skipio skrifaði:Ég hef aldrei farið á hlaðborð sem hefur klárast áður en ég hef orðið saddur. Og ef svo væri, hvað kemur það málinu við? Bandvíddin til útlanda sem Hive hefur yfir að ráða getur líka klárast.
Hvað áttu við? Bandvíddin getur ekki ,,klárast" einsog maturinn, en hún öll verið í notkun í einu jú, en þegar notkunin minnkar verður bandvíddinn ennþá þarna, maturinn kemur ekki til baka þegar fólk hættir að fá sér af hlaðborðinu. Hlaðsborðssamlíkinginn gengur einfaldlega ekki þar sem að þú ert að bara saman hraða(internettenging) og magn(maturinn).
skipio skrifaði:En ef við höldum okkur við vatnssopa samlíkinguna að þá myndi það seint teljast misnotkun að leyfa vini þínum að fara á Netið hjá þér ef hann væri í heimsókn, líkt og hann má fá vatnssopa hjá þér.
jújú, enda viðurkenndi ég að það væri frekar slæmt dæmi.
skipio skrifaði:En það er ekki rétt hjá þér að Orkuveitan hans Alfreðs sé byrjuð að rukka sérstaklega fyrir notkun á vatni.
OR.is skrifaði:Varmaorka er afhent í formi heits vatns sem selt er samkvæmt rúmmetra mælingu
skipio skrifaði:Ég held það sé alveg ljóst að miðað við hvernig verðskráin fyrir vatnið er uppbyggð í Reykjavík væri Orkuveitan því ekki samþykk að maður leyfði fólki í öðrum íbúðum að nota vatnið manns.
Á nú ekki við þar sem ég afsannaði fyrri punktinn, en engu að síður væri það einfaldlega ekki Orkuveitunnar að samþykkja. Ég hlýt að mega gefa vatnið
mitt hverjum sem er, ef ekki eru skýrar reglur um það?
skipio skrifaði:Hitaveita Suðurnesja rukkar hinsvegar eftir magni vatns sem er notað eða eins og stendur í 3. gr. gjaldskrárinnar: „[f]yrir afnot ferska neysluvatnsins skal húseigandi greiða samkvæmt magnmæli.“
Hmm, ég veit allavega fyrir víst að við erum að borga fast árgjald og ekkert annað. En núna ertu búinn að snúa við báðum punktunum mínum, þá er þetta alveg eins, bara öfugt(þú gefur mér vatn þ.e.)
skipio skrifaði:Ég held samt að þeir væru ekki hrifnir ef þú værir að gefa öðrum vatnið „þitt“ sbr. 2. gr.: „[h]itaveitan lætur hverju húsi, sem er í sambandi við vatnsæðar hennar, í té vatnsmagn, er ætla má að nægi til eðlilegra heimilisnota og annarra nota almennt.“
So not the point! Núna ertu búinn að missa þig alveg útí samlíkinguna. Það breytir engu með Internetið þótt að HS segi þetta
skipio skrifaði:Annars er stóri munurinn á þessu sá að nettenging við útlönd er virkilega dýr öfugt við vatnið á Íslandi.
Enda kostar Internettenginginn sitt. Held nú samt að þessar borholur séu ekkert ókeypis, en það skiptir svosem engu máli.
Meginpunkturinn er einfaldlega að ef að ég borga x kr. mánaðarlega fyrir y marga megabita á sekúndu á ég að geta gert hvað sem er við þá ef annað er ekki tekið skýrt fram í reglum eða lögum. Og þ.a.l. leiðandi get ég ómögulegt samþykkt að það ,,hljóti að falla undir misnotkun" að hýsa proxy.Eins sem að ég finn í reglum Hive er þetta:
hive.is skrifaði:Einnig er viðskiptavini óheimilt að setja upp hugbúnað eða starfrækja tölvuþjónustu sem getur skert þjónustu annarra viðskiptavina.
Enn eitt loðið svarið? Hvernig skilgreina þeira ,,tölvuþjónustu"?