Tekið úr þessari hérna frétt. Vilja að stjórnvöld geti afskráð .is lénÍ sameiginlegri umsögn fjögurra samtaka höfundarréttarhafa er óskað eftir því að í lagasetningu verði stjórnvöldum heimilt að afskrá lén ef þar fer fram ólögleg starfsemi. Þar er bent á að erlend vefsvæði þar sem höfundarréttarvörðu efni er dreift án heimildar hafi verið skráð með .is-lén auk þess sem hryðjuverkasamtökin sem kenndu sig við islamskt ríki höfðu fengið skráð lén hér. Lén hryðjuverkamannanna var afskráð árið 2014 á þeim forsendum að upplýsingar um eiganda þess hafi augljóslega rangar í skráningunni.
Höfundaréttarhafar óska eftir því að lénaskráningin verði bundin opinberu leyfi, með sama hætti og fjarskiptarekstur eða tíðnisvið útvarpsrása.
Höfundaréttarsamtökin á Íslandi eru vitleysingar
-
Höfundur - FanBoy
- Póstar: 733
- Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
- Staðsetning: Hvammstangi
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Höfundaréttarsamtökin á Íslandi eru vitleysingar
Mér leiðist hegðun höfundarréttarsamtaka á Íslandi og víðar sem gera ekkert til þess að leysa vandamálin er varða niðurhal og fleira slíkt heldur er eingöngu hjólað í lögin og allt gert verra í kjölfarið. Þetta skrifa ég sem höfundur sjálfur.
Re: Höfundaréttarsamtökin á Íslandi eru vitleysingar
Eru þetta ekki einhverjir alveg úreltir-í-hugsun & skilningi boomers.
-
- 1+1=10
- Póstar: 1103
- Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 18:39
- Staðsetning: 104 Rvk
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Höfundaréttarsamtökin á Íslandi eru vitleysingar
Hvað er nýtt :p
Tölva og Stuffz..
Viðskiptarándýr&bráð.
Viðskiptarándýr&bráð.
Re: Höfundaréttarsamtökin á Íslandi eru vitleysingar
Það vill svo til að .is er ISO kóði fyrir landið Ísland (IS). Þannig að auðvitað er það þannig að allt sem er þar undir hljóti að vera undir forráði Íslands sem lands.
Heimurinn er bara einsog hann er, og við höfum hagsmuni að verja að .is lénið sé ekki misnotað af óæskilegu fólki og starfssemi, því ef t.d. að .is lén yrði #1 piracy staður veraldarinnar þá myndu bandarísk stjórnvöld án efa beita íslensk stjórnvöld miklum þrýstingi og jafnvel efnahagsþvingunum í að loka á slíkt.
Þannig að ábyrgðin fellur á íslendinga/íslensk stjórnvöld hvort sem okkur líkar það eða ekki ef þannig tilvik koma upp. Hugmyndafræðin að vera "hands off" gengur ekki upp því við berum á endanum ábyrgð á að stjórna .is eftir lögum og reglum, ekki reglugerð ISNIC. Ég efast að um að Trump myndi hlusta mikið á íslenskan forsætisráðherra sem myndi afsaka það að geta ekki lokað á t.d. piratebay.is því reglugerð ISNIC segir að það megi ekki loka lénum og þeir beri ekki ábyrgð, og daginn eftir myndi íslenskur útflutningur til BNA sæta 20% tollum.
En ég vissi að þetta ISIS mál myndi hafa afleiðingar fyrir ISNIC, og hvað þeir drógu með að loka léninu sem þeir á endanum gerðu þó af "tæknilegum ástæðum". Af einhverjum ástæðum var rökhugsun ekki í lagi hjá þeim að loka ekki strax, því þeir hljóta að vita að þeir starfa ekki í tómarúmi, og að íslensk stjórnvöld geta hvenær sem er tekið þetta yfir ef þeir geta ekki starfrækt þetta apparat með þeim hætti sem eðlilegt þykir.
Heimurinn er bara einsog hann er, og við höfum hagsmuni að verja að .is lénið sé ekki misnotað af óæskilegu fólki og starfssemi, því ef t.d. að .is lén yrði #1 piracy staður veraldarinnar þá myndu bandarísk stjórnvöld án efa beita íslensk stjórnvöld miklum þrýstingi og jafnvel efnahagsþvingunum í að loka á slíkt.
