Hvar er gott að kaupa aukahluti fyrir þetta? Var að setja mig á biðlistann fyrir M365 Pro útgáfuna hjá mii.is (veit að þeir eru með aukahluti, en býst við að það er mun dýrara en að kaupa að utan). Ég veit að ég gæti sennilega fundið þetta allt með smá google leit, en vill frekar nýta mér þekkingu og það sem þið hinir hafa nú þegar fundið.
Tekið af listanum sem chaplin skráði sem einn í facebook grúppunni var með:
10 Inch tyres - Þá án slöngu, ekki solid, heldur svona honeycombað dæmi. Þarf eitthvað meira til að hafa stærri dekk?
Water sealed engine, battery cover, wires and barrings - Náttúrlega möst að hafa þetta meira vatnhelt fyrir notkun á Íslandi. Fleirra sem þyrfti í það?
Spurningar um sumt af hinu sem var á listanum:
Xtech brake - Mikill munur á bremsunni? Eða er þetta bara handfang eins og á reiðhjólinu fyrir bremsuna? Kannski bara fyrir non-Pro útgáfuna, sé það er handbremsa fyrir Pro útgáfuna.
120 mm rotor - Hvað græðir maður á því? Hef ekki hugmynd sjálfur.
Rear Fender guard - Annað bretti eða viðbót á það sem er fyrir? Eða er brettið ekki nógu gott sem er fyrir?
Upgraded led in the back light - Styrkleikinn í ljósinu ekki góður fyrir? Það eitthvað sem er bætt í Pro útgáfunni?
Annað sem væri sennilega fínt:
Krókur, þá ekki úr plasti, til að hengja poka og slíkt á.
Smá taska, til að geyma húfu og eitthvað meira í.
Festing fyrir síma.
Límmiðar sem eru, ok vá, orðið alveg dottið úr hausnum á mér, fyrir þegar það er dimmt svo aðrir sjá mig, endurskíns? Er það orðið, þetta er vandræðalegt, haha vá. Endilega hlægið af mér.

Einhversskonar lás fyrir þetta, þarf sennilega ef maður skýst á þessu út í búð og skilur það eftir fyrir utan.
Væri vel þegið að fá að vita hvar er gott að fá þessi custom firmware og tutorial.
Eitthvað meira sem þið mælið svo með? Uppástungur vel þegnar!