Leitin að hinum fullkomna tölvuskjá

Svara
Skjámynd

Höfundur
Orri
Geek
Póstar: 862
Skráði sig: Fim 11. Okt 2007 17:17
Staða: Ótengdur

Leitin að hinum fullkomna tölvuskjá

Póstur af Orri »

Daginn kæru vaktarar!

Síðustu vikur hef ég verið að reyna að finna draumaskjáinn fyrir tölvuna mína, en það gengur frekar illa þar sem ég held að ég sé með alltof háar kröfur. Til að auka flækjustigið er ég einnig nýfluttur til Danmerkur og þekki ekki tölvubúðirnar jafn vel hér. Ég get þó pantað af netinu með tiltölulega lágum sendingarkostnaði og stuttum sendingartíma (t.d. af þýska Amazon), sem er plús.

Skjárinn verður líklega mestmegnis venjuleg tölvunotkun (netið, kvikmyndir, etc.), en þar sem ég vinn sem grafískur hönnuður og mun koma til með að vinna heima endrum og sinnum, þá skipta nákvæmir litir miklu máli. Einnig útilokar það líklega alla curved skjái, eða hvað? Leynast einhverjir hönnuðir hérna með reynslu af því að hanna á curved skjá?
Þess á milli spila ég stundum tölvuleiki, yfirleitt fast paced leiki eins og Rocket League og Overwatch, og eftir að ég átti 144hz skjá þá hugsa ég að það sé erfitt að fara aftur í 60hz.
Þegar kemur að stærðum, þá hef ég helst verið að skoða skjái stærri en 27", en gæti mögulega sætt mig við 27" til að halda verðinu í skefjum.

TL;DR kröfulisti:
• Helst stærri en 27"
• Helst 4K / 3440x1440 / sambærilegt
• IPS eða sambærilegur panel, helst 10bita
• 100hz eða meira


Budget er sveigjanlegt, en það væri ekki verra ef skjárinn kostaði ekki mikið meira en u.þ.b. 150 þúsund kr (ca 8.000 DKK eða 1.100 €).

Væri endilega til í ábendingar um skjái, og/eða jafnvel gagnrýni á kröfulistann :lol:

Fyrirfram þakkir,
Dan A4 M-ITX - Ryzen 3600XT - EVGA 2080 Super XC Gaming - 32GB DDR4 3200MHz - Gigabyte B550i Aorus Pro AX - 1TB 970 EVO NVMe - LG 38'' 21:9 WQHD+ IPS

B0b4F3tt
Ofur-Nörd
Póstar: 222
Skráði sig: Þri 05. Ágú 2014 12:11
Staða: Ótengdur

Re: Leitin að hinum fullkomna tölvuskjá

Póstur af B0b4F3tt »

Hérna er einn sem sem uppfyllir ekki alveg þínar hörðustu kröfur en held að hann komist langt með að sameina gaming og svo multimedia í einum skjá

https://www.lg.com/uk/monitors/lg-27GL850

Þetta er 27" IPS skjár, 144hz með "1ms" latency en reyndar bara 1440P. Hann kemur calibreraður frá verksmiðju.
Ég ætla að fá mér svona skjá þegar hann loksins fæst í búðum erlendis en hann er bara nýkominn út.
Skjámynd

DJOli
Vaktari
Póstar: 2082
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: Leitin að hinum fullkomna tölvuskjá

Póstur af DJOli »

B0b4F3tt skrifaði:Hérna er einn sem sem uppfyllir ekki alveg þínar hörðustu kröfur en held að hann komist langt með að sameina gaming og svo multimedia í einum skjá

https://www.lg.com/uk/monitors/lg-27GL850

Þetta er 27" IPS skjár, 144hz með "1ms" latency en reyndar bara 1440P. Hann kemur calibreraður frá verksmiðju.
Ég ætla að fá mér svona skjá þegar hann loksins fæst í búðum erlendis en hann er bara nýkominn út.
Virðist vera mjög þægilegur skjár, og það sem meira er, með 2x usb 3.0 A ásamt einu usb 3.0 B.

Gefur kost á þægilegu kapalskipulagi þar sem þú gætir t.d. plöggað vefmyndavél og teikniborði aftan í skjáinn án vandræða.
i7-10700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|
Skjámynd

Höfundur
Orri
Geek
Póstar: 862
Skráði sig: Fim 11. Okt 2007 17:17
Staða: Ótengdur

Re: Leitin að hinum fullkomna tölvuskjá

Póstur af Orri »

B0b4F3tt skrifaði:Hérna er einn sem sem uppfyllir ekki alveg þínar hörðustu kröfur en held að hann komist langt með að sameina gaming og svo multimedia í einum skjá

https://www.lg.com/uk/monitors/lg-27GL850

Þetta er 27" IPS skjár, 144hz með "1ms" latency en reyndar bara 1440P. Hann kemur calibreraður frá verksmiðju.
Ég ætla að fá mér svona skjá þegar hann loksins fæst í búðum erlendis en hann er bara nýkominn út.
Þessi er helvíti flottur.

