Nagladekk á reiðhjóli yfir vetrartímann
Nagladekk á reiðhjóli yfir vetrartímann
Sælir.
Eru einhverjir hjólreiðargarpar á vaktinni?
Mig langar að hjóla í vetur, mér til yndisauka en aðallega líkamsræktar.
Sem krakki fór ég allar mínar ferðir á hjóli og pældi ekkert í neinum fjandans nagladekkjum, en þá notaði ég hjól aðallega sem samgöngumáta.
Sem fullorðinn er ég að pæla hvort hægt sé að taka á því líkamlega á nagladekkjum í annað hvort hálku eða snjó.
Hvað segið þið, vit í að reyna spítta eða taka á því upp brekkur yfir vetrartímann?
Spóla ég ekki bara, þó ég sé á nöglum?
Eru einhverjir hjólreiðargarpar á vaktinni?
Mig langar að hjóla í vetur, mér til yndisauka en aðallega líkamsræktar.
Sem krakki fór ég allar mínar ferðir á hjóli og pældi ekkert í neinum fjandans nagladekkjum, en þá notaði ég hjól aðallega sem samgöngumáta.
Sem fullorðinn er ég að pæla hvort hægt sé að taka á því líkamlega á nagladekkjum í annað hvort hálku eða snjó.
Hvað segið þið, vit í að reyna spítta eða taka á því upp brekkur yfir vetrartímann?
Spóla ég ekki bara, þó ég sé á nöglum?
Til sölu í augnablikinu: Sennheiser HD600 heyrnatól
-
- spjallið.is
- Póstar: 401
- Skráði sig: Mið 16. Jan 2008 12:42
- Staðsetning: Nokkuð góð!
- Staða: Ótengdur
Re: Nagladekk á reiðhjóli yfir vetrartímann
Getur orðið fengið allskyns dekk mismikið nelgd, er sjálfur með dekk með 240 nöglum og hjóla allan veturinn nema þegar allt er á kafi í snjó, með svona marga nagla ertu með nóg grip og helst að folk detti þegar það fer af hjólinu. En þetta er að sjálfsögðu erfiðara heldur en vanalegar hjólreiðar. Þeir hörðustu eru svo á extra breiðum dekkjum og hleypa úr til að fara um allt í snjónum þannig að þetta er allt hægt já.
Gigabyte Z390 Aorus Pro | I9 9900K | Corsair Vengeance 32GB | Asus RTX 2080 Ti | Samsung 970 Evo Plus 250 GB | Corsair AX 860i | Noctua NH-D15
Re: Nagladekk á reiðhjóli yfir vetrartímann
Byrjaðu bara á því að fá þér nagladekk með 240 nöglum ef þú ert eitthvað efins.
Ef þú hjólar heilan vetur og finnst þú ekki mega við færri nöglum þá heldurðu áfram að hjóla veturinn eftir á sömu eða eins dekkjum.
Ef þér finnst þú mega við því að missa nagla þá geturðu prufað týpur sem hafa um 100-120 nagla.
Ef þér finnst enginn tilgangur í nöglunum þá geturðu fengið þér naglalaus vetrardekk.
Ef þú ert mikið að spóla á nöglunum þá ertu annaðhvort að gera eitthvað vitlaust eða ættir að íhuga atvinnumennsku í hjólreiðum.
Ef þú hjólar heilan vetur og finnst þú ekki mega við færri nöglum þá heldurðu áfram að hjóla veturinn eftir á sömu eða eins dekkjum.
Ef þér finnst þú mega við því að missa nagla þá geturðu prufað týpur sem hafa um 100-120 nagla.
Ef þér finnst enginn tilgangur í nöglunum þá geturðu fengið þér naglalaus vetrardekk.
Ef þú ert mikið að spóla á nöglunum þá ertu annaðhvort að gera eitthvað vitlaust eða ættir að íhuga atvinnumennsku í hjólreiðum.
Re: Nagladekk á reiðhjóli yfir vetrartímann
Ég hjólaði útum alla Reykjavík heilan vetur fyrir 10 árum, trúi ekki öðru en aðstæður fyrir hjólafólk hafi bara batnað síðan.
Ég man ekki hversu margir naglar voru í dekkjunum mínum en ég man að stundum þurfti ég að fara varlega í fljúgandi hálku, en það gerðist ekki oft yfir heilan vetur.
Ég man ekki hversu margir naglar voru í dekkjunum mínum en ég man að stundum þurfti ég að fara varlega í fljúgandi hálku, en það gerðist ekki oft yfir heilan vetur.
Intel i7 2600k @ 3.4GHz | Asus P8P67 PRO | Corsair Vengeance 16gb 1600Mhz | Geforce GTX 1070 | BenQ EW2430 24"
Re: Nagladekk á reiðhjóli yfir vetrartímann
Ég hef nú bara verið að leika mér á fjallahjóli á veturnar og þá er ég með nagladekk undir hjólinu. Í þeim dekkjum eru 400 naglar og alveg fáránlegt grip. Hef hjólað út á Hvaleyrarvatn þegar það var frosið og það var næstum því eins og að hjóla á þurru malbiki, svo mikið var gripið
En já það er alveg hægt að taka almennilega á því á veturnar, ferð kannski aðeins rólegra í stefnubreytingar því það er helst þá sem dekkið getur misst gripið
En já það er alveg hægt að taka almennilega á því á veturnar, ferð kannski aðeins rólegra í stefnubreytingar því það er helst þá sem dekkið getur misst gripið
Re: Nagladekk á reiðhjóli yfir vetrartímann
Takk kærlega fyrir svörin.
