Reynslur af bílaumboðum?

Allar tengt bílum og hjólum

Höfundur
DanniStef
Nörd
Póstar: 126
Skráði sig: Mið 29. Mar 2017 19:17
Staða: Ótengdur

Reynslur af bílaumboðum?

Póstur af DanniStef »

Er búinn að vera að hugsa mikið um bílaumboð á íslandi uppá síðkastið og heyrt mjög misjafnar sögur
um hvert og eitt umboð, væri gaman að fá að heyra ykkar reynslu á ýmsum bílaumboðum, bæði slæmar
og góðar.

Mbk,
Daníel
Skjámynd

Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 6350
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Reynslur af bílaumboðum?

Póstur af Sallarólegur »

Hef alltaf, bara heyrt slæma hluti af Heklu, frá því ég man eftir mér. Líklega svona 10-15 ár, frá hinum ýmsu áttum.

Svo hef ég bara heyrt vel talað um Toyota.

BL er allt í lagi held ég.
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD

G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller

ColdIce
/dev/null
Póstar: 1374
Skráði sig: Mán 11. Maí 2009 16:44
Staðsetning: 600
Staða: Ótengdur

Re: Reynslur af bílaumboðum?

Póstur af ColdIce »

Toyota Kauptúni hafa alltaf farið above and beyond fyrir mig. Hafa oft gefið mér litla varahluti sem mér vantar og oft selt mér varahluti sem eru dýrari annarsstaðar.
Svo má einnig nefna almennilegheitin og virðinguna sem manni er sýnd.
Eplakarfan: Apple Watch S6 LTE | iPad Air 2020 | iPad Pro 12.9” | Apple TV 4K | iPhone 13 Pro Max | Airpods Pro
Tölvan: Lenovo IdeaPad L340 | PlayStation 5 | PlayStation 4 Pro
Útiveran: Ford Kuga | Kangoo | Zero 10X | Bettinsoli | Savage B22 | Savage Apex 110 Predator XP

B0b4F3tt
Ofur-Nörd
Póstar: 222
Skráði sig: Þri 05. Ágú 2014 12:11
Staða: Ótengdur

Re: Reynslur af bílaumboðum?

Póstur af B0b4F3tt »

Ég get ekki Heklu, þjónustan þar er alveg skelfileg en bílarnir sjálfir fínir.

Keypti nýjan Skoda Octavia 2014 en þá voru þeir bara með tveggja ára ábyrgð. Þegar bílinn var 2,5 árs gamall þá brotnar takki í handbremsunni sem læsir henni. Við þetta verður handbremsan ónothæf og þetta var beinskiptur bíll. Ég fer með bílinn í skoðun hjá Heklu og þeir segja mér að það kosti tæpan 50 þús kall að laga þetta. Ég spyr á móti hvort þeir væru til í að koma eitthvað til móts við mig þar sem þetta væri nýlegur bíll en ég fékk bara svarið "Nei".

Við það varð ég pínu pirraður og fór í burtu án þess að bóka tíma hjá þeim. Ætlaði að athuga með þetta annarsstaðar en kom í ljós að önnur verkstæði voru ekkert mikið ódýrari. Þannig að ég endaði aftur hjá Heklu að bóka tíma. Kem við hjá þeim á miðvikudegi og fæ að vita að varahluturinn er ekki til á landinu og að þeir þurfi að panta hann. Ég spurður hvort ég vilji fá varahlutinn með flugi en það kosti aukalega. Ég vildi það að sjálfsögðu þar sem ég vildi fá handbremsuna í lag. Fékk tíma mánudeginum á eftir.

Svo kem ég þarna á mánudeginum og fæ að vita að varahluturinn var ekki kominn til landsins. Ég var þá spurður hvort það hafi ekki verið hringt í mig til þess að láta mig vita að þetta myndi frestast. Slíkt símtal barst aldrei til mín. Var þarna snemma um morguninn þannig að varahlutalagerinn var ekki opinn. Gaurinn í verkstæðismóttökunni ætlaði að tala við varahlutalagerinn og svo hringja í mig seinna um daginn með nánari tímasetningu.

Fékk ekkert símtal á mánudeginum, ekkert símtal á þriðjudeginum og svo á miðvikudeginum ákvað ég að hringja í þá. Þá segja þeir "Já, var ekki búið að hringja í þig, þú átt tíma á morgun". Ég hafði ekkert símtal fengið.

Fór svo með bílinn á viðgerð á fimmtudeginum og fékk smá afslátt af vinnu þar sem ég hafði kvartað yfir því sem á undan hefði gengið.

En ég fékk nóg af þessari þjónustu, seldi bílinn fljótlega og keypti mér Kia Optima. Sé ekki eftir þeim viðskiptum :)

Afsakið þetta rant í mér :)
Skjámynd

Lallistori
Gúrú
Póstar: 574
Skráði sig: Þri 24. Mar 2009 22:13
Staða: Ótengdur

Re: Reynslur af bílaumboðum?

Póstur af Lallistori »

Askja, Toyota, BL og Suzuki eru með allt sitt á hreinu og hef eingöngu fengið góðar viðtökur þaðan.
Hekla og Bernard hafa lengi verið úti að skíta og þýðir ekkert að eiga við þá, sem betur fer var Askja að kaupa Hondu umboðið..
Haf X - Corsair 750w - i7 6700k - 16gb ddr4 3200mhz -ASRock Pro4 - Samsung 850 Pro 256gb - Asus 3070 - 5TB HDD's

Höfundur
DanniStef
Nörd
Póstar: 126
Skráði sig: Mið 29. Mar 2017 19:17
Staða: Ótengdur

Re: Reynslur af bílaumboðum?

Póstur af DanniStef »

B0b4F3tt skrifaði:Ég get ekki Heklu, þjónustan þar er alveg skelfileg en bílarnir sjálfir fínir.

Keypti nýjan Skoda Octavia 2014 en þá voru þeir bara með tveggja ára ábyrgð. Þegar bílinn var 2,5 árs gamall þá brotnar takki í handbremsunni sem læsir henni. Við þetta verður handbremsan ónothæf og þetta var beinskiptur bíll. Ég fer með bílinn í skoðun hjá Heklu og þeir segja mér að það kosti tæpan 50 þús kall að laga þetta. Ég spyr á móti hvort þeir væru til í að koma eitthvað til móts við mig þar sem þetta væri nýlegur bíll en ég fékk bara svarið "Nei".

Við það varð ég pínu pirraður og fór í burtu án þess að bóka tíma hjá þeim. Ætlaði að athuga með þetta annarsstaðar en kom í ljós að önnur verkstæði voru ekkert mikið ódýrari. Þannig að ég endaði aftur hjá Heklu að bóka tíma. Kem við hjá þeim á miðvikudegi og fæ að vita að varahluturinn er ekki til á landinu og að þeir þurfi að panta hann. Ég spurður hvort ég vilji fá varahlutinn með flugi en það kosti aukalega. Ég vildi það að sjálfsögðu þar sem ég vildi fá handbremsuna í lag. Fékk tíma mánudeginum á eftir.

Svo kem ég þarna á mánudeginum og fæ að vita að varahluturinn var ekki kominn til landsins. Ég var þá spurður hvort það hafi ekki verið hringt í mig til þess að láta mig vita að þetta myndi frestast. Slíkt símtal barst aldrei til mín. Var þarna snemma um morguninn þannig að varahlutalagerinn var ekki opinn. Gaurinn í verkstæðismóttökunni ætlaði að tala við varahlutalagerinn og svo hringja í mig seinna um daginn með nánari tímasetningu.

Fékk ekkert símtal á mánudeginum, ekkert símtal á þriðjudeginum og svo á miðvikudeginum ákvað ég að hringja í þá. Þá segja þeir "Já, var ekki búið að hringja í þig, þú átt tíma á morgun". Ég hafði ekkert símtal fengið.

Fór svo með bílinn á viðgerð á fimmtudeginum og fékk smá afslátt af vinnu þar sem ég hafði kvartað yfir því sem á undan hefði gengið.

En ég fékk nóg af þessari þjónustu, seldi bílinn fljótlega og keypti mér Kia Optima. Sé ekki eftir þeim viðskiptum :)

Afsakið þetta rant í mér :)


Er akkúrat búinn að heyra nokkrar svipaðar sögur frá heklu, erfið þjónusta bæði gegn ábyrgðarmálum og ekki.

