appel skrifaði:En það er rosalegt ef allar þessar "physical" eða "brick n mortar" verslanir eru að loka. Hvar á maður að prófa hlutina, fljúga erlendis? Maður vill fá að þreifa á mús og lyklaborð, sjá tölvuskjái, og heyra í heyrnartólum og hátölurum. Að panta bara blint á netinu er ekki málið. Hægt fyrir suma hluti, en ekki alla.
Þetta á við um margar aðrar tegundir verslana, t.d. ljósmyndavöruverslanir. Eina leiðin til að berjast gegn þessu er einmitt að versla heima en ekki á netinu. Nú hrista einhverjir hausinn og bölva íslenskum búðum fyrir okur, en hvernig eiga búðirnar að eiga fyrir húsaleigu, launum og öðrum rekstrarkostnaði? Það eru forréttindi að geta gengið inn í verslun til að máta hluti og skoða, á þessu pínulitla landi okkar. Íslenskar verslanir geta aldrei keppt við erlendar netverslanir. Þetta er sennilega óumflýjanleg þróun, en mig langar samt að hvetja þá sem panta allt á netinu, að hugsa hvort þeir geti lifað alveg án íslenskra verslana.
Það er alltaf eftirsjá eftir búðum sem loka, það þýðir minna vöruúrval og minni samkeppni. Ég vona að það sjái sér einhver fært um að fylla upp í þetta skarð sem Tölvutek skilur eftir, persónulega langar mig að sjá einhvern með Fractal Design umboðið, því betri vöru hef ég einfaldlega ekki séð í þeim flokki, og hef ég prófað bókstaflega allt.