Ég sá þennann á tilboði á þýska Amazon, einhver með reynslu af honum?
https://www.amazon.de/dp/B01LSRCQ14/ref ... B0798RDFK7
Dan A4 M-ITX - Ryzen 3600XT - EVGA 2080 Super XC Gaming - 32GB DDR4 3200MHz - Gigabyte B550i Aorus Pro AX - 1TB 970 EVO NVMe - LG 38'' 21:9 WQHD+ IPS

Geronto
Nörd
Póstar: 139
Skráði sig: Mið 15. Júl 2015 14:23
Staða: Ótengdur

Re: Leitin að hinum fullkomna tölvuskjá

Póstur af Geronto »

Sæll, hvernig endaði þetta, er einmitt í sömu pælingum, ertu búinn að finna hinn fullkomna skjá?

olihar
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 385
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 13:23
Staða: Ótengdur

Re: Leitin að hinum fullkomna tölvuskjá

Póstur af olihar »

Hvað þarftu meira en þetta hérna... Kemur eftir 3 daga.

https://www.lg.com/us/monitors/lg-38GL9 ... ng-monitor
Skjámynd

brain
Geek
Póstar: 824
Skráði sig: Lau 19. Apr 2014 10:11
Staða: Ótengdur

Re: Leitin að hinum fullkomna tölvuskjá

Póstur af brain »

þarft kannski 250.000 kall !.....

olihar
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 385
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 13:23
Staða: Ótengdur

Re: Leitin að hinum fullkomna tölvuskjá

Póstur af olihar »

brain skrifaði:þarft kannski 250.000 kall !.....
“ Budget er sveigjanlegt “
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Leitin að hinum fullkomna tölvuskjá

Póstur af GuðjónR »

Ég er mikið búinn að spá í þetta, sá svo 49" ultrawide skjá í Costco um daginn og bara neiiiiii
Held að venjuleg hlutföll í stærð 27-32" sé málið.

Hvor ykkar haldiði að sé betri:
https://www.bhphotovideo.com/c/product/ ... o_ips.html
eða
https://www.bhphotovideo.com/c/product/ ... g279q.html
Mér sýnist þessir tveir vera nokkuð nálægt toppnum í leikjaskjám, ef ekki hreinlega á toppnum
Viðhengi
49.jpg
49.jpg (279.11 KiB) Skoðað 2327 sinnum
Skjámynd

Höfundur
Orri
Geek
Póstar: 862
Skráði sig: Fim 11. Okt 2007 17:17
Staða: Ótengdur

Re: Leitin að hinum fullkomna tölvuskjá

Póstur af Orri »

Geronto skrifaði:Sæll, hvernig endaði þetta, er einmitt í sömu pælingum, ertu búinn að finna hinn fullkomna skjá?
Ég endaði á að taka nýrri útgáfuna af skjánum sem ég linkaði á í fyrra svari mínu, þennann 38" LG 38WK95, og ég er gjörsamlega ástfanginn af honum.
Stærðin á honum er rosaleg, veit ekki hvort ég muni nokkurntíman geta farið í minni skjá eftir þetta. 1600px vertical í stað 1440px gerir líka helling fyrir productivity. 75hz með FreeSync (sem virkar sem betur fer með G-Sync líka) er fínt. Tek klárlega eftir mun frá 144hz sem gamli skjárinn minn bauð upp á, en ég þurfti einhverjar fórnir að færa þar sem ég vildi reyna að forðast 200-300 þúsund króna skjái, og þar sem ég er nógu casual gamer þá voru 75hz með Free/G-Sync ágætis málamiðlun.

Ef nýja útgáfan af þessum skjá (sem @olihar linkar á hér fyrir ofan) verður ekki þeim mun dýrari en sá fyrri þá myndi ég klárlega bíða eftir honum.
Dan A4 M-ITX - Ryzen 3600XT - EVGA 2080 Super XC Gaming - 32GB DDR4 3200MHz - Gigabyte B550i Aorus Pro AX - 1TB 970 EVO NVMe - LG 38'' 21:9 WQHD+ IPS
Skjámynd

Dropi
Tölvutryllir
Póstar: 624
Skráði sig: Fim 10. Júl 2008 20:54
Staða: Ótengdur

Re: Leitin að hinum fullkomna tölvuskjá

Póstur af Dropi »

