Ég var að koma frá Möltu sem er í 9. sæti yfir þétt byggðustu lönd í heimi =
http://worldpopulationreview.com/countr ... y-density/
Þeir eru samt í 10. sæti fyrir fjölda bíla pr. íbúa -
https://en.wikipedia.org/wiki/List_of_c ... per_capita
Umferðin þar gekk almennt nokkuð vel, eina skiptið sem leigubíll, rúta eða strætó sem ég var í lenti í einhverri alvarlegri röð var á leið út á flugvöll og vegna framkvæmda sem voru í gangi. Hraðinn var almennt minni þrátt fyrir að maður hafi séð haug af M5 og AMG bílum þarna, m.a. sesst í einn M5 leigubíl.
Það sem mér fannst mestu muna um var að það voru engin umferðaljós á stofnbrautum (almennt mjög fá og þá helst bara gögnuljós) og að almenn umferð bíla í miðbænum (Valetta) var bönnuð. Þá voru bílastæði fyrir miðbæinn nokkuð langt frá (líklega 1 - 1,5km) en þar var seinasta stætóstoppustöð áður en komið var að miðbænum. p.s. nær undantekningalaust var stoppað fyrir gangandi vegfarendum við gangbrautir.
Að nota strætó var virkilega auðvelt. Að kaupa kort var auðvelt, að nota kortið var auðvelt, að sjá hvaða strætó fór hvert var auðvelt, að sjá hvenær næsti vagn kom var auðvelt og ferðir vagna voru virkilega tíðar.
Hver einasti vagn sem ég fór í var virkilega vel nýttur.
Þarna úti er kosturinn náttúrulega sá að þú þarft held ég aldrei að bíða úti í brjáluðu veðri, ef það kemur vont veður þarna úti þá fólk bara að halda sig heima, verslanir og stofnanir loka o.þ.h.
Hér heima er gerð krafa um að óháð veðri þá opni leikskólinn kl. 7:30 og taki á móti krökkunum, sem er fáránlegt.
Hvernig væri að við mundum taka á aðstæðunum sem við búum við að skynsemi og hættum að setja þessa fokdýru kröfu á samfélagið að það sé alltaf opið, sama hvað sé í gangi.
Vegirnir þarna voru ekkert til að hrópa húrra yfir og ástand þeirra líklega orsök þess að hraðinn var ekki meiri, þar sem þéttleiki byggðarinna er mikill þá voru líka mikið um erfiðar beygjur og brekkur sem bara fávitar hefðu tekið á 30+.
Þá fann maður að um leið og vegirnir blotnuðu þá hægðu allir á sér enda urðu göturnar nokkuð sleipar í rigningu.
Á sunnudagin fóru svo allir á rúntinn eftir að hafa farið í kirkju (fannst manni) þá sá maður alskonar flotta bíla á ferðinni en það virtsist samt hafa lítil áhrif á hraðann eða biðraðamyndun.
Þar sem ég var (St.Julians) voru nokkrar götur mikið keyrðar en flestar var hægt að ganga um í rólegheitum og varla að maður þyrfti að víkja fyrir bíl.
Ég held að eina lausnin á vanda Reykjavíkur sé að leggja allt í sölurnar til að auka vinsældir almenningssamgangna og leggja í að byggja upp innviði fyrir þær, allt annað væri vitleysa.
Varðandi brýr þá eru ti lótal leiðir =
https://www.google.is/search?q=highway+ ... OWO2gXN6M: