Djöfulsins veisla er þetta!
Nú er þetta loksins komið, aðeins eftir fimm ára bið.
Landsbankinn og Arion eru að bjóða upp á þetta en Íslandsbankinn sagðist bætast við í hópinn eftir smá.
Ég veit ekki hvað mér finnst þar sem ég er ekki búinn að prófa, mér skilst að posarnir skanni símann? Þá er þetta væntanlega þráðlaus greiðsla? Er þá 5000 kr. limit á greiðslu?
Þið sem hafið prófað, kostir og gallar?
Ég hafði sömu áhyggjur Guðjón, og hafði því samband við Arion.
Þetta er ekki eins og snertilausu greiðslurnar sem eru á kortunum, þ.e. það er ekkert limit á greiðslu né þarf að nota kortið sjálft á X færsla fresti.
Er ekki búinn að prófa sjálfur en ég sé bara kosti!
Ég borgaði fyrir Wok-on núðlur í hádeginu í dag með símanum mínum (iPhone7plus) og það var bara geggjað. Ég þurfti að setja þumalinn (fingrascan) á símann samhliða því að leggja símann ofan á þennan standard posa sem allir eru með í dag. Þetta svínvirkaði og ég fékk staðfestingu/kvittun inn á Wallet-ið í símanum samstundis. Þetta er bara snilld! Nú getur maður bjargað sér þegar maður á það til að gleyma veskinu sínu heima.
Viðhengi
59688650_318878008807528_4519747183985033216_n.jpg (74.14 KiB) Skoðað 4054 sinnum
Þetta var nú komið í Android hjá Íslandsbanka án þess að hafa eplabragð af því.
Vinsamlegast athugið: Skoðanir mínar sem birtast hér eru mínar og mínar einar en ekki
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.
GuðjónR skrifaði:Ég veit ekki hvað mér finnst þar sem ég er ekki búinn að prófa, mér skilst að posarnir skanni símann? Þá er þetta væntanlega þráðlaus greiðsla? Er þá 5000 kr. limit á greiðslu?
Þið sem hafið prófað, kostir og gallar?
Eru takmörk á því hvað ég geitt greitt háa fjárhæð með Apple Pay?
Nei, það eru engin fjarhæðarmörk á greiðslum með snjalltækjum, önnur en heimildin á kortinu.
Búin að vera nota símann minn lengi til að borga með, virðist ekki vera nein takmörk á upphæð , það er mikið öruggari greiðsluleið að nota símann heldur en snertilaust kort, síminn þarf að vera með ákveðin öryggisatriði í lagi til þess að það sé hægt að greiða með honum(android) þarft að hafa pin code á símanum en getur aflæst með td fingrafari áður en maður borgar , leið og maður setur inn td unlock með bluetooth device nálægt þá hættir snertilausi greiðslumöguleikinn að virka , ég er með bæði debet og kredit kortið mitt og get bara skipt á milli eftir því með hvoru ég ætla greiða