En eru naglarnir að slitna fljótt eða detta úr eins þeim er gjarnt á bifreiðadekkjum?
En eru naglarnir að slitna fljótt eða detta úr eins þeim er gjarnt á bifreiðadekkjum?
Til sölu í augnablikinu: Sennheiser HD600 heyrnatól
Re: Nagladekk á reiðhjóli yfir vetrartímann
Ég hef hjólað svo til daglega (Kópavogur -> Borgartún) síðustu 4 ár á cyclocross hjóli og 29" fjallahjóli ef það er mjög snjóþungt.
Yfir vetrartímann (c.a. lok október -> apríl) er ég með þau bæði á nagladekkjum en nota CX hjólið nánast undantekningarlaust. Á því hjóli er ég með Schwalbe Marathon winter. Fjallahjólið er á grófari kubbadekkjum. Ef það er allt á kafi í snjó tek ég fjallahjólið og hleypi úr dekkjunum.
Á vel nelgdum dekkjum ertu öruggur jafnvel þótt að það sé fljúgandi hálka. Vetrarþjónusta á helstu hjóla- og göngustígum er orðin góð í mörgum sveitarfélögum þannig að það er örsjaldan sem slíkar aðstæður koma upp.
Miðað við daglega notkun (frá okt -> apríl) eru dekkin undir CX að endast í c.a. 2 vetra.
Mæli með því að kíkja á hópana "Reiðhjólabændur" eða "Samgönguhjólreiðar" á Facebook, mikið af svona umræðum þar
Yfir vetrartímann (c.a. lok október -> apríl) er ég með þau bæði á nagladekkjum en nota CX hjólið nánast undantekningarlaust. Á því hjóli er ég með Schwalbe Marathon winter. Fjallahjólið er á grófari kubbadekkjum. Ef það er allt á kafi í snjó tek ég fjallahjólið og hleypi úr dekkjunum.
Á vel nelgdum dekkjum ertu öruggur jafnvel þótt að það sé fljúgandi hálka. Vetrarþjónusta á helstu hjóla- og göngustígum er orðin góð í mörgum sveitarfélögum þannig að það er örsjaldan sem slíkar aðstæður koma upp.
Miðað við daglega notkun (frá okt -> apríl) eru dekkin undir CX að endast í c.a. 2 vetra.
Mæli með því að kíkja á hópana "Reiðhjólabændur" eða "Samgönguhjólreiðar" á Facebook, mikið af svona umræðum þar
PS4
Re: Nagladekk á reiðhjóli yfir vetrartímann
Mismunandi eftir dekkjum. Það hjálpar að hjóla varlega á þeim til að byrja með, fara varlega í beygjur og passa sig að skransa ekki.mikkimás skrifaði:Takk kærlega fyrir svörin.
En eru naglarnir að slitna fljótt eða detta úr eins þeim er gjarnt á bifreiðadekkjum?
Ég hef átt dekk sem endust alveg 6-7 vetur og töpuðu bara nokkrum nöglum. Þá var gúmmíið bara orðið lélegt.
i7 4770k, MSI H97M-G43, 4x8GB, Corsair CX430, Antec P180B
Ryzen 3600, Gigabyte B450M DS3H, MSI GTX 970, 2x16GB, Corsair TX650W, CM silencio 550
Ryzen 3600, Gigabyte B450M DS3H, MSI GTX 970, 2x16GB, Corsair TX650W, CM silencio 550
Re: Nagladekk á reiðhjóli yfir vetrartímann
Ég hef farið gegnum nokkra vetra, bæði á götuhjóli með 240 nöglum á 35mm dekkjum og á svipuðum dekkjum á 29er.
Hjólið er alveg þrusu stöðugt á þurrum ís og smá snjó.
Ef þú þarft að fara í gegnum skafla muna samt rosalega að vera á fjallahjóli uppá að vera með breitt stýri.
Annars hjóla ég aldrei á minna en 110% afli, svo að til þess að svara þeirri spurningu, þá er ekkert mál að taka á því upp brekkurnar á nöglum
Hjólið er alveg þrusu stöðugt á þurrum ís og smá snjó.
Ef þú þarft að fara í gegnum skafla muna samt rosalega að vera á fjallahjóli uppá að vera með breitt stýri.
Annars hjóla ég aldrei á minna en 110% afli, svo að til þess að svara þeirri spurningu, þá er ekkert mál að taka á því upp brekkurnar á nöglum
"Give what you can, take what you need."
Re: Nagladekk á reiðhjóli yfir vetrartímann
Kannski rétt að hafa í huga að framleiðendur mæla yfirleitt með því að fólk byrji á því að hjóla minnst 50 km á dekkjunum á auðu til þess að naglarnir setjist almennilega og detti síður úr.
Svona af fenginni reynslu gæti ég ímyndað mér að þú missir kannski 1-2 nagla á vetri.
Svona af fenginni reynslu gæti ég ímyndað mér að þú missir kannski 1-2 nagla á vetri.
Re: Nagladekk á reiðhjóli yfir vetrartímann
Hjá mér virðast naglarnir hverfa mest þegar ég er í einhverju utanvegabrölti. Minna um það þegar ég er að hjóla á götunum. En ég ákvað svo bara að kaupa auka nagla til þess að setja í staðinn fyrir þessa sem hverfa.
Re: Nagladekk á reiðhjóli yfir vetrartímann
Takk fyrir svörin.
Þetta er algjör no-brainer fyrir mér núna.
Þetta er algjör no-brainer fyrir mér núna.
Til sölu í augnablikinu: Sennheiser HD600 heyrnatól