Orri skrifaði:
Geronto skrifaði:Sæll, hvernig endaði þetta, er einmitt í sömu pælingum, ertu búinn að finna hinn fullkomna skjá?
Ég endaði á að taka nýrri útgáfuna af skjánum sem ég linkaði á í fyrra svari mínu, þennann 38" LG 38WK95, og ég er gjörsamlega ástfanginn af honum.
Stærðin á honum er rosaleg, veit ekki hvort ég muni nokkurntíman geta farið í minni skjá eftir þetta. 1600px vertical í stað 1440px gerir líka helling fyrir productivity. 75hz með FreeSync (sem virkar sem betur fer með G-Sync líka) er fínt. Tek klárlega eftir mun frá 144hz sem gamli skjárinn minn bauð upp á, en ég þurfti einhverjar fórnir að færa þar sem ég vildi reyna að forðast 200-300 þúsund króna skjái, og þar sem ég er nógu casual gamer þá voru 75hz með Free/G-Sync ágætis málamiðlun.

Ef nýja útgáfan af þessum skjá (sem @olihar linkar á hér fyrir ofan) verður ekki þeim mun dýrari en sá fyrri þá myndi ég klárlega bíða eftir honum.
Ég er með 34" útgáfuna af svipuðum skjá og eftir tæplega 3 ár í notum gæti ég einfaldlega ekki verið ánægðari. 75Hz freesync / 3440x1440p / 10bit IPS eru æðislegir spekkar og hefur haldið sér rosalega vel.

Hann overclockast líka í 80Hz leikandi :)
34UC98 3440x1440p80Hz Curved - Logitech G5 mkII - dasKeyboard Professional 4
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 2600 @4.0 - 32GB DDR4@3000 - ASRock B450M-Pro4 - VEGA56 (64 BIOS)
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Leitin að hinum fullkomna tölvuskjá

Póstur af GuðjónR »

Finnst ykkur ultra wide formattið gott í leikjum?
Fyrir mér þá verður skjárinn ekki perfect fyrr en þeir koma með almenninlega OLED skjái.
Skjámynd

SolidFeather
Vaktari
Póstar: 2599
Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
Staða: Ótengdur

Re: Leitin að hinum fullkomna tölvuskjá

Póstur af SolidFeather »

GuðjónR skrifaði:Ég er mikið búinn að spá í þetta, sá svo 49" ultrawide skjá í Costco um daginn og bara neiiiiii
Held að venjuleg hlutföll í stærð 27-32" sé málið.

Hvor ykkar haldiði að sé betri:
https://www.bhphotovideo.com/c/product/ ... o_ips.html
eða
https://www.bhphotovideo.com/c/product/ ... g279q.html
Mér sýnist þessir tveir vera nokkuð nálægt toppnum í leikjaskjám, ef ekki hreinlega á toppnum
Þessi skjár á myndinni er nottla super ultra wide skjár í hlutföllunum 32:9 sem er frekar extreme. Flestir "venjulegir" ultra wide skjáir eru 21:9.
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Leitin að hinum fullkomna tölvuskjá

Póstur af GuðjónR »

SolidFeather skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Ég er mikið búinn að spá í þetta, sá svo 49" ultrawide skjá í Costco um daginn og bara neiiiiii
Held að venjuleg hlutföll í stærð 27-32" sé málið.

Hvor ykkar haldiði að sé betri:
https://www.bhphotovideo.com/c/product/ ... o_ips.html
eða
https://www.bhphotovideo.com/c/product/ ... g279q.html
Mér sýnist þessir tveir vera nokkuð nálægt toppnum í leikjaskjám, ef ekki hreinlega á toppnum
Þessi skjár á myndinni er nottla super ultra wide skjár í hlutföllunum 32:9 sem er frekar extreme. Flestir "venjulegir" ultra wide skjáir eru 21:9.
True!
Ég get alveg séð fyrir mér að "ultra wide" sé gott í almenna vinnlsu, þ.e. ef þú þarft að vera með mörg skjöl eða browsera í gangi á sama tíma en þegar þú ert að spila tölvuleiki þá aðra en simulator hvernig er þá 21:9 að gera sig?
Sumum spilurum finnst 27" of stór, vilja bara 24"
Skjámynd

Fletch
Stjórnandi
Póstar: 1225
Skráði sig: Sun 22. Des 2002 00:14
Staðsetning: MHz=MHz+1
Staða: Ótengdur

Re: Leitin að hinum fullkomna tölvuskjá

Póstur af Fletch »