Mossi__
Gúrú
Póstar: 526
Skráði sig: Þri 21. Nóv 2017 22:49
Staða: Ótengdur

Re: Reynslur af bílaumboðum?

Póstur af Mossi__ »

Mîn reynsla:

Hekla reynir allt til að stinga sér undan ábyrgðarmálum. Keypti af þeim nýjan Skoda sem fylgdi smávægilegir framleiðslugallar (þéttikantaves og einhver draugur í tölvunni). Þeir þvertóku fyrir að þetta væri innan ábyrgðar... Þurfti bara aðeins að laga og resetta tölvunni.. Bílason redduðu þessu frítt á meðan þeir biðu mér í kaffi.

Toyota seldu mér uppgerðan alternator þegar ég bað sérstaklega um og borgaði fyrir nýjan. Tvisvar. Það endaði þannig að þriðja skiptið sem hann fór fékk ég nýjan frítt með 3ja ára ábyrgð... Afaik a.m.k. stuttu seinna seldi ég þann bíl (Aygo.. sem er enn á götunni).

Hef heyrt aðrar skrautlegar sögur af Toyota verkstæðismálum en vil bara segja frá persónulegum reynslum. En þetta ævintýri mitt fælir mig frá þeim.

Bróðir minn hefur bara góða hluti að segja um Suzuki umboðið, bæði bílana og þjónustu og ábyrgðarmál. Og hann er kröfurharðari en ég.

Ég hef einmitt verið að leita að nýjum bíl í tíma. Suzuki þykir mér mjög almennilegir. Hef held eg bara heyrt góðar sögur af þeim. Brimborg þykir mér mjög almennilegir reyndar líka og þekki þar til marga ánægða viðskiptavina. Þekki ekki verkstæðisþjónustuklassann þeirra. En orðið á götunini er almennt gott.

Mér finnst BL smyrja allverulega á verðin á bílunum. En þá hef ég reyndar aðallega verið að skoða Dacia (gamall Lödukall).

(Sandero ætti með öllu að kosta 1,6-1,8 max. Logan 2-2,2 og Dusterinn alls ekki yfir 3. M.t.t. verðlagsins úti og í hlutfalli við verðlags annarra bíla hér sem og að þetta er Dacia.) Ekki kynnt mér verðlagið almennt.

En hef líka heyrt skrautlega hluti um það umboð, BL, og finnst viðhorf og viðmót sölumannanna almennt fráhrindandi.

2013 ætluðum við þáverandi að versla bíl af þeim, BL, en hringavitleysan hja þeim var þannig að við gáfumst upp.
Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 5917
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Reynslur af bílaumboðum?

Póstur af rapport »

Ég hef heyrt svipaðar sögur af Heklu þar til í fyrra. Þá var einhver sem fékk sér lögfræðing og fór yfir með þeim hvernig lög um neytendakaup eru og hvaða ábyrgðir eru m.t.t. þess sem framkemur í eigendahandbók o.s.frv. og að bla bla bla skv. Evrópusambandinu... = bílinn er í ábyrgð í held ég fimm ár.

Hekla í það minnsta gaf eftir, fór yfir málin og ég held að þeir séu búin að uppfæra sín þjónustumál síðan því aftur, bara fyrir mánuði síðan heyrði ég aftur mikið hrós frá einum vini sem hafði fengið eitthvað mánudagseintak sem þeir skiptu út eftir eðlileg samskipti, tilraunir til viðgerða o.þ.h.

JapaneseSlipper
Nörd
Póstar: 108
Skráði sig: Mán 15. Des 2014 17:31
Staða: Ótengdur

Re: Reynslur af bílaumboðum?

Póstur af JapaneseSlipper »

Ég keypti nýjan Volvo v40 af Brimborg fyrir um 2 árum, mér fannst sölumennirnir almennt mjög óáhugasamir og fékk oft tilfinninguna að ég væri að gera þeim greiða að kaupa bíl af þeim. Hef þurft að fara með hann í ástandsskoðun og svo var vélaljósið að koma upp reglulega, get ekkert kvartað undan verkstæðinu hjá þeim.
Skjámynd

vesley
Kóngur
Póstar: 4139
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Reynslur af bílaumboðum?

