ADSL, PPPoE og fleiri en 1 IP.

Svara
Skjámynd

Höfundur
emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1784
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

ADSL, PPPoE og fleiri en 1 IP.

Póstur af emmi »

Kveldið, ég ætlaði að fá mér fleiri IP tölur á ADSL hjá mér eftir að mér var sagt að þetta væri hægt. Það er búið að ráta IP tölu til mín á aðaltöluna og svo ætlaði ég að stilla ZyXEL 662HW til að taka á móti þessu en ekkert gengur. Er einhver hér sem hefur gert þetta? Svona lítur þetta út í þessum router.

Menu 12.1.1 - Edit IP Static Route

Route #: 1
Route Name= ?
Active= No
Destination IP Address= ?
IP Subnet Mask= ?
Gateway IP Address= ?
Metric= 2
Private= No

Ég byrjaði á því að slökkva á NAT og setti 192.168.1.2 sem er vélin sem á að fá nýju IP töluna, prufaði bæði 255.255.255.0 og 255.255.255.255 í netmask, og setti 192.168.1.1 sem gw sem er iptalan á þessum router. Svo bætti ég nýju IP tölunni á netkortið á tölvunni en kemst ekki á netið. :)

Búinn að finna útúr þessu, takk samt. :)
Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Staða: Ótengdur

Re: ADSL, PPPoE og fleiri en 1 IP.

Póstur af MezzUp »

emmi skrifaði:Búinn að finna útúr þessu, takk samt. :)
Hmm, fræða okkur kannski? :)
Skjámynd

Höfundur
emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1784
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Póstur af emmi »

Ok, þetta er aðeins hægt ef þú ert tengdur beint í DSLAM hjá netveitu þinni og sért með PPPoE ef ég fer með rétt mál. Þú færð úthlutað nokkrum iptölum, routerinn fær eina löglega IP sem þú festir á hann í LAN settings.
Ég er með ZyXEL 662HW, ég veit ekki hvernig þetta er gert á öðrum routerum. Þú byrjar á því að slökkva á NAT og svo ferðu í Static Routing Setup, næst í IP Static Route og smellir á 1. t.d. Þar inni er eftirfarandi mynd:

Menu 12.1.1 - Edit IP Static Route

Route #: 1
Route Name= velarnafn
Active= Yes
Destination IP Address= löglegiptalasemþúfærðúthlutað
IP Subnet Mask= 255.255.255.0
Gateway IP Address= iptalaárouter
Metric= 2
Private= No

Svo býrðu til fleiri svona rútur fyrir hverja vél sem á að fá löglega IP og loks seturðu þessar IP tölur á hverja vél fyrir sig. Núna er ég búinn að setja löglega IP á allar vélar á heimilinu. :D
Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Staða: Ótengdur

Póstur af MezzUp »

Töff
En hvernig ertu ,,tengdur beint í DSLAM"?
Skjámynd

Höfundur
emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1784
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Póstur af emmi »

Þá er símalínan mín bara tengd beint í búnað Netsamskipta þar sem ég vinn. ADSL'ið fer þá beint í DSLAM'ið í staðinn fyrir að fara í gegnum BBRAS.

gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af gumol »

Eru ekki allir með ADSL tengdir í "Digital subscriber line access multiplexer"?

http://en.wikipedia.org/wiki/DSLAM

Edit: Ok, getur hinn almenni notandi semsagt ekki fengið svona?

http://en.wikipedia.org/wiki/Special:Se ... arch=BBRAS :S
Skjámynd

Höfundur
emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1784
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Póstur af emmi »

gumol skrifaði:Eru ekki allir með ADSL tengdir í "Digital subscriber line access multiplexer"?

http://en.wikipedia.org/wiki/DSLAM
Jú, en sumir hafa viðkomu í BBRAS. Þá er þetta ekki hægt. Kosturinn við BBRAS er sá að þá gefst fólki kostur að flakka milli Internetveita eftir því hver býður best.

Emizter
Fiktari
Póstar: 77
Skráði sig: Mán 26. Apr 2004 23:24
Staðsetning: Njarðvík, Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Póstur af Emizter »

Og DSLAM'ið verður að keyra á PPPoE ekki satt? :)
Skjámynd

natti
Tölvutryllir
Póstar: 623
Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
Staðsetning: 107
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af natti »

Það sem að emmi á við, er að hann er að með það sem við köllum "ADSL+" en ekki "ADSL"
Þ.e.a.s. þetta er ekki upphringisamband. Ekkert username og password. Heldur tenging skilgreind beint á milli tveggja staða. Í rauninni bara svipað einsog leigulína, nema með ADSL tækninni.
Mkay.
Skjámynd

