Half-Life: Alyx

Skjámynd

Höfundur
bits
Fiktari
Póstar: 50
Skráði sig: Þri 21. Maí 2019 16:15
Staða: Ótengdur

Half-Life: Alyx

Póstur af bits »

Jæja, gaman að sjá að Valve eru loksins byrjaðir aftur á að búa til leiki ekki bara selja þá.

Ég held að þessi leikur sé teaser á það hvernig Half-Life 3 verði VR leikur líka. Rúlla þessum út, allir kaupa VR og eru þar með komnir með pottþétt purchase-base fyrir HL3.

Damn, ég er að minnsta kosti að fara að kaupa VR sett núna. Hvaða sett er best mynduð þið halda?


netkaffi
vélbúnaðarpervert
Póstar: 946
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Staða: Ótengdur

Re: Half-Life: Alyx

Póstur af netkaffi »

Þetta ýtir alveg eftir því að maður kaupi VR sett. Mér finnst ekki gaman að vera eftir á að prófa dót. T.d. ef ég spila flotta leiki löngu seinna þegar það er komin enn betri grafík þá finnst mér það ekki eins gaman.

En hvaða VR sett er best? Er það Index?
Skjámynd

ChopTheDoggie
Geek
Póstar: 840
Skráði sig: Þri 15. Des 2015 01:27
Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið
Staða: Ótengdur

Re: Half-Life: Alyx

Póstur af ChopTheDoggie »

netkaffi skrifaði:Þetta ýtir alveg eftir því að maður kaupi VR sett. Mér finnst ekki gaman að vera eftir á að prófa dót. T.d. ef ég spila flotta leiki löngu seinna þegar það er komin enn betri grafík þá finnst mér það ekki eins gaman.

En hvaða VR sett er best? Er það Index?
Index er lang, langbesta VR tækið sem er í boði núna, mæli með því en það er soldið dýrt :|
ASRock B550M Steel Legend | 2x8GB Aorus 3200Mhz | R5 3600 | RTX 2070 Super | Seasonic Focus+ Gold | Predator XB271HU

Sam
Ofur-Nörd
Póstar: 278
Skráði sig: Mið 03. Des 2014 18:50
Staða: Ótengdur

Re: Half-Life: Alyx

Póstur af Sam »

Skjámynd

Höfundur
bits
Fiktari
Póstar: 50
Skráði sig: Þri 21. Maí 2019 16:15
Staða: Ótengdur

Re: Half-Life: Alyx

Póstur af bits »

Tók stökkið og pantaði mér þetta

https://www.vive.com/eu/product/vive-cosmos/features/

Spec versus verð og inside out tracking + reynslan sem HTC hafa af VR.

Þá er bara að bíða eftir græjunni :sleezyjoe
Skjámynd

Dropi
Tölvutryllir
Póstar: 624
Skráði sig: Fim 10. Júl 2008 20:54
Staða: Ótengdur

Re: Half-Life: Alyx

Póstur af Dropi »

Ég keypti mér Oculus Rift-S í síðustu viku útaf þessum leik. Geeeeeðveik græja og á mjög góðu verði, 57 þús hjá Argos í UK á black friday útsölu.

Beat Saber er hrikalegur.
34UC98 3440x1440p80Hz Curved - Logitech G5 mkII - dasKeyboard Professional 4
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 2600 @4.0 - 32GB DDR4@3000 - ASRock B450M-Pro4 - VEGA56 (64 BIOS)
Skjámynd

C3PO
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 336
Skráði sig: Mið 22. Mar 2006 09:10
Staða: Ótengdur

Re: Half-Life: Alyx

Póstur af C3PO »

bits skrifaði:Tók stökkið og pantaði mér þetta

https://www.vive.com/eu/product/vive-cosmos/features/

Spec versus verð og inside out tracking + reynslan sem HTC hafa af VR.

