Er 50% verðfall á Intel örgjörvum yfirvofandi?

Allt utan efnis
Svara
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Er 50% verðfall á Intel örgjörvum yfirvofandi?

Póstur af GuðjónR »

Ég hef verið að lesa pælingar þess efnis að Intel ætli að lækka verð á níundu kynslóð örgjörfa um allt að 50% til þess að slá á forskotið sem AMD eru að ná með nýjustu örgjörvunum sínum. Veit ekki hversu mikið er til í þessu en þetta er engu að síður athyglisvert sérstaklega ef rétt reynist.
Það væri ekkert leiðinlegt að sjá 9900K fara í 40þúsundkallinn.

Linkur 1
Linkur 2
Viðhengi
njr5xqo7xau31.jpg
njr5xqo7xau31.jpg (118.41 KiB) Skoðað 3835 sinnum
Skjámynd

Hnykill
Of mikill frítími
Póstar: 1863
Skráði sig: Þri 09. Des 2008 07:12
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Er 50% verðfall á Intel örgjörvum yfirvofandi?

Póstur af Hnykill »

Svo er spurning hversu lengi líður þar til þær taka virkni í tölvubúðum hér á klakanum.
Corsair Obsidian 450D - Corsair RM850x 850W - Gigabyte Z490 Gaming X - Intel i5 10600K @ 5Ghz - Corsair H115i Pro - Asus 5700 XT OC 8GB - 16GB DDR4 3600MHz - 1 TB ADATA XPG SX8200 Pro - Windows 10.
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Er 50% verðfall á Intel örgjörvum yfirvofandi?

Póstur af GuðjónR »

Hnykill skrifaði:Svo er spurning hversu lengi líður þar til þær taka virkni í tölvubúðum hér á klakanum.
Ef þetta gerist á annað borð þá myndi það örugglega lækka samstundis alstaðar.

dISPo
Fiktari
Póstar: 64
Skráði sig: Mán 05. Nóv 2018 15:06
Staða: Ótengdur

Re: Er 50% verðfall á Intel örgjörvum yfirvofandi?

Póstur af dISPo »

Á pínu erfitt með að trúa því að þetta verði rauninn. Verður áhugavert að sjá.
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Er 50% verðfall á Intel örgjörvum yfirvofandi?

Póstur af GuðjónR »

dISPo skrifaði:Á pínu erfitt með að trúa því að þetta verði rauninn. Verður áhugavert að sjá.
Þegar AMD hefur náð forskoti þá hefur Intel alltaf brugðist við, þeir hafa aldrei leyft AMD að njóta sín.
Þeir hafa alltaf verið tilbúnir með og dúndrað út öflugri örgörva og kæft þannig samkeppnina, þeir virðast hinsvegar ekki vera með neitt á kantinum núna þannig að „pricecut“ er ekki ólíklegt niðurstaða.

dISPo
Fiktari
Póstar: 64
Skráði sig: Mán 05. Nóv 2018 15:06
Staða: Ótengdur

Re: Er 50% verðfall á Intel örgjörvum yfirvofandi?

Póstur af dISPo »

Ég las nýlega að kynslóð 10 yrði öll með Hyper-threading, eða að mestu, svo það er ákveðið svar við AMD. Líklega fylgir einhver lækkun líka.

En spurning, er þá rétt að bíða með uppfærslur í bili ? Bæði AMD og Intel.

olihar
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 385
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 13:23
Staða: Ótengdur

Re: Er 50% verðfall á Intel örgjörvum yfirvofandi?

Póstur af olihar »

dISPo skrifaði:Á pínu erfitt með að trúa því að þetta verði rauninn. Verður áhugavert að sjá.
Það hefur verið fjallað um að Intel ætli að endurgreiða byrgjun muninn á þeim vörur sem til eru á lager.
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Er 50% verðfall á Intel örgjörvum yfirvofandi?

Póstur af GuðjónR »

dISPo skrifaði:Ég las nýlega að kynslóð 10 yrði öll með Hyper-threading, eða að mestu, svo það er ákveðið svar við AMD. Líklega fylgir einhver lækkun líka.

En spurning, er þá rétt að bíða með uppfærslur í bili ? Bæði AMD og Intel.
Þetta er klassísk spurning, ég hef alltaf sagt að ef maður ætlar að bíða eftir einhverju betra, öflugra eða ódýrara þá getur maður beðið að eilífu því það er alltaf eitthvað handan við hornið.
Hitt er annað mál að það er garanterað að Intel bregst við þessari samkeppni, þeir hafa alltaf gert það og það mun ekkert breytast núna. Hvað nákvæmlega þeir gera og hvenær er hinsvegar útilokað að giska á.

Deucal
Nýliði
Póstar: 22
Skráði sig: Fös 23. Apr 2010 23:58
Staða: Ótengdur

Re: Er 50% verðfall á Intel örgjörvum yfirvofandi?

Póstur af Deucal »

Ef price droppið verður nægilega mikið að það borgar sig að senda með Amazon USA til Íslands í gegnum tollinn, þá droppa menn hérna heima prísin strax.
Skjámynd

Stuffz
1+1=10
Póstar: 1103
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 18:39
Staðsetning: 104 Rvk
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Er 50% verðfall á Intel örgjörvum yfirvofandi?

Póstur af Stuffz »

hmm...
Microsoft, ekkert Windows 9.
Apple, enginn Iphone 9.
Intel, 50% off á kynslóð 9.

Eru tæknirisar hjátrúarfullir?
Tölva og Stuffz..
Viðskiptarándýr&bráð.
Skjámynd

kornelius
Ofur-Nörd
Póstar: 226
Skráði sig: Þri 09. Jan 2018 09:15
Staða: Ótengdur

Re: Er 50% verðfall á Intel örgjörvum yfirvofandi?

Póstur af kornelius »

Held að það séu æði margir að hugsa sig um að skipta alfarið yfir í AMD
Sjá https://www.theregister.co.uk/2019/10/2 ... aintainer/
Skjámynd

Dropi
Tölvutryllir
Póstar: 624
Skráði sig: Fim 10. Júl 2008 20:54
Staða: Ótengdur

Re: Er 50% verðfall á Intel örgjörvum yfirvofandi?

Póstur af Dropi »

Þeir eru þegar búnir að slá 50% af HEDT, 10. serían er bara 9. serían með nýju nafni og helmingi lægra verði. Þetta eru ekki nýjar upplýsingar ég veit það, en það sýnir hvað þeir eru tilbúnir að gera til að halda sínu forskoti.
34UC98 3440x1440p80Hz Curved - Logitech G5 mkII - dasKeyboard Professional 4
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 2600 @4.0 - 32GB DDR4@3000 - ASRock B450M-Pro4 - VEGA56 (64 BIOS)
Svara