Umferðin í Reykjavík

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 5917
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Umferðin í Reykjavík

Póstur af rapport »

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2019 ... sfellsbae/

Af hverju er ekki einhverstaðar búið að koma upp live mælingum á umferð.

Ef fólk gæti stuðst við gögn og séð hvenær umferð er mikil og hvenær lítil o.þ.h. þá væri auðveldara að taka ákvarðanir um hvenær ætti að leggja af stað.

Með slík gögn þá gætu heilu vinnustaðirnir planað vaktaskipti út frá umferð, staðir sem eru með 24/7 starfsemi, þá er það virkilega kjánalegt að hafa vaktaskipti kl.8 og kl.16. það mundi líklega spara öllum mikinn tíma að hafa vaktaskiptin t.d. kl. 7 og 15.

Þá hafa fyrirtæki oft eytt gríðarlegum fjármunum í húsnæði og innviði en nota þeta svo bara hluta af sólarhringnum.

Vörulagerar og jafnvel heilu vöruhúsin bara opin 10-12 klst á sólarhring, gætu unnið sér mikið í haginn og bætt þjónustu með því að dreifa álaginu á fleiri klukkustundir. Aðföng spara sér líklega formúgu á að keyra út vörur í verslanir á nóttunni, engin umferð = minni tími og færri tjón + bílastæði við verslanir tóm = fljótlegra að komast að + minni líkur á tjóni, minna stress og miklu, miklu betri nýting á eigum fyrirtækisins.

En já, af hverju eru engar live mælingar á umferð og væri mikið mál að koma slíkum mælingum af stað?
Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6079
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Umferðin í Reykjavík

Póstur af worghal »

til að byrja með, þeir sem ákveða hvernig umferðin á að liggja og haga sér hérna í reykjavík eru líklegast ekki rétta fólkið í starfið.
það eru margir "choke points" sem fá enga athygli til þess að laga umferðina og svo er bara bætt við ljósum og lækkað umferðar hraða í staðinn.
nú ættla ég að vera miðaldra og öskra út í buskan en HVER Í ANDSKOTANUM ber ábyrgð á þessum auka ljósum við hörpu sem komu þarna um daginn?
CPU: Intel Core i7 6700K MB: Asrock Z170 Extreme4 GPU: Asus GTX 980 Strix RAM: Corsair Vengeance LPX 2x8gb 3200Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Asus Xonar STX - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Bitfenix Shinobi XL
Skjámynd

Fletch
Stjórnandi
Póstar: 1225
Skráði sig: Sun 22. Des 2002 00:14
Staðsetning: MHz=MHz+1
Staða: Ótengdur

Re: Umferðin í Reykjavík

Póstur af Fletch »

sorglegt að heyra holu-Hjálmar tala um umferðina, https://www.visir.is/g/2016161229494

hefur sagt að það þýði ekki að fjölga akreinum því þær fyllast bara, og það þýði ekki að byggja mislæg gatnamót því þá þarftu bara mislæg gatnamót á næstu gatnamót

þá spyr ég, tilhvers var verið að byggja fyrstu mislægu gatnamótinu? afhverju ekki að fækka akreinum ef þær eru óþarfi?

maðurinn ræður engan veginn við verkefnið og ætti að snúa sér að öðru
AMD Ryzen 5900x * Nvidia GTX 3080 Ti * Asus ROG Crosshair VIII Hero * 32GB Samsung B-Die @3800MHz (14-14-14-28)
CPU & VGA WaterCooled * CaseLabs T10 * Corsair HX 1200i * LG 38GL950 * Motu M2 / Yamaha HS8 + Presonus T10 Sub
Skjámynd

roadwarrior
Gúrú
Póstar: 539
Skráði sig: Þri 22. Apr 2008 20:00
Staða: Ótengdur

Re: Umferðin í Reykjavík

Póstur af roadwarrior »

rapport skrifaði:https://www.mbl.is/frettir/innlent/2019 ... sfellsbae/

Af hverju er ekki einhverstaðar búið að koma upp live mælingum á umferð.

Ef fólk gæti stuðst við gögn og séð hvenær umferð er mikil og hvenær lítil o.þ.h. þá væri auðveldara að taka ákvarðanir um hvenær ætti að leggja af stað.

Með slík gögn þá gætu heilu vinnustaðirnir planað vaktaskipti út frá umferð, staðir sem eru með 24/7 starfsemi, þá er það virkilega kjánalegt að hafa vaktaskipti kl.8 og kl.16. það mundi líklega spara öllum mikinn tíma að hafa vaktaskiptin t.d. kl. 7 og 15.