Þá er bara að bíða eftir græjunni :sleezyjoe
Senda þeir til Íslands??
AM4 Ryzen-Gigabyte X470 AORUS Ultra Gaming - AMD Ryzen 7 2700X 3.7GHz, Turbo 4.3GHz, 8-kjarna
Corsair 16GB kit (2x8GB) DDR4 3200MHz, CL16, Vengeance LPX - Samsung 960 EVO M.2 500GB SSD,
Nvidia GTX 1080 Ti.
Skjámynd

Höfundur
bits
Fiktari
Póstar: 50
Skráði sig: Þri 21. Maí 2019 16:15
Staða: Ótengdur

Re: Half-Life: Alyx

Póstur af bits »

C3PO skrifaði: Senda þeir til Íslands??
Skjámynd

C3PO
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 336
Skráði sig: Mið 22. Mar 2006 09:10
Staða: Ótengdur

Re: Half-Life: Alyx

Póstur af C3PO »

bits skrifaði:
C3PO skrifaði: Senda þeir til Íslands??
Má ég spyrja?? Hver er heildartalan með sendingarkostnaði?

Kv C
AM4 Ryzen-Gigabyte X470 AORUS Ultra Gaming - AMD Ryzen 7 2700X 3.7GHz, Turbo 4.3GHz, 8-kjarna
Corsair 16GB kit (2x8GB) DDR4 3200MHz, CL16, Vengeance LPX - Samsung 960 EVO M.2 500GB SSD,
Nvidia GTX 1080 Ti.

Sam
Ofur-Nörd
Póstar: 278
Skráði sig: Mið 03. Des 2014 18:50
Staða: Ótengdur

Re: Half-Life: Alyx

Póstur af Sam »

Edit, sorry smellti á linkinn og sé það núna, ég var alveg fastur á Steam enda vilja þeir ekki senda til Íslands

Hvaðan pantaðirðu ?
Index.PNG
Index.PNG (1.32 MiB) Skoðað 9183 sinnum
Skjámynd

Höfundur
bits
Fiktari
Póstar: 50
Skráði sig: Þri 21. Maí 2019 16:15
Staða: Ótengdur

Re: Half-Life: Alyx

Póstur af bits »

C3PO skrifaði: Má ég spyrja?? Hver er heildartalan með sendingarkostnaði?

Kv C
99 þúsund + tollurinn sem leggst á þetta
Skjámynd

Höfundur
bits
Fiktari
Póstar: 50
Skráði sig: Þri 21. Maí 2019 16:15
Staða: Ótengdur

Re: Half-Life: Alyx

Póstur af bits »

Sam skrifaði:Edit, sorry smellti á linkinn og sé það núna, ég var alveg fastur á Steam enda vilja þeir ekki senda til Íslands

Hvaðan pantaðirðu ?
Pantaði ekki INDEX heldur Vive Cosmos. Pantaði bara af euro síðunni þeirra
Skjámynd

Fletch
Stjórnandi
Póstar: 1225
Skráði sig: Sun 22. Des 2002 00:14
Staðsetning: MHz=MHz+1
Staða: Ótengdur

Re: Half-Life: Alyx

Póstur af Fletch »

AMD Ryzen 5900x * Nvidia GTX 3080 Ti * Asus ROG Crosshair VIII Hero * 32GB Samsung B-Die @3800MHz (14-14-14-28)
CPU & VGA WaterCooled * CaseLabs T10 * Corsair HX 1200i * LG 38GL950 * Motu M2 / Yamaha HS8 + Presonus T10 Sub
Skjámynd

HalistaX
Vaktari
Póstar: 2455
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Re: Half-Life: Alyx

Póstur af HalistaX »

Vildi óska þess að þetta væri ekki VR only leikur.

Ég er mikill Half-Life maður en það er ekki séns í helvíti að ég sé að fara að splæsa mér í VR headset BARA til þess að spila Alyx...

