Ég ætla ekki að kommenta á frágangsmál Mílu né Gagnaveitunnar - Hins vegar er það alveg á hreinu að ljósleiðaravæðing Íslands væri 10-20 árum á eftir því sem er í dag ef ekki hefði verið fyrir GR.
Á sínum tíma var Síminn seldur með fjarskipta innviðum íslendinga því það var víst alveg ómögulegt að selja Símann án þeirra, ómögulegt að aðskilja þessa tvo hluti að samkvæmt þeim sem þá réðu. Örfáum mánuðum eftir söluna var það auðvita gert og til varð Míla.
Þegar saga Símans og síðar Mílu er skoðuð er ekki beint hægt að segja að þessir aðilar hafi verið samkeppnisvænir. Síminn sem þjónustuaðili velur frekar að leggja alveg nýtt ljósleiðarakerfi með Mílu heldur en að nýta sér þau innvið sem GR er þegar búið að leggja og er opið öllum að selja sína þjónustu í gegnum og GR er ekki að bjóða upp á internet/síma/sjónvarps þjónustu í samkeppni við þá sem nota þeirra innviði ólíkt Símanum og Mílu.
Það er ennþá verið að sekta símann fyrir að brjóta lög þegar kemur að samkeppni á fjarskiptamarkaði:
https://www.pfs.is/?PageId=3a034dad-e97 ... 5056bc2afe
Þeir sem þar ráðan virðast alveg staðráðnir í að koma í veg fyrir eðilega samkeppni ef þeir geta.
Ég veit ekki með ykkur en þegar kemur að vali á milli GR eða Mílu þá vel ég alltaf GR og hef ekki átt í viðskiptum við Símann né Mílu í mörg ár og mæli með því við alla sem hafa nokkurn áhuga á heilbrigðri samkeppni og að hafa möguleika á vali í þessum málum að eiga aldrei viðskipti við Símann og hvað þá Mílu hef hægt er að komast hjá því.
Edit: Ímyndið ykkur hvaða möguleikar væru í boði í netmálum í dag ef GR hefði ekki komið, það væru örugglega flest allir ennþá á DSL upp á náð Símans/Mílu komið.