Þá hafa fyrirtæki oft eytt gríðarlegum fjármunum í húsnæði og innviði en nota þeta svo bara hluta af sólarhringnum.

Vörulagerar og jafnvel heilu vöruhúsin bara opin 10-12 klst á sólarhring, gætu unnið sér mikið í haginn og bætt þjónustu með því að dreifa álaginu á fleiri klukkustundir. Aðföng spara sér líklega formúgu á að keyra út vörur í verslanir á nóttunni, engin umferð = minni tími og færri tjón + bílastæði við verslanir tóm = fljótlegra að komast að + minni líkur á tjóni, minna stress og miklu, miklu betri nýting á eigum fyrirtækisins.

En já, af hverju eru engar live mælingar á umferð og væri mikið mál að koma slíkum mælingum af stað?

Hei velkominn til nútímans, Google Maps bíður uppá þetta í rauntíma og hefur gert lengi: :sleezyjoe :baby :megasmile

https://www.google.com/maps/@64.1152185 ... a=!5m1!1e1
Skjámynd

jericho
Tölvutryllir
Póstar: 693
Skráði sig: Mið 21. Jan 2004 14:23
Staða: Ótengdur

Re: Umferðin í Reykjavík

Póstur af jericho »

rapport skrifaði:https://www.mbl.is/frettir/innlent/2019 ... sfellsbae/

Af hverju er ekki einhverstaðar búið að koma upp live mælingum á umferð.

Ef fólk gæti stuðst við gögn og séð hvenær umferð er mikil og hvenær lítil o.þ.h. þá væri auðveldara að taka ákvarðanir um hvenær ætti að leggja af stað.

Með slík gögn þá gætu heilu vinnustaðirnir planað vaktaskipti út frá umferð, staðir sem eru með 24/7 starfsemi, þá er það virkilega kjánalegt að hafa vaktaskipti kl.8 og kl.16. það mundi líklega spara öllum mikinn tíma að hafa vaktaskiptin t.d. kl. 7 og 15.

Þá hafa fyrirtæki oft eytt gríðarlegum fjármunum í húsnæði og innviði en nota þeta svo bara hluta af sólarhringnum.

Vörulagerar og jafnvel heilu vöruhúsin bara opin 10-12 klst á sólarhring, gætu unnið sér mikið í haginn og bætt þjónustu með því að dreifa álaginu á fleiri klukkustundir. Aðföng spara sér líklega formúgu á að keyra út vörur í verslanir á nóttunni, engin umferð = minni tími og færri tjón + bílastæði við verslanir tóm = fljótlegra að komast að + minni líkur á tjóni, minna stress og miklu, miklu betri nýting á eigum fyrirtækisins.

En já, af hverju eru engar live mælingar á umferð og væri mikið mál að koma slíkum mælingum af stað?
Vegasjá Vegagerðarinnar er með live mælingu á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu (t.d. rétt hjá Bauhaus nálægt Mosó). Einnig er hægt að nota Borgarvefsjá Reykjavíkurborgar en hún er einnig með live mælingu á nokkrum stöðum.

Hvorug þessara síða er reyndar mjög notendavæn eða sýnir þetta á flottan hátt og ég efast um að það fæst fjármagn til að bæta úr því.

worghal skrifaði:til að byrja með, þeir sem ákveða hvernig umferðin á að liggja og haga sér hérna í reykjavík eru líklegast ekki rétta fólkið í starfið.
það eru margir "choke points" sem fá enga athygli til þess að laga umferðina og svo er bara bætt við ljósum og lækkað umferðar hraða í staðinn.
nú ættla ég að vera miðaldra og öskra út í buskan en HVER Í ANDSKOTANUM ber ábyrgð á þessum auka ljósum við hörpu sem komu þarna um daginn?
Vonandi erum við að tala um sömu ljós, en aukaljósin eru vegna vinnutækja sem þurfa að komast ofan í og upp úr risastóra grunninum.