Er búinn að sjá trailer'a og gameplay og svona og þetta lítur alveg bilað út. Vildi óska þess, enn og aftur, að þetta væri ekki VR only leikur!
Loksins edrú og aldrei í mínu fullorðins lífi liðið betur né liðið jafn mikið eins og manneskju. Nú byrjar restin af lífinu.

netkaffi
vélbúnaðarpervert
Póstar: 946
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Staða: Ótengdur

Re: Half-Life: Alyx

Póstur af netkaffi »

BARA til þess að spila Alyx...
Það koma nú fleiri góðir leikir. T.d. ef þessi gengur mjög vel þá eru engar líkur eiginlega á öðru en að Valve geri fleiri flotta VR leiki, þar sem þeir eru jú að selja VR græju? Og það eru fleiri triple A framleiðendur að fara bætast við sérstaklega ef þessum gengur vel.
Skjámynd

Sydney
1+1=10
Póstar: 1105
Skráði sig: Lau 29. Mar 2008 19:26
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Half-Life: Alyx

Póstur af Sydney »

Ég var nú að spá í að fara alla leið og splæsa í Index, er bara að vonast eftir því að einhver endursöluaðili hérna heima flytji þetta inn, myndi gjarnan vilja 2 ára innlenda ábyrgð á svona græju.
Gigabyte X570 Aorus Ultra | Ryzen 9 5900X | Corsair Vengeance RGB Pro 32GB 3200MHz CL16 | Fractal Design Define S
Aorus Xtreme RTX 2080 Ti | 500GB Samsung 980 Pro | Corsair AX860 | ROG Swift PG279Q
Ducky YOTM | Glorious Model O | Sennheiser HD650 | Thrustmaster Warthog HOTAS
Thinkpad X1 Yoga 2nd Gen OLED
Skjámynd

Höfundur
bits
Fiktari
Póstar: 50
Skráði sig: Þri 21. Maí 2019 16:15
Staða: Ótengdur

Re: Half-Life: Alyx

Póstur af bits »

Sydney skrifaði:Ég var nú að spá í að fara alla leið og splæsa í Index, er bara að vonast eftir því að einhver endursöluaðili hérna heima flytji þetta inn, myndi gjarnan vilja 2 ára innlenda ábyrgð á svona græju.
Kannski ef nógu margir senda email á einhverja ákveðna búð þá kannksi flytja þeir þetta inn í einhverju magni?

Edit: BTW þá cancellaði ég Vive Cosmos pöntuninni og fékk mér Oculus Rift S í staðinn. Mun ódýrara og bara 80hz skjár en samkvæmt reviews er það good shit :)
Skjámynd

HalistaX
Vaktari
Póstar: 2455
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Re: Half-Life: Alyx

Póstur af HalistaX »

netkaffi skrifaði:
BARA til þess að spila Alyx...
Það koma nú fleiri góðir leikir. T.d. ef þessi gengur mjög vel þá eru engar líkur eiginlega á öðru en að Valve geri fleiri flotta VR leiki, þar sem þeir eru jú að selja VR græju? Og það eru fleiri triple A framleiðendur að fara bætast við sérstaklega ef þessum gengur vel.
Mér finnst bara ekkert sem komið er út nú þegar það aðlaðandi. Sumt er alveg töff að prufa í hálftíma en ég sæji ekki fyrir mér að spila það til lang tíma...
Loksins edrú og aldrei í mínu fullorðins lífi liðið betur né liðið jafn mikið eins og manneskju. Nú byrjar restin af lífinu.
Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Re: Half-Life: Alyx

Póstur af appel »

HL Alyx gæti verið brautryðjandi leikur/upplifun í VR, í þetta fer allt það sem Valve er búið að læra og þróa í VR síðustu ár.... ég meina þeir gáfu út Valve Index svo það sé hægt að upplifa Alyx leikinn einsog þeir vildu... Index hönnuð fyrir leikinn. Þannig að þeir eru að leggja nokkuð mikið í þetta ef þú pælir í því.
Þekkjandi Valve þá gera þeir hlutina vel þegar þeir setja metnað í það. "The Lab" var déskoti flott lítið "test" frá Valve sem sýndi hvað var hægt að gera, en það er hvað 3-4 ára gamalt!


