Sinnumtveir skrifaði:Tbot skrifaði:
En sjáðu veruleikafyrringuna.
Landbankinn telur sig eiga allsherjarveð í vörubyrgðum sem Tölvutek var ekki einu sinni búið að borga.
Þannig að bankinn tekur veð í einhverju sem heildsalin á enn þannig séð.
Hérna sýnist mér vera "replay" af gjaldþroti Nanoq þar sem Spron hrifsaði til sín ógreiddar vörur sem afhentar höfðu verið versluninni. Ef mig misminnir ekki þá stóð þjófnaður Nanoq/Spron fyrir dómstólum.
Þetta er/verður áhugavert að fylgjast með.
Ég hef heyrt af samskonar dæmi áður, ie fyrirtæki fór í þrot og var með ógreiddar vörur frá framleiðanda/heildsala sem að þrotabúið tók yfir og neitaði að afhenda til baka.
En í nánast öllum samningum sem ég hef séð sem snúa að einhversskonar viðskiptum er klásúla/orðalag um að varan sé eign seljanda þar til hún hefur verið að fullu greidd. Og það er það sem er gengið út frá.
Ég gúgglaði spron & nanoq málið... og það virðist hafa endað SPRON í vil.
https://timarit.is/page/5199115#page/n48/mode/2up
Og þar stendur helvíti áhugaverð setning:
[...] þegar viðkomandi seljandi hefur afhent vöruna til verslunar, yfirfærist eignarétturinn á henni og seljandinn (heildverslunin) á þá aðeins viðskiptakröfu á fyrirtækið.
Þannig að hugmyndin um að seljandi sé raunverulegur eigandi þar til varan er greidd... stenst ekki lög.
Eignarétturinn er s.s. háður afhendingu en ekki greiðslu...
Með tilliti til þessa er málið fyrirfram tapað hjá Acer, ef þeir eiga bara kröfu í þrotabú...
Mkay.