5600x | DH-15 | ASUS GTX 1060 6GB | MSI B550m Pro-VDH | Samsung Evo 970 1TB | Corsair LPX 2x8GB | Seasonic Prime Fanless 600W | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q
Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6079
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Umferðin í Reykjavík

Póstur af worghal »

jericho skrifaði:
worghal skrifaði:til að byrja með, þeir sem ákveða hvernig umferðin á að liggja og haga sér hérna í reykjavík eru líklegast ekki rétta fólkið í starfið.
það eru margir "choke points" sem fá enga athygli til þess að laga umferðina og svo er bara bætt við ljósum og lækkað umferðar hraða í staðinn.
nú ættla ég að vera miðaldra og öskra út í buskan en HVER Í ANDSKOTANUM ber ábyrgð á þessum auka ljósum við hörpu sem komu þarna um daginn?
Vonandi erum við að tala um sömu ljós, en aukaljósin eru vegna vinnutækja sem þurfa að komast ofan í og upp úr risastóra grunninum.
nei, ég er að tala um ljósin sem pruttu up fyrir framan hörpuna við seðlabankann.
þarna er engin leið fyrir vinnutæki upp úr grunninum og þetta eru ekki tímabundin ljós heldur og þau synca við ljósin sem eru við gatnamótin við hörpuna
CPU: Intel Core i7 6700K MB: Asrock Z170 Extreme4 GPU: Asus GTX 980 Strix RAM: Corsair Vengeance LPX 2x8gb 3200Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Asus Xonar STX - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Bitfenix Shinobi XL

bigggan
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 394
Skráði sig: Fim 05. Maí 2011 17:43
Staða: Ótengdur

Re: Umferðin í Reykjavík

Póstur af bigggan »

Fletch skrifaði:-snip
Mynd

Gemini
Fiktari
Póstar: 76
Skráði sig: Mán 02. Mar 2009 00:56
Staðsetning: 105
Staða: Ótengdur

Re: Umferðin í Reykjavík

Póstur af Gemini »

Grunar nú að Reykjavíkur pólitíkin sé að fara í hina áttina. Semsagt gera umferð hægari og leiðinlegri. T.d. ef þú keyrir Sæbraut niður í bæ utan háannatíma virðast þeir hafa stillt ljósin þannig að þú lendir alltaf á rauðu ljósi.
Skjámynd

Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 6350
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Umferðin í Reykjavík

Póstur af Sallarólegur »

“Að vera á bíl og væla yfir umferð er eins og að reykja inni á veitingastað og kvarta yfir reykingalykt.”

Prófið rafhjól :)
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD

G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller

kjartanbj
Gúrú
Póstar: 559
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Staða: Ótengdur

Re: Umferðin í Reykjavík

Póstur af kjartanbj »

Gemini skrifaði:Grunar nú að Reykjavíkur pólitíkin sé að fara í hina áttina. Semsagt gera umferð hægari og leiðinlegri. T.d. ef þú keyrir Sæbraut niður í bæ utan háannatíma virðast þeir hafa stillt ljósin þannig að þú lendir alltaf á rauðu ljósi.
Ljósin á sæbraut eru algerlega óháð hvort öðru, engin samtenging á milli þeirra, og held ekki auðvelt að vera breyta prógramminu á þeim

Það er bara með ólíkindum að ljós í borgini séu ekki tengd saman með öllum þessum lausnum í dag það þarf ekki að grafa á milli þeirra streng til þess að samtengja þau þá væri hægt að auka flæðið verulega og ljós td ekki að breytast í rautt þegar engin umferð er að koma , borgin hefur bara engan vilja til þess að greiða fyrir umferð, hún markvisst eykur á umferðina , þessi gangbrautarljós við hörpuna eru tildæmis algerlega óþörf, enda önnur gangbrautarljós örfáum metrum frá þeim , svo þessi árátta að taka af afreinar hvað er það? bara gert til þess að hægja á umferð
Skjámynd

GullMoli
Stjórnandi
Póstar: 2309
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Staðsetning: NGC 3314.
Staða: Ótengdur

Re: Umferðin í Reykjavík

Póstur af GullMoli »

Þið sem eruð að segja fólki að nota strætísvagna.. Hafið þið séð vagnana á morgnanna? Þeir eru smekk fullir og auka vagnarnir líka.

Ég persónulega fékk upp í kok af strætó yfir menntaskóla árin mín, frekar legg ég fyrr af stað á einkabíl en að sitja (líklegast standa) beltislaus í kínverskri dauðagildru. Getið skoðað klippur á Youtube af því hvernig farþegar kastast til í strætisvögnum þegar slys verður.


Ég þekki persónulega til fólks sem starfaði í umferðarljósadeild Reykjavíkurborgar, þar sem áhuginn var til staðar að betrumbæta ljósakerfin, samstilla og hvaðeina .. en þessir einstaklingar sem skipulegga og ráða þessu sýndu engan vilja til að hlusta eða taka mark á því (boðið að mæta á svæði til þess að sjá og fá útskýringu af hverju sumu þarf að breyta, en afþakkað). Þessi sami starfsmaður gafst upp á viljaleysinu en hefur m.a. haldið kynningu fyrir hópi verðandi/núverndi þingmanna þegar þingkosningar stóðu yfir.. um hluti tengda umferðarljósum sem þarf að breyta hér og þar. Vitaskuld skilaði það engum árangri.

