér, er að reyna að passa mig á því að gera það ekki, sá brandari er held ég búinn, MrRedPenis, þá er ég að tala um hann.
Aron aka MrRedPenis aka MrRedPoison: https://www.twitch.tv/mrredpoison
Svo finnst mér ég þurfa að minnast líka á Joelof, held hann heiti Jóel en er samt ekki alveg 150% á því. Hann Stream'ar oft með MrRedPoision og held ég að in real life séu þeir tveir miklir mátar. Held hann, eins og MrRedPoison, Stream'i aðallega á Ensku.
Jóel(held ég) aka Joelof; https://www.twitch.tv/joelof
Og last but not least, þá er þessi Streamer alveg frábær gaur sem leyfir mér stundum að spila með sér. Ég sökka reyndar þannig að ég skil það alveg þegar hann vill ekki spila með mér, en ég er mjög þakklátur fyrir það þegar hann leyfir mér það hahahaha

Annar Streamer nafni minn, ekki alnafni samt, hinn heitir Jóhann, þessi heitir Jóhannes aka Joigess: https://www.twitch.tv/joigess
Og Mixer: https://mixer.com/joigess
Endilega deilið með mér, og okkur hinum, hvaða Twitch og Mixer Streamer'a þið fýlið hvað mest! Íslenska sem og erlenda!
Væri fínt að fá smá svona Summary eins og ég gerði fyrir þá sem þið mælið með, bara svona uppá fönnið og til þess að ég(og þið hinir) viti what I'm getting myself into...

LET'S GO!!!
Takk kærlega fyrir mig! Kær kveðja, HalistaX aka Jói!


********Fínt að nota þennan þráð líka bara í almenn plögg og shout out á Íslenska Streamer'a sem ykkur finnst að eigi skilið fleiri áhorf, Followers og Subscribers. Átt þú það til að Stream'a? Endilega droppaðu Summary og link! Þætti mjög gaman að fá að heyra um fleiri Íslenska sem eru að reyna að meika það!