En það er spurning með replay value. Það hefur vantað doldið í VR, eitthvað sem togar þig aftur og aftur inn í VR. Hefur verið doldið þannig að þú prófar eitthvað, og svo færðu leið á því og prófar ekki aftur. Veit ekki hvort Alyx leysir það.
*-*

KjartanV
Græningi
Póstar: 44
Skráði sig: Sun 17. Nóv 2019 18:09
Staða: Ótengdur

Re: Half-Life: Alyx

Póstur af KjartanV »

Ég er búinn að senda á Steam afhverju þeir senda ekki Index til Íslands, en fékk engin almennileg svör. Það er samt hægt að panta þetta til Danmerkur t.d ef þið þekkið einhvern þar og fá þetta svo sent þaðan til Íslands.

Annars er ég með Oculus Rift S og er mjög ánægður með þá græju. Virkilega þæginlegt að þurfa ekki að henda upp sensorum. Svo finnst mér líka mjög þæginlegt að ef mér finnst ég þurfa meira pláss þá get ég tengt Oculus Rift S við leikja lappann minn og fært mig inní stofu og tekur ekki nema 2 mínútur að tengja allt.
Varðandi Oculus Rift S þá er rosalegur munur að fara úr Oculus CV1 eða OG HTC Vive yfir í Oculus Rift S. Þetta er miklu skýrara og SDE sést varla.

Leikirnir eru orðnir svo margfallt betri en þeir voru þegar þetta kom fyrst. Ég hef mikið verið að spila Pavlov, Onward og Contractors sem eru PVP skotleikir og upplifunin er svo miklu miklu meiri en að spila þetta á pönnuköku. Ég fæ oft svipaða tilfiningu og að vera í Paint ball þegar ég er að spila þessa leiki í VR. Ef þið fáið brennandi áhuga fyrir PVP skotleikjum þá mæli ég með að kaupa ykkur gunstock af t.d https://protubevr.com það bætir hittnina og fær ykkur til þess að lifa ykkur enn meira inn í leikina.
Horror leikir eru líka next level, sjaldan hef ég fundið fyrir jafn mikilli hræðslu og að spila horror leiki í VR. Mæli með Don't knock twice, Paranormal Activity, Excorcist seríunni ofl.

Aðrir virkilega góðir leikir:
Stormland
Asgard's Wrath
Fallout 4 VR
Skyrim VR
Espire VR Operative
DOOM VFR
Alien Isolation með Mother VR Moddinu.
No Man's Sky VR

svo er til haugur af fleiri virkilega góðum leikjum.

Svo minnir mig 10 des kemur út Boneworks sem á eftir að verða svakalegur og virkilega góð upphitun fyrir HL Alyx.

Virtual Reality er framtíðin og á bara eftir að fara vaxandi og verða flottari með tímanum.
Skjámynd

HalistaX
Vaktari
Póstar: 2455
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Re: Half-Life: Alyx

Póstur af HalistaX »

KjartanV skrifaði:
Virtual Reality er framtíðin og á bara eftir að fara vaxandi og verða flottari með tímanum.
True!

Ég ætla mér samt að bíða með að fjárfesta í svona græju þangað til mér finnst leikjamarkaðurinn vera orðinn að þessu sem maður sá fyrir sér í sínum blautustu draumum hérna 1999 þegar maður var að spila á PS1 og ímynda sér framtíð leikjavélabransans.