Af þeim sökum eru umferðarljós oft ósamstillt eða skipulag gífurlega ábótavant.
[*]Gangbrautarljós sem eru ótengd almennum umferðarljósum (Ljósin við 365 miðla og Klambratún sem dæmi), svo að þó að 50 bílar séu nýlagðir af stað, þá þurfa þeir að stoppa 200 metrum seinna því gangbrautarljósin eru alveg óháð öðrum ljósum :) :) :) .
[*]Allstaðar á stofnbrautum: Fá grænt ljós á stórum gatnamótum og sjá ljósið á móti verða rautt...?
[*]Sæbraut: Það eru skynjarar í götunni, uppvið umferðarljósin. Ef það er kvöld og hliðargata inn á Sæbraut hefur ekki orðið græn í ákveðin tíma (því það hefur enginn bíll verið á ljósinu), þá verður það instantly grænt ef það skyndilega lendir bíll á ljósinu, sama þó það séu 30 bílar að koma í gegnum Sæbrautina. Svo því að það dettur einum stökum bíl í hug að keyra þarna inná Sæbraut, þá þurfa 30stk að stoppa. Í stað þess að það séu skynjarar lengra aftur sem skynja komandi umferð og gefi henni aðeins meiri tíma til að komast yfir (það kostar nú aldeilis mengun að bremsa bíl og koma honum aftur afstað!!).


Að ríkisstjórnin og Hjálmar sé að æla því út úr sér að einkabíllinn sé bara vandamál til að byrja með, gerir mig gífurlega pirraðan þegar ég veit að þetta er svona. Að Hjálmar, þessi einkabílshatari, sé með þessa stöðu í staðin fyrir einstakling sem hefur áhuga á því bestu fyrir allar hliðar, er út í HÖTT!


Varðandi nýjustu athugasemdina hér að ofan; Ljósin á Sæbraut eru í mismunandi prógrami eftir því hvaða tími dags það er, sem þau eru oft samstillt þannig að sé ekið á 60 allan tímann þá lendirðu á grænu.
|| Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || GTX 1070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"

KristinnK
spjallið.is
Póstar: 461
Skráði sig: Sun 03. Apr 2011 00:28
Staða: Ótengdur

Re: Umferðin í Reykjavík

Póstur af KristinnK »

Alveg sama hvort umferðin sé mikil eða ekki þá er það alveg óneitanlegt að Reykjavíkurborg virðist í mörgum tilvikum vísvitandi gera umferðina verri. Hitt er svo annað og má deila um hvort það sé gert vísvitandi til að spilla fyrir umferðinni til þess reyna að þvinga fólk í almenningssamgöngur, eða hvort vanhæfni sé skýringin.

Til dæmis þegar keyrð er Miklabraut meðfram Klambratúni eru þar ljós sem eru ekki við gatnamót heldur einungis fyrir gangandi vegfarendur. Í fyrsta lagi eru þau ljós alltof löng. Ég varð einu sinni vitni að því að þessi ljós urðu rauð, og svo urðu ljósin á gatnamótum Miklabrautar og Langahlíðar líka rauð, og hin síðarnefndu voru svo fyrri til að verða aftur græn. Það heldur engu vatni að ljós þar sem er bara göngubraut séu lengri en ljós sem hleypa bæði gangandi og bílum yfir. Stundum þarf maður að stoppa og horfa á einn eða tvo einstaklinga skunda yfir, og sitja svo þarna fastur heillengi eftirá öllum að algjörlega tilgangslausu.

Í öðru lagi ætti auk þess að stytta ljósin að skipta þeim í tvennt eins og er gert við ljósin við göngubrautina við hús 365 miðla á sömu götu, þannig að umferð er bara stöðvuð í eina átt í einu. Í þriðja lagi væri langbesta fjárfestingin að byggja þarna göngubrú svo að ekki þyrfti að stöðva umferð.

En undirliggjandi vandamálið er auðvitað að svo margir stórir vinnustaðir (báðir háskólar, Landspítalinn, höfuðstöðvar bankanna (nema Íslandsbanki síðan 2016), ýmsar stofnanir ríkis og borgar, Íslensk erfðagreining og mörg önnur fyrirtæki, og svo framvegis séu allir lengst úti á Reykjanestanga, þannig allir sem vinna á þessum stöðum þurfa að keyra sömu tvær umferðaæðarnar á morgnana.
Clevo P170EM | Intel i7-3720QM @ 3.6GHz | 4x4GB DDR3 @ 1600MHz | 256GB SSD + 1TB HDD | GeForce GTX 680M @ 855MHz/2300MHz
Skjámynd

Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 6350
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Umferðin í Reykjavík

Póstur af Sallarólegur »

Það er hlægilegt að lesa þetta röfl.

