Samanburður á farsímaþjónustum

Allt utan efnis
Svara

Höfundur
htdoc
Ofur-Nörd
Póstar: 248
Skráði sig: Mán 09. Maí 2011 22:45
Staða: Ótengdur

Samanburður á farsímaþjónustum

Póstur af htdoc »

Nýlega gáfum við út á Aurbjörgu óháðan samanburð á farsímaþjónustum. Samanburðurinn ber saman áskrift annars vegar og frelsi og tilboðsáfyllingar hins vegar. Miðað er við opinberar verðskrár farsímafyrirtækjana, samanburðurinn er uppfærður daglega og öllum farsímafyrirtækjunum var gefinn kostur á að koma með athugasemdir. Einhverjar auka upplýsingar eru í "info bubblunum" á síðunni eins og t.d. upplýsingar um pakkatilboð (ef t.d. internet/ljósleiðar er líka keypt) sem er erfitt að setja upp í samanburðartöflu.

Samanburðinn má finna hér: https://aurbjorg.is/#/farsimi

Væri gaman að heyra ef þið hafið einhverjar hugmyndir varðandi að betrum bæta samanburðinn :)
Einnig væri gaman að heyra, hvort það séu einhverjir nýjir samanburðir sem fólk hefði áhuga á að sjá inn á Aurbjörgu: https://aurbjorg.is/

Viggi
Tölvutryllir
Póstar: 638
Skráði sig: Fim 26. Apr 2007 02:04
Staða: Ótengdur

Re: Samanburður á farsímaþjónustum

Póstur af Viggi »

Ég er nú að borga 2000 fyrir ótakmarkmörkuð símtöl og 100gb gagnamagn hjá hringdu það er ekki þarna á listanum
B450M Steel Legend (AM4). AMD Ryzen 5 3600X. TEAM TM8FP4512G (SSD). 2 tb HDD. 3 tb HDD. 4 tb HDD GeForce RTX 2060 SUPER. 16 gb 3600 mhz RAM.
Skjámynd

Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1104
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Staða: Ótengdur

Re: Samanburður á farsímaþjónustum

Póstur af Njall_L »

Viggi skrifaði:Ég er nú að borga 2000 fyrir ótakmarkmörkuð símtöl og 100gb gagnamagn hjá hringdu það er ekki þarna á listanum
Ert þú mögulega með ótakmarkað heimanet hjá þeim líka?
Untitled.png
Untitled.png (32.19 KiB) Skoðað 1711 