Ég hugsa að ég endi með að kaupa þetta prufutæki sem ég fékk, bara svo ég geti prufað að flassa firmware-ið.
Eina vandamálið er að ég var búinn að flassa í nýjasta firmware-ið sem er 1.5.2 og þá er ekki lengur hægt að downgrade-a firmware-ið nema heilinn sé tekinn úr tækinu, tengdur við tölvu með ST-Link (þarf að lóða við heilann) og bluetooth module-inn er downgrade-aður. Mun hugsanlega kaupa nýjan Pro heila á Amazon.
Runar skrifaði:Hvernig er með bleytu? Býst við að þetta þolir ekki notkun í rigningu og slíkt? Til eitthvað sem er hægt að kaupa sem hjálpar með það?
Var einmitt að spá í Pro útgáfunni af þessu (aðalega útaf auka range), en Elko mun ekki flytja þau inn, sendi fyrirspurn á þá. Einhver sem veit með Mii.is í sambandi við það? En eingöngu ef það er hægt að fá eitthvað aukalega sem gerir þetta vatnshelt.
Ég hef farið á því í vinnuna alla vikuna, aldrei verið ringing en frekar blautt úti. Ég setti cover yfir mælaborðið þar sem móðurborðið er, en það er hægt að kaupa "betri" plötu undir hlaupahjólið sem ver rafhlöðurnar.
Mii.is eru að bíða eftir Pro sendingu, líklegast allt uppselt í þeirri sendingu en þá ætti ekki að vera langt í þá næstu.