Stærsta vandamál okkar kynslóðar eru loftlagsmál. Með ísland er í toppsætunum yfir losun per íbúa.

Með því að bæta flæði einkabílsins hvetjum við fleiri til að nota hann og fara fleiri ferðir. Þetta hefur sannað sig um allan heim enda eru allar borgir að hverfa frá þeirri stefnu.

Við drögum ekki úr útblæstri með því að bæta flæðið heldur að fá þá sem geta til að nota aðra samgöngumáta. Það minnsta sem við getum gert er að samnýta ferðirnar og fara 2-5 saman í bíl þegar það á við, en ekki að hver einasti einstaklingur sé á 5 metra olíubrennandi stálhlunk.
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD

G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller

kjartanbj
Gúrú
Póstar: 559
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Staða: Ótengdur

Re: Umferðin í Reykjavík

Póstur af kjartanbj »

Vandamálið við aðra samgöngumáta er að margir eru að fara með börn á leikskóla og keyra svo í vinnuna og það er engin leið að fara það með strætó fyrir marga, og að sameinast í bíla er heldur ekkert einföld lausn, fók er með mismunandi vinnutíma , fólk ætlar sér að fara í búð og útrétta eftir vinnu og svo framvegis , fleiri og fleiri eru að kaupa sér rafmagnsbíla og þá verður þetta olíubrennandi úr sögunni

Td með mig þá keyri ég nær daglega á milli Selfoss og Reykjavíkur og ég er alltaf einn í bíl, enda með mjög svo óreglulegan vinnutíma og engin leið að sameinast í bíl með neinum, stefni hinsvegar á að fá mér rafmagnsbíl þegar ég get
Skjámynd

GullMoli
Stjórnandi
Póstar: 2309
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Staðsetning: NGC 3314.
Staða: Ótengdur

Re: Umferðin í Reykjavík

Póstur af GullMoli »

Sallarólegur skrifaði:Það er hlægilegt að lesa þetta röfl.

Stærsta vandamál okkar kynslóðar eru loftlagsmál. Með ísland er í toppsætunum yfir losun per íbúa.

Með því að bæta flæði einkabílsins hvetjum við fleiri til að nota hann og fara fleiri ferðir. Þetta hefur sannað sig um allan heim enda eru allar borgir að hverfa frá þeirri stefnu.

Við drögum ekki úr útblæstri með því að bæta flæðið heldur að fá þá sem geta til að nota aðra samgöngumáta. Það minnsta sem við getum gert er að samnýta ferðirnar og fara 2-5 saman í bíl þegar það á við, en ekki að hver einasti einstaklingur sé á 5 metra olíubrennandi stálhlunk.

Já endilega farðu að bera okkur saman við stórborgir. Höfuðborgarsvæðið er nefnilega alveg jafn þétt byggt og þær.
Algengustu "blokkirnar" sem ná að mestu 4-5 hæðum, því nú auðvitað mega ekki einhver ljót háhýsa rísa hér á landi, það skyggir á útsýni og er sjónmengun! Svo er nú annað mál að það er aukið vesen að vera með mjög háa turna, tilheyrandi dælubúnað fyrir vökvakerfi og þessháttar.

Eins og ég sagði að ofan, strætisvagnarnir sem ég keyri framhjá eru smekk-fullir nú þegar (þrátt fyrir auka vagnana á háannatíma). Sömuleiðis þætti mér gaman að sjá þig fara með börn á leikskóla í Strætó.

Bróðir minn í Svíþjóð notar lest til þess að fara í vinnu og koma stráknum í leiksskólann, en það eru líka almennilegar almenningssamgöngur.
|| Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || GTX 1070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"
Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 5917
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Umferðin í Reykjavík

Póstur af rapport »

Umferðin pirrar mig en það mundi pirra mig meira ef það yrði farið í dýrar framkvæmdir við stækkun umferðamannvirkja.

Ef ég fengi að ráða þá mundi ég loka nokkrum þverunum (s.s. hægt að beygja inná MB en ekki fara þvert yfir) við Miklubraut þannig að íbúar hverfa þyrftu að fara aðrar leiðir inn á Miklubraut.