GuðjónR skrifaði: True!
Ég get alveg séð fyrir mér að "ultra wide" sé gott í almenna vinnlsu, þ.e. ef þú þarft að vera með mörg skjöl eða browsera í gangi á sama tíma en þegar þú ert að spila tölvuleiki þá aðra en simulator hvernig er þá 21:9 að gera sig?
Sumum spilurum finnst 27" of stór, vilja bara 24"
ég er búinn að vera með 21:9 skjá í nokkur ár núna, persónulega finnst mér það geggjað í leikina :8) fyllir betur útí sjónsviðið, sé ekki fyrir mér að fara aftur í 16:9 leikjaskjá.
34" 21:9 skjár er svipað hár og 16:9 27" en breiðari
AMD Ryzen 5900x * Nvidia GTX 3080 Ti * Asus ROG Crosshair VIII Hero * 32GB Samsung B-Die @3800MHz (14-14-14-28)
CPU & VGA WaterCooled * CaseLabs T10 * Corsair HX 1200i * LG 38GL950 * Motu M2 / Yamaha HS8 + Presonus T10 Sub
Skjámynd

Dropi
Tölvutryllir
Póstar: 624
Skráði sig: Fim 10. Júl 2008 20:54
Staða: Ótengdur

Re: Leitin að hinum fullkomna tölvuskjá

Póstur af Dropi »

GuðjónR skrifaði:
SolidFeather skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Ég er mikið búinn að spá í þetta, sá svo 49" ultrawide skjá í Costco um daginn og bara neiiiiii
Held að venjuleg hlutföll í stærð 27-32" sé málið.

Hvor ykkar haldiði að sé betri:
https://www.bhphotovideo.com/c/product/ ... o_ips.html
eða
https://www.bhphotovideo.com/c/product/ ... g279q.html
Mér sýnist þessir tveir vera nokkuð nálægt toppnum í leikjaskjám, ef ekki hreinlega á toppnum
Þessi skjár á myndinni er nottla super ultra wide skjár í hlutföllunum 32:9 sem er frekar extreme. Flestir "venjulegir" ultra wide skjáir eru 21:9.
True!
Ég get alveg séð fyrir mér að "ultra wide" sé gott í almenna vinnlsu, þ.e. ef þú þarft að vera með mörg skjöl eða browsera í gangi á sama tíma en þegar þú ert að spila tölvuleiki þá aðra en simulator hvernig er þá 21:9 að gera sig?
Sumum spilurum finnst 27" of stór, vilja bara 24"
21:9 er geðveikt í skotleiki, bílaleiki og world of warcraft - eina vandamálið er að SUMIR (Bethesda, Obsidian) skíta á sig með 21:9 stuðning og annaðhvort styðja leikirnir bara alls ekki ultrawide (Fallout 4) eða þvinga þig í Windowed fullscreen (The Outer Worlds) og skíta líka sig í cutscenes.

PUBG var með mjög mikið af graphical glitches í v1.0 en það snarlagaðist í v2, Ring of Elysium virkaði alls ekki í ultrawide nema að gera allskonar trix en hann hefur líka lagast með tímanum.

Ég er með 75Hz IPS panel og freesync, það virkar vel með vega56 í 3440x1440p en fyrir 144Hz og upp þarftu svo viðbjóðslega dýr skjákort að það borgar sig ekki í dag nema fara all in á bæði skjá og skjákorti. Ég var með R9 280X á 1080p, svo RX580 en það réð ekki við 3440x1440p - vega er fínn millivegur í dag.

Fyrsti ultrawide sem ég keypti var byrjun árs 2015, LG skjár 34" 2560x1080p og eftir 2 ár seldi ég hann og færði mig í 3440x1440 :)

Er kominn með nokkra 49" ultra-ultra-wide skjái í vinnuni, sé ekki fram á að fá mér þannig heima samt. Of mikið.
34UC98 3440x1440p80Hz Curved - Logitech G5 mkII - dasKeyboard Professional 4
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 2600 @4.0 - 32GB DDR4@3000 - ASRock B450M-Pro4 - VEGA56 (64 BIOS)
Skjámynd

Benzmann
Bara að hanga
Póstar: 1519
Skráði sig: Þri 11. Nóv 2008 14:58
Staðsetning: Á sporbaug sólar
Staða: Ótengdur

Re: Leitin að hinum fullkomna tölvuskjá

Póstur af Benzmann »

CPU: Intel i9 9900K | MB: Asus ROG Maximus XI Hero (Z390) | GPU: Asus TUF RTX 3080 OC 10gb | Case: Corsair Carbide 400c | PSU: Corsair RM850x 850W | RAM: Corsair Vengeance RGB Pro DDR4 3200mhz 32gb |Storage: 1x Samsung 1tb 970 Evo Plus SSD, 3x Samsung 500gb 970 Evo Plus SSD RAID-0 | OS: Windows 10 Enterprise E5 64bit
Svara