Þannig að ábyrgðin fellur á íslendinga/íslensk stjórnvöld hvort sem okkur líkar það eða ekki ef þannig tilvik koma upp. Hugmyndafræðin að vera "hands off" gengur ekki upp því við berum á endanum ábyrgð á að stjórna .is eftir lögum og reglum, ekki reglugerð ISNIC. Ég efast að um að Trump myndi hlusta mikið á íslenskan forsætisráðherra sem myndi afsaka það að geta ekki lokað á t.d. piratebay.is því reglugerð ISNIC segir að það megi ekki loka lénum og þeir beri ekki ábyrgð, og daginn eftir myndi íslenskur útflutningur til BNA sæta 20% tollum.
En ég vissi að þetta ISIS mál myndi hafa afleiðingar fyrir ISNIC, og hvað þeir drógu með að loka léninu sem þeir á endanum gerðu þó af "tæknilegum ástæðum". Af einhverjum ástæðum var rökhugsun ekki í lagi hjá þeim að loka ekki strax, því þeir hljóta að vita að þeir starfa ekki í tómarúmi, og að íslensk stjórnvöld geta hvenær sem er tekið þetta yfir ef þeir geta ekki starfrækt þetta apparat með þeim hætti sem eðlilegt þykir.
*-*
Re: Höfundaréttarsamtökin á Íslandi eru vitleysingar
Já, ég reyndar sá eftir kommentinu mínu fljótt þar sem að mér finnst einmitt það sem appel sagði hér að ofan. Auðvitað á að geta lokað á óprúttna aðila.
Re: Höfundaréttarsamtökin á Íslandi eru vitleysingar
appel skrifaði:Það vill svo til að .is er ISO kóði fyrir landið Ísland (IS). Þannig að auðvitað er það þannig að allt sem er þar undir hljóti að vera undir forráði Íslands sem lands.
Heimurinn er bara einsog hann er, og við höfum hagsmuni að verja að .is lénið sé ekki misnotað af óæskilegu fólki og starfssemi, því ef t.d. að .is lén yrði #1 piracy staður veraldarinnar þá myndu bandarísk stjórnvöld án efa beita íslensk stjórnvöld miklum þrýstingi og jafnvel efnahagsþvingunum í að loka á slíkt.
En hvað með úttekt Evrópusambandsins sem sýndi fram á að skaðsemi skráarskipta á höfundarvörðu efni valdi svo til engum efnislegum skaða?
S.s. Aðdáendur eru og hafa alltaf verið til í að styrkja uppáhalds hljómsveitina sína, kaupa kvikmyndir og þætti á einu formi eða öðru osfv.-
i7-10700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|
Re: Höfundaréttarsamtökin á Íslandi eru vitleysingar
Þetta eru engin rök. Ísland og ESB er skuldbundið að berjast gegn ólöglegri miðlun efnis í gegnum alþjóðasamninga. Hvað einhverja úttekt varðar þá skiptir hún nakvæmlega engu máli.DJOli skrifaði:appel skrifaði:Það vill svo til að .is er ISO kóði fyrir landið Ísland (IS). Þannig að auðvitað er það þannig að allt sem er þar undir hljóti að vera undir forráði Íslands sem lands.
Heimurinn er bara einsog hann er, og við höfum hagsmuni að verja að .is lénið sé ekki misnotað af óæskilegu fólki og starfssemi, því ef t.d. að .is lén yrði #1 piracy staður veraldarinnar þá myndu bandarísk stjórnvöld án efa beita íslensk stjórnvöld miklum þrýstingi og jafnvel efnahagsþvingunum í að loka á slíkt.
En hvað með úttekt Evrópusambandsins sem sýndi fram á að skaðsemi skráarskipta á höfundarvörðu efni valdi svo til engum efnislegum skaða?
S.s. Aðdáendur eru og hafa alltaf verið til í að styrkja uppáhalds hljómsveitina sína, kaupa kvikmyndir og þætti á einu formi eða öðru osfv.-
*-*