Þá mundi ég hugsa um að gera Grensós að hringtorgi, fólk gæti þá farið inn á MB við Háaleitisbraut en snúið við á Grensás ef það væri að fara niður í bæ, en það gæti líka farið inn á MB hjá Kringlunni eða Kringlumýrarbraut og möguleikinn að fara Bústaðarveg niður í bæ er alltaf opinn.

Þetta yrði hugsanlega vesen fyrir Sjúkrabíla en bráðamóttakan fer niður í bæ þegar LSH flytur í nýtt húsnæði = þetta er bara framtíðin.

Þá mundi ég vilja undirgöng eða brýr ASAP í staðin fyrir gönguljós, vinn í gamla 365 húsinu og sé hvernig þau steindrepa flæðið.

Á Spáni er oft vinstri beygja ekki leyfð, heldur þarf að taka slaufu til hægri til að beygja til vinstri (liður 5 - https://www.tripadvisor.com/Travel-g187 ... gners.html)
Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 5917
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Umferðin í Reykjavík

Póstur af rapport »

GullMoli skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:Það er hlægilegt að lesa þetta röfl.

Stærsta vandamál okkar kynslóðar eru loftlagsmál. Með ísland er í toppsætunum yfir losun per íbúa.

Með því að bæta flæði einkabílsins hvetjum við fleiri til að nota hann og fara fleiri ferðir. Þetta hefur sannað sig um allan heim enda eru allar borgir að hverfa frá þeirri stefnu.

Við drögum ekki úr útblæstri með því að bæta flæðið heldur að fá þá sem geta til að nota aðra samgöngumáta. Það minnsta sem við getum gert er að samnýta ferðirnar og fara 2-5 saman í bíl þegar það á við, en ekki að hver einasti einstaklingur sé á 5 metra olíubrennandi stálhlunk.

Já endilega farðu að bera okkur saman við stórborgir. Höfuðborgarsvæðið er nefnilega alveg jafn þétt byggt og þær.
Algengustu "blokkirnar" sem ná að mestu 4-5 hæðum, því nú auðvitað mega ekki einhver ljót háhýsa rísa hér á landi, það skyggir á útsýni og er sjónmengun! Svo er nú annað mál að það er aukið vesen að vera með mjög háa turna, tilheyrandi dælubúnað fyrir vökvakerfi og þessháttar.

Eins og ég sagði að ofan, strætisvagnarnir sem ég keyri framhjá eru smekk-fullir nú þegar (þrátt fyrir auka vagnana á háannatíma). Sömuleiðis þætti mér gaman að sjá þig fara með börn á leikskóla í Strætó.

Bróðir minn í Svíþjóð notar lest til þess að fara í vinnu og koma stráknum í leiksskólann, en það eru líka almennilegar almenningssamgöngur.
Er ekki verkefni hjá borginni sem heitir "Þétting byggðar", það er þetta dreifbýla þéttbýli sem er höfuðverkur, að allir þurfa að ferðast svo langt því að það eru svo fáir á hverjum ferkílómetra.
Skjámynd

Zorglub
spjallið.is
Póstar: 401
Skráði sig: Mið 16. Jan 2008 12:42
Staðsetning: Nokkuð góð!
Staða: Ótengdur

Re: Umferðin í Reykjavík

Póstur af Zorglub »

Þótt maður bölvi því þá skilur maður alveg aðgerðir til að takmarka umferð, hún sem slík skiptir mig reyndar litlu máli þar sem ég hjóla allt árið.
Maður er hinsvegar lemjandi leiður á hræsninni og tvískinnungnum, einhver örfá skemmtiferðaskip sem koma hingað menga meira en allur bílafloti landsins en það má ekki tala um það því þetta er svo gott fyrir hagkerfið.
Hundruðir gámaskipa sem menga meira en allur bílafloti heimsins ferja svo endalaust af einnota drasli sem er sérstaklega hannað til að endast 100 sinnum styttra en það gæti.
Þessi hugmyndafræði að almenningur eigi að bera ábyrgð á loftslagsmálum meðan hag og fyrirtækjakerfi er drifið af gróða og einnotastefnu er vægast sagt barnaleg.
Gigabyte Z390 Aorus Pro | I9 9900K | Corsair Vengeance 32GB | Asus RTX 2080 Ti | Samsung 970 Evo Plus 250 GB | Corsair AX 860i | Noctua NH-D15
Skjámynd

Sydney
1+1=10
Póstar: 1105
Skráði sig: Lau 29. Mar 2008 19:26
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Umferðin í Reykjavík

Póstur af Sydney »