Póstur af vesley »

rapport skrifaði:Ég hef heyrt svipaðar sögur af Heklu þar til í fyrra. Þá var einhver sem fékk sér lögfræðing og fór yfir með þeim hvernig lög um neytendakaup eru og hvaða ábyrgðir eru m.t.t. þess sem framkemur í eigendahandbók o.s.frv. og að bla bla bla skv. Evrópusambandinu... = bílinn er í ábyrgð í held ég fimm ár.

Hekla í það minnsta gaf eftir, fór yfir málin og ég held að þeir séu búin að uppfæra sín þjónustumál síðan því aftur, bara fyrir mánuði síðan heyrði ég aftur mikið hrós frá einum vini sem hafði fengið eitthvað mánudagseintak sem þeir skiptu út eftir eðlileg samskipti, tilraunir til viðgerða o.þ.h.
Get gefið þér tugi nýrra mála sem eru frá Heklu sem varða vitleysu úr öllum mögulegum áttum. Verra fyrirtæki hef ég aldrei þurft að takast á við.
massabon.is
Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 5917
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Reynslur af bílaumboðum?

Póstur af rapport »

vesley skrifaði:
rapport skrifaði:Ég hef heyrt svipaðar sögur af Heklu þar til í fyrra. Þá var einhver sem fékk sér lögfræðing og fór yfir með þeim hvernig lög um neytendakaup eru og hvaða ábyrgðir eru m.t.t. þess sem framkemur í eigendahandbók o.s.frv. og að bla bla bla skv. Evrópusambandinu... = bílinn er í ábyrgð í held ég fimm ár.

Hekla í það minnsta gaf eftir, fór yfir málin og ég held að þeir séu búin að uppfæra sín þjónustumál síðan því aftur, bara fyrir mánuði síðan heyrði ég aftur mikið hrós frá einum vini sem hafði fengið eitthvað mánudagseintak sem þeir skiptu út eftir eðlileg samskipti, tilraunir til viðgerða o.þ.h.
Get gefið þér tugi nýrra mála sem eru frá Heklu sem varða vitleysu úr öllum mögulegum áttum. Verra fyrirtæki hef ég aldrei þurft að takast á við.
Þá hefur þetta bara verið undantekning. Þá var að rifjast upp fyrir mér hvernig þeir ætluðu að rukka mig um 10þ. kall fyrir hvítan plasttappa í stuðarann á Polo, svo fann gaurinn þetta ekki í kerfinu og gat ekki gert reikning þannig aðhann gaf mér þetta bara.

Ég man að ég hugsaði "hann ætlaði að hirða peninginn sjálfur"...

braudrist
vélbúnaðarpervert
Póstar: 993
Skráði sig: Mán 06. Sep 2004 13:22
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Reynslur af bílaumboðum?

Póstur af braudrist »

Hvernig var þetta með Heklu, fóru þeir ekki á hausinn eða var þeim bjargað?
Intel Core-i9 9900k @ 5GHz :: ASUS ROG Maximus XI Formula :: Corsair Vengeance 3200MHz - 32GB DDR4 :: ASUS ROG STRIX RTX 2080 Ti OC :: 1TB Samsung 970 Pro m.2-NVMe :: 27" Acer Predator XB271HU :: Corsair RM850x :: Cooler Master C700m

Elvar81
Nýliði
Póstar: 9
Skráði sig: Mið 13. Jún 2018 10:49
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Reynslur af bílaumboðum?

Póstur af Elvar81 »

Ég hef góða reinslu af Suzuki og Toyotu
slæma af Heklu

bigggan
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 394
Skráði sig: Fim 05. Maí 2011 17:43
Staða: Ótengdur

Re: Reynslur af bílaumboðum?

Póstur af bigggan »

Slæm upplifun hjá Brimborg, siðast þegar ég fór þángað var 1,5 mánuð bið eftir pláss (Volvo) þúrftir að fara gegnum neytendasamtökinn til að fá i gegn ábyrgðarmál og sammála hann fyrir ofan, að folkið þar hefði litið áhuga fyrir manni, þó að bilarnir þeirra eru frábærir þá nennir maður ekki að standa i þessu lengur...