Höfundur
emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1784
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Póstur af emmi »

Ég er með username og password. :)
Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6208
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af gnarr »

hmm.. getur semsagt "venjulegur" notandi hjá vodafone ekki gert þetta? eða hvað? hvernig er þetta annars gert? þarf maður að kaupa hverja ip tölu eða rður maður henni alveg sjálfur?

info please!
"Give what you can, take what you need."
Skjámynd

Höfundur
emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1784
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Póstur af emmi »

Þú þarft að fá iptölur frá þinni netþjónustu. Þeir rukka alveg örugglega fyrir þetta. Það sem þarf til að þú getir gert þetta er eftirfarandi:

Tengdur beint í DSLAM (ekki í gegnum BBRAS).
PPPoE (ekki PPPoA)

Svo routar ISP'inn þinn á þig einhverjum tölum eða neti og þú sérð svo um að stilla routerinn til að taka á móti þeim.
Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6208
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af gnarr »

ég hef alltaf túlkað þetta þannig að PPPoA væri PPP over Antenna en PPPoE PPP over Ethernet.. hvernig í ósköpunum geturu þú verið með PPPoE ? ekki segja mér að það hefi verið laggður Ethernet kapall beint heim til þín? afhverju ertu þá ekki bara ethernet tengdur við ISP-inn ?

ég er með PPPoA svo að þetta gengur allaveganna ekki hjá mér ;(
"Give what you can, take what you need."
Skjámynd

Höfundur
emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1784
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Póstur af emmi »

PPPoE er PPP over Ethernet en PPPoA er PPP over ATM. Við erum að nota PPPoE eins og Firstmile í Rvík, BTNet er með þetta og Hive líka. Þetta er það sem koma skal. Vodafone ætlar á næsta ári að skipta yfir í PPPoE líka.
Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6208
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af gnarr »

good stash... ég held samt að ég verði kominn yfir í hive áður en vodafone verður komið með PPPoE, nema að OwTF geri einvherjar róttækar breytuingar á næstunni.
"Give what you can, take what you need."

stefanth
Nýliði
Póstar: 3
Skráði sig: Þri 07. Des 2004 13:39
Staða: Ótengdur

og-vot-the-fokk

Póstur af stefanth »

ogVodafone er með þetta líka... ég spurði þá í dag og þeir bjóða upp á þetta. Maður borgar 500 kr fyrir hverja ip-tölu sem maður kaupir. Ef maður er með 2 vélar bak við lanið hjá sér þá er það 1000 kr.
Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Staða: Ótengdur

Re: og-vot-the-fokk

Póstur af MezzUp »

stefanth skrifaði:ogVodafone er með þetta líka... ég spurði þá í dag og þeir bjóða upp á þetta. Maður borgar 500 kr fyrir hverja ip-tölu sem maður kaupir. Ef maður er með 2 vélar bak við lanið hjá sér þá er það 1000 kr.
Jájá, og Síminn er líka með þannig, en ég held að það sé bara hægt að vera með eina IP tölu per tengingu.

stefanth
Nýliði
Póstar: 3
Skráði sig: Þri 07. Des 2004 13:39
Staða: Ótengdur

Póstur af stefanth »

Þeir hjá ogvodafone bjóða upp á 1, 2 og 6 ip-tölur fyrir hverja tengingu.
Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Staða: Ótengdur

Póstur af MezzUp »

stefanth skrifaði:Þeir hjá ogvodafone bjóða upp á 1, 2 og 6 ip-tölur fyrir hverja tengingu.
Huh, ok. Sérðu það á heimasíðunni eða?

Hvernig ætli það sé þá útfært? Menn aftengdir úr BBRAS eða?

stefanth
Nýliði
Póstar: 3
Skráði sig: Þri 07. Des 2004 13:39
Staða: Ótengdur

Póstur af stefanth »

Hér fyrir neðan er svarið sem ég fékk frá þeim. Ég þurkaði út nafnið á þjónustufulltrúanum...
Það er því miður ekki til neitt skriflegt sem er tilbúið til að senda viðskiptavinum en í grófum atriðum eru breytingarnar eftirfarandi.

Encapsulation er breytt úr PPPoverATM í RFC 1483. Multiplexing fer í LLC Snap og notendanafn og lykilorði er breytt í iptölur sem viðskiptavinur fær úthlutað. Fleiri stillingar snúa ekki að notendanum en okkar tæknimenn þyrftu einnig að breyta rútum í samræmi við þetta.


Kveðja,

******** ********
Þjónustufulltrúi
Nethjálp OgVodafone

OgVodafone
Síðumúla 28
108 Reykjavík
http://www.ogvodafone.is
Svara