GullMoli skrifaði:Varðandi nýjustu athugasemdina hér að ofan; Ljósin á Sæbraut eru í mismunandi prógrami eftir því hvaða tími dags það er, sem þau eru oft samstillt þannig að sé ekið á 60 allan tímann þá lendirðu á grænu.
Ef þú beygir af kringlumýrabraut inn á sæbraut í austurátt á morgnanna eru ljósin stillt þannig að maður lendur alltaf á grænu....ef maður keyrir á 90. Ef þú keyrir á 60 lendir þú á rauði ljósi á hverju einustu gatnamótum.
Gigabyte X570 Aorus Ultra | Ryzen 9 5900X | Corsair Vengeance RGB Pro 32GB 3200MHz CL16 | Fractal Design Define S
Aorus Xtreme RTX 2080 Ti | 500GB Samsung 980 Pro | Corsair AX860 | ROG Swift PG279Q
Ducky YOTM | Glorious Model O | Sennheiser HD650 | Thrustmaster Warthog HOTAS
Thinkpad X1 Yoga 2nd Gen OLED

tonycool9
Nörd
Póstar: 114
Skráði sig: Mið 12. Okt 2005 23:04
Staðsetning: Reykjavik
Staða: Ótengdur

Re: Umferðin í Reykjavík

Póstur af tonycool9 »

Sallarólegur skrifaði:Það er hlægilegt að lesa þetta röfl.

Stærsta vandamál okkar kynslóðar eru loftlagsmál. Með ísland er í toppsætunum yfir losun per íbúa.

Með því að bæta flæði einkabílsins hvetjum við fleiri til að nota hann og fara fleiri ferðir. Þetta hefur sannað sig um allan heim enda eru allar borgir að hverfa frá þeirri stefnu.

Við drögum ekki úr útblæstri með því að bæta flæðið heldur að fá þá sem geta til að nota aðra samgöngumáta. Það minnsta sem við getum gert er að samnýta ferðirnar og fara 2-5 saman í bíl þegar það á við, en ekki að hver einasti einstaklingur sé á 5 metra olíubrennandi stálhlunk.
Sorglega barnalegt viðhorf,komdu aðeins niður úr skýjunum
Skjámynd

Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 6350
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Umferðin í Reykjavík

Póstur af Sallarólegur »

tonycool9 skrifaði: Sorglega barnalegt viðhorf,komdu aðeins niður úr skýjunum
GullMoli skrifaði: Já endilega farðu að bera okkur saman við stórborgir.
Zorglub skrifaði: Þessi hugmyndafræði að almenningur eigi að bera ábyrgð á loftslagsmálum meðan hag og fyrirtækjakerfi er drifið af gróða og einnotastefnu er vægast sagt barnaleg.
Fína rykið sé mun hættulegra og þyrfti að fylgjast með því hér á landi daglega. Gera má ráð fyrir að jarðefnaeldsneyti, útblástur frá bensín- og dísilbílum eigi þátt í menguninni.

„En þið brennið ekki jarðefnaeldsneyti nema með bílum, trukkum og strætisvögnum, eiginlega engu öðru.“
https://www.ruv.is/frett/undarlega-miki ... -reykjavik
Viðhengi
mengun.JPG
mengun.JPG (163.19 KiB) Skoðað 3521 sinnum
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD

G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller

blitz
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1668
Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
Staða: Ótengdur

Re: Umferðin í Reykjavík

Póstur af blitz »

Sallarólegur skrifaði: Við drögum ekki úr útblæstri með því að bæta flæðið heldur að fá þá sem geta til að nota aðra samgöngumáta. Það minnsta sem við getum gert er að samnýta ferðirnar og fara 2-5 saman í bíl þegar það á við, en ekki að hver einasti einstaklingur sé á 5 metra olíubrennandi stálhlunk.
Þetta er alveg rétt og er kjarni málsins.

Það er hópur fólks sem þarf að vera á einkabíl yfir ákveðið tímabil vegna fjölskylduaðstæðna. Hins vegar er stór hluti fólks sem þarf ekki að vera á bíl og gæti vel komist til staða með því að ganga, hjóla, taka strætó eða sameinast með öðrum í bíl. Það hafa orðið ótrúlegar samgöngubætur á höfuðborgarsvæðinu með lagningu hjólastíga sem alltof fáir vita um.

Það ætti t.am. að snarfækka bílastæðum við mennta- og háskóla ásamt því að taka upp gjaldskyldu. Það er gjörsamlega galið að allt þetta fólk keyri til og frá skóla og ætlist til þess að leggja frítt fyrir utan skólann. Hjólatengingar við HR eru frábærar og þarf skólinn að gera betur til að styðja við aðra samgöngumáta.