Mer skilst að þegar maður sleppir milliliðinna og kaupir beint hjá framleiðanda þá er þjónustan miklu betur.
Skjámynd

Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1065
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Staða: Ótengdur

Re: Reynslur af bílaumboðum?

Póstur af Hargo »

Hef átt nokkra Skoda og aldrei lent í veseni með Heklu. Reyndar hef ég aldrei lent í teljandi veseni með þá bíla heldur þannig að það er kannski ástæðan.

En hef átt Toyota líka og þeir voru með frábæra þjónustu, líka fyrir þá sem eiga gamla Toyota bíla. Hef aldrei upplifað aðra eins þjónustu eins og hjá þeim, á jákvæðan hátt.

gorkur
Græningi
Póstar: 44
Skráði sig: Mið 27. Feb 2013 21:35
Staða: Ótengdur

Re: Reynslur af bílaumboðum?

Póstur af gorkur »

Hef frábæra reynslu af Suzuki umboðinu, get ekki hrósað þeim nóg. Hef ekki verslað við Toyota síðan þeir voru í Kópavoginum en þeir voru alveg ágætir þá. Hef bara verið í viðskiptum við Brimborg Peugeot/Citroen/Mazda megin og get ekki kvartað yfir þeim þar en hef einmitt heyrt misjafnar sögur af þeim Ford og Volvo megin.

Heklu versla ég ekki við.

Mossi__
Gúrú
Póstar: 526
Skráði sig: Þri 21. Nóv 2017 22:49
Staða: Ótengdur

Re: Reynslur af bílaumboðum?

Póstur af Mossi__ »

Mig langar reyndar að bæta við fyrri póst að ég hef bara kíkt í Brimborg franskbílameginn. Sölumennirnir þar eru frábærir. En aftur, þekki ekki til þjónustunnar eftir kaup.

Braudrist, ertu nokkuð að rugla við Hondu umboðið? Stutt síðan það fór á hausinn of Askja tók það yfir.

blitz
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1668
Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
Staða: Ótengdur

Re: Reynslur af bílaumboðum?

Póstur af blitz »

Á nýjan Skoda og átti annan nýlegan fyrir, alveg í skýjunum með báða bílanna. Hekla hinsvegar, not so much. Hef enga reynslu af verkstæðinu þeirra þar sem ég fer alltaf í Bílson, frábær þjónusta þar og þvílík þjónustulund.

Sumir, ekki allir, af þeim sölumönnum sem ég ræddi við í Heklu virtust ekki þekkja sérstaklega vel til þeirra bíla sem þeir voru að selja og hvaða útbúnaður kæmi með þeim. Þá voru þeir yfirleitt ekkert sérstaklega áhugasamir um að ræða um bílanna, virtust frekar treysta á að þeir myndu selja sig sjálfir.
PS4
Skjámynd

GullMoli
Stjórnandi
Póstar: 2309
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Staðsetning: NGC 3314.
Staða: Ótengdur

Re: Reynslur af bílaumboðum?

Póstur af GullMoli »

Hef ekki persónulega reynslu af Brimborg nema varahlutakaup sem hafa gengið vel.

HINSVEGAR hafa fjölskyldumeðlimir og vinir lent í ömurlegri þjónustu Volvo/Ford megin.

Niðurstaðan er nokkurnvegin á þann veg að ef að þú ert ekki fínt klæddur þá er ekki yrt á þig.
Þekki 3 tilfelli þar sem einstaklingar voru í hreinum vinnufötum, sumir eigendur verkstæða og með nægan pening á milli handanna, og fengu ekki neina þjónustu og enduðu á því að versla nýja bíla í Toyota eða Heklu í staðin.
|| Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || GTX 1070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"
Skjámynd

C2H5OH
Ofur-Nörd
Póstar: 259
Skráði sig: Mið 08. Des 2010 14:30
Staðsetning: Rannsóknarstofan
Staða: Ótengdur

Re: Reynslur af bílaumboðum?

Póstur af C2H5OH »

Hef ekkert nema gott að segja um Toyota umboðið, hef alltaf fengið frábæra þjónusu með mína bíla þar, ásamt því að gallar sem komið hafa upp var bara krippt í lag, ekkert vesen.

Hef líka bara fína hluti um BL að segja, góð þjónusta og snöggar viðgerðir, heldur dýrir samt þarna á verkstæðinu.

