4G hneta vs lélegt VDSL?

Svara

Höfundur
Manager1
Gúrú
Póstar: 551
Skráði sig: Þri 16. Mar 2004 21:28
Staða: Ótengdur

4G hneta vs lélegt VDSL?

Póstur af Manager1 »

Ég bý í bæ úti á landi þar sem ekki er í boði ljósleiðari en ljósnetið er hérna. Hinsvegar er ég svo óheppinn að vera mjög langt frá símstöðinni þannig að ég næ ekki nema ca. 25mb í niðurhal og 5mb í upphal þegar hámarkið er 50 niður og 50 upp.
Þannig að ég er að velta því fyrir mér hvort að 4G hneta gæfi mér meiri hraða? Ég hef enga reynslu af svona búnaði, dugar þetta alveg sem heimanet þar sem netnotkun er talsverð eða yfir 500gb á mánuði.

Það er 4G sendir hérna frá Nova og ég var að spá í að kaupa hnetu frá þeim.
Intel i7 2600k @ 3.4GHz | Asus P8P67 PRO | Corsair Vengeance 16gb 1600Mhz | Geforce GTX 1070 | BenQ EW2430 24"
Skjámynd

Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 6350
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: 4G hneta vs lélegt VDSL?

Póstur af Sallarólegur »

Hvernig er 4G netið í símanum?

Ef þú ætlar að spila tölvuleiki myndi ég taka VDSL. Ef þú ert á 4G sendi þá ertu að deila sendinum með öllum í kring, svo það er ekki eins stabílt.
Ef þú færð miklu betri hraða á 4G og ert að nota þetta fyrir netflix og chill myndi ég taka 4G.
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD

G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller

wicket
FanBoy
Póstar: 722
Skráði sig: Mán 07. Sep 2009 09:30
Staða: Ótengdur

Re: 4G hneta vs lélegt VDSL?

Póstur af wicket »

Ef síminn þinn fær gott 4G færðu það líka með hnetunni. 4G Router myndi virka betur en hneta, sérstakelga með loftneti og þeir eru með meira throughput og geta tengst fleiri tækjum, bara veist af því. Þarft heldur ekkert að kaupa hjá búnaðinn hjá Nova, getur alveg keypt notaða hnetu eða router. Þetta virkar allt óháð hvort það sé frá Nova, Símanum eða Voda.

Þetta snýst aðallega um að 4G er deild bandbreidd. Ef margir nota sama sendinn hrynur hraðinn niður, þannig að ef þú ert á þannig stað myndi ég alltaf taka Ljósnetið, þú færð þá bara þinn hraða alltaf óháð öllu öðru.

ég myndi líka taka speedtest á síma með korti frá Nova, Símanum og Voda til að athuga hvar þú ættir að kaupa þér 4G aðgang. Það er mjög misjafn hraði á mobile netum utan höfuðborgarsvæðisins, Síminn oftast bestur og með lægtsta pingið.

Höfundur
Manager1
Gúrú
Póstar: 551
Skráði sig: Þri 16. Mar 2004 21:28
Staða: Ótengdur

Re: 4G hneta vs lélegt VDSL?

Póstur af Manager1 »

Hérna er smá samanburđur sem ég gerđi áđan. Pingiđ var m.a.s. örlítiđ lægra á 4G heldur en wifi.
Screenshot_20190724-145723_Speedtest.jpg
Screenshot_20190724-145723_Speedtest.jpg (248.12 KiB) Skoðað 721 sinnum
Intel i7 2600k @ 3.4GHz | Asus P8P67 PRO | Corsair Vengeance 16gb 1600Mhz | Geforce GTX 1070 | BenQ EW2430 24"
Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1478
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: 4G hneta vs lélegt VDSL?

Póstur af depill »

Manager1 skrifaði:Hérna er smá samanburđur sem ég gerđi áđan. Pingiđ var m.a.s. örlítiđ lægra á 4G heldur en wifi.

Screenshot_20190724-145723_Speedtest.jpg
Þú ert greinilega í 4,5G færi hjá Nova, hnetan þeirra styður það ekki að fullu en boxið gerir það. Ég myndi bara kaupa mér box hjá Nova ef þú ert ekki með kröfu um Sjómvarpsþjónustu Símans/Vodafone. Hins vegar eins og þér hefur verið bent á, getur hraði og latency farið eftir álagi á sendi.
Svara