Ég hef hjólað til og frá vinnu svo til daglega síðustu 4 ár án teljandi vandræða. Áður en ég gerði það var ég einn af þessum plebbum sem bölvaði öllum öðrum í umferðinni og velti fyrir mér af hverju þeir þurftu að vera á bíl.
PS4

Viggi
Tölvutryllir
Póstar: 638
Skráði sig: Fim 26. Apr 2007 02:04
Staða: Ótengdur

Re: Umferðin í Reykjavík

Póstur af Viggi »

Langmest mengunin sem er að valda loftslagsbreytingum kemur frá stórverksmiðjum í asíu og indlandi og öllum þróunarríkjunum sem pæla varla neitt í loftslagsmálum og stórskipaumferð sem brenna svartolíu. Þannig að þetta er soldið mikið propaganda með bílaumferðina að hún sé að rústa loftslaginu :)
B450M Steel Legend (AM4). AMD Ryzen 5 3600X. TEAM TM8FP4512G (SSD). 2 tb HDD. 3 tb HDD. 4 tb HDD GeForce RTX 2060 SUPER. 16 gb 3600 mhz RAM.
Skjámynd

Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 6350
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Umferðin í Reykjavík

Póstur af Sallarólegur »

Viggi skrifaði:Langmest mengunin sem er að valda loftslagsbreytingum kemur frá stórverksmiðjum í asíu og indlandi og öllum þróunarríkjunum sem pæla varla neitt í loftslagsmálum og stórskipaumferð sem brenna svartolíu. Þannig að þetta er soldið mikið propaganda með bílaumferðina að hún sé að rústa loftslaginu :)
Hvaðan færðu þær tölur? Mér finnst þessi umræða oft á svo lágu plani. Allskonar staðreyndavillum haldið fram og það á alltaf einhver annar að taka á vandamálinu. Ergo, ekkert gerist neins staðar. Hvorki hér á landi né annars staðar.

"Nei þetta er sko hinn sem veldur útblæstri. Aldrei ég sko. Vondu útlendingarnir."

https://www.epa.gov/ghgemissions/global ... sions-data

https://www.eea.europa.eu/data-and-maps ... r-capita-1
Viðhengi
global_emissions.png
global_emissions.png (157.84 KiB) Skoðað 3496 sinnum
capita.png
capita.png (105.87 KiB) Skoðað 3485 sinnum
capita_global.png
capita_global.png (107.7 KiB) Skoðað 3482 sinnum
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD

G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller
Skjámynd

GullMoli
Stjórnandi
Póstar: 2309
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Staðsetning: NGC 3314.
Staða: Ótengdur

Re: Umferðin í Reykjavík

Póstur af GullMoli »

Sydney skrifaði:
GullMoli skrifaði:Varðandi nýjustu athugasemdina hér að ofan; Ljósin á Sæbraut eru í mismunandi prógrami eftir því hvaða tími dags það er, sem þau eru oft samstillt þannig að sé ekið á 60 allan tímann þá lendirðu á grænu.
Ef þú beygir af kringlumýrabraut inn á sæbraut í austurátt á morgnanna eru ljósin stillt þannig að maður lendur alltaf á grænu....ef maður keyrir á 90. Ef þú keyrir á 60 lendir þú á rauði ljósi á hverju einustu gatnamótum.
Þú ert náttúrulega að fara í kolranga átt! :lol:

En vissulega, þetta er mismunandi eftir tímum og akstursstefnu. Þeir reyna að hleypa umferðarösinni, sem er á leið niður í bæ, betur í gegn mögulega á kostnað þeirra sem eru á leiðinni úr bænum.

Fannst reyndar stórkostlegt í sumar þegar það var leirfok yfir Reykjavík frá einhverjum eyðum á suðurlandi með tilheyrandi: "Helvítis mengun er þetta af einkabílnum alltaf hreint!". Hápunktur menguninnar var kl 1:00 eftir miðnætti, enda algjörlega ótengt bílum.
EDIT: Fann hlekkinn; https://www.mbl.is/frettir/innlent/2019 ... ifryksins/

Þessi túrista-dallar sem koma hingað til lands og lalla svo í lausagangi við höfnina með þessu fallega blágrá útblásturs skýi.
Sömuleiðis eru einkaþotur oft látnar ganga í lausagangi svo þær séu tilbúnar til flugtaks, þó þær megi að vísu bara ganga í 30min fyrir og eftir flugtak (sem er ekkert endilega virt).
|| Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || GTX 1070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"
Svara