Er reyndar, eins og þið sem hafið lúkkað mig upp á Facebook vitið, svoldið mikið offeitur gaur.... Heyrði einu sinni um einhvern gaur sem missti einhver 100kg eða eitthvað með trommusettinu úr Rock Band leikjunum.... Kannski svona VR gæti hjálpað mér af rúminu/sófanum og kippt mér í form með smá hreyfingu? ....Það er amk pæling...
Loksins edrú og aldrei í mínu fullorðins lífi liðið betur né liðið jafn mikið eins og manneskju. Nú byrjar restin af lífinu.

einarn
Gúrú
Póstar: 509
Skráði sig: Mán 15. Mar 2010 06:06
Staða: Ótengdur

Re: Half-Life: Alyx

Póstur af einarn »

KjartanV skrifaði:Ég er búinn að senda á Steam afhverju þeir senda ekki Index til Íslands, en fékk engin almennileg svör. Það er samt hægt að panta þetta til Danmerkur t.d ef þið þekkið einhvern þar og fá þetta svo sent þaðan til Íslands.
Mér skilst að ástæðan sé að steam eigi í dálitlum deilum við íslenska ríkið um hvernig eigi að rukka vsk á hlutum og önnur gjöld. Eiginlega sama ástæða og ps store og xbox live eiga erfitt með að starfa hérna.
Skjámynd

Labtec
has spoken...
Póstar: 187
Skráði sig: Sun 29. Feb 2004 15:43
Staða: Ótengdur

Re: Half-Life: Alyx

Póstur af Labtec »

einarn skrifaði:
KjartanV skrifaði:Ég er búinn að senda á Steam afhverju þeir senda ekki Index til Íslands, en fékk engin almennileg svör. Það er samt hægt að panta þetta til Danmerkur t.d ef þið þekkið einhvern þar og fá þetta svo sent þaðan til Íslands.
Mér skilst að ástæðan sé að steam eigi í dálitlum deilum við íslenska ríkið um hvernig eigi að rukka vsk á hlutum og önnur gjöld. Eiginlega sama ástæða og ps store og xbox live eiga erfitt með að starfa hérna.
PS Store virkar fyrir Íslenska accounta-a i fleiri ár nuna (greiðist í evrum)
AORUS AC300W ATX Gaming Case | Gigabyte B450 AORUS PRO | AMD Ryzen™ 5 3600 | 32GB G.Skill Ripjaws V 3200MHz DDR4 | Gainward GeForce RTX 3080 Phoenix GS |SSD 970 EVO Plus NVMe M.2 250GB | SSD 860 Evo M.2 1TB | HDD 3.5" Seagate 3TB | Seasonic Focus+ Gold SSR-1000FX

einarn
Gúrú
Póstar: 509
Skráði sig: Mán 15. Mar 2010 06:06
Staða: Ótengdur

Re: Half-Life: Alyx

Póstur af einarn »

Labtec skrifaði:
einarn skrifaði:
KjartanV skrifaði:Ég er búinn að senda á Steam afhverju þeir senda ekki Index til Íslands, en fékk engin almennileg svör. Það er samt hægt að panta þetta til Danmerkur t.d ef þið þekkið einhvern þar og fá þetta svo sent þaðan til Íslands.
Mér skilst að ástæðan sé að steam eigi í dálitlum deilum við íslenska ríkið um hvernig eigi að rukka vsk á hlutum og önnur gjöld. Eiginlega sama ástæða og ps store og xbox live eiga erfitt með að starfa hérna.
PS Store virkar fyrir Íslenska accounta-a i fleiri ár nuna (greiðist í evrum)
Er það ekki frekar nýkomið? Ég lentí i vandræðum með að fá mér psnow aðgáng þegar það kom og þegar ég prófaði gamepass fyrir windows þá varð ég að breyta region í US.

brikir
Nýliði
Póstar: 16
Skráði sig: Þri 17. Okt 2017 03:09
Staða: Ótengdur

Re: Half-Life: Alyx

Póstur af brikir »

Nú má Bónusvídeó fara að vakna og leigja út leikjatölvur aftur. Myndi alveg borga fyrir að fá Index lánað í nokkra daga.
Svara