Hekla er örugglega versta fyrirtæki sem ég hef nokkurn tíman þurft að eiga í viðskiptum við hvað varðar þjónustu, þekkingu og ábyrgðarmál. Mun aldrei aftur kaupa bíltegund sem þeir hafa umboð fyrir bara út af því.

braudrist
vélbúnaðarpervert
Póstar: 993
Skráði sig: Mán 06. Sep 2004 13:22
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Reynslur af bílaumboðum?

Póstur af braudrist »

Mossi__ skrifaði:Mig langar reyndar að bæta við fyrri póst að ég hef bara kíkt í Brimborg franskbílameginn. Sölumennirnir þar eru frábærir. En aftur, þekki ekki til þjónustunnar eftir kaup.

Braudrist, ertu nokkuð að rugla við Hondu umboðið? Stutt síðan það fór á hausinn of Askja tók það yfir.
Samkvæmt Veraldarvefnum, féll Hekla í hendur Kaupþings árið 2009 stuttu eftir kreppuna. Veit ekki hvernig staðan er hjá þeim núna, en það er stutt síðan þeir sögðu upp 12 manns.
Intel Core-i9 9900k @ 5GHz :: ASUS ROG Maximus XI Formula :: Corsair Vengeance 3200MHz - 32GB DDR4 :: ASUS ROG STRIX RTX 2080 Ti OC :: 1TB Samsung 970 Pro m.2-NVMe :: 27" Acer Predator XB271HU :: Corsair RM850x :: Cooler Master C700m

Mossi__
Gúrú
Póstar: 526
Skráði sig: Þri 21. Nóv 2017 22:49
Staða: Ótengdur

Re: Reynslur af bílaumboðum?

Póstur af Mossi__ »

braudrist skrifaði:
Mossi__ skrifaði:Samkvæmt Veraldarvefnum, féll Hekla í hendur Kaupþings árið 2009 stuttu eftir kreppuna. Veit ekki hvernig staðan er hjá þeim núna, en það er stutt síðan þeir sögðu upp 12 manns.
Okídók :)

Arena77
Nörd
Póstar: 144
Skráði sig: Lau 14. Feb 2009 19:24
Staða: Ótengdur

Re: Reynslur af bílaumboðum?

Póstur af Arena77 »

Hef ekki góða Reynslu af Bernhard , Rukkuðu mig 110.000 fyrir þjónustuskoðun á Hondu Crv, Mér fanst þetta full dýrt en þeir sögðu þetta vera stóra skoðunin sem væri farið yfir allan bílinn, Þegar ég kem heim tek ég eftir því a' það vantaði annað stöðuljós að framan og númerljósið vantaði
þvílík skoðun?

Tbot
ÜberAdmin
Póstar: 1330
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Reynslur af bílaumboðum?

Póstur af Tbot »

Arena77 skrifaði:Hef ekki góða Reynslu af Bernhard , Rukkuðu mig 110.000 fyrir þjónustuskoðun á Hondu Crv, Mér fanst þetta full dýrt en þeir sögðu þetta vera stóra skoðunin sem væri farið yfir allan bílinn, Þegar ég kem heim tek ég eftir því a' það vantaði annað stöðuljós að framan og númerljósið vantaði
þvílík skoðun?
Hvað ertu að kvarta, þetta var stóra skoðunin á veskinu þínu.

Bernhard hefur alltaf haft það orðspor að vera dýrir.

Ingvar Helgason hafði alltaf orð á sér að vera frekar dýrir en allt stóðst. Ættingjar hafa ekki haft góða reynslu af B&L

BL -> bull og lygar, hef heyrt því nokkrum sinnum slengt fram.
Skjámynd

Moldvarpan
Of mikill frítími
Póstar: 1722
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Staða: Ótengdur

Re: Reynslur af bílaumboðum?

Póstur af Moldvarpan »

Hekla er horror
Toyota lala, oft er verkstæðisþjónustan djók
BL þjónustuðu mig vel, á sýnum tíma þegar ég átti bmw, en það er 10 ár síðan.

Askja er held ég það umboð sem ég myndi mæla með. Verkstæðið þar fyrir atvinnubíla er einstaklega liðlegt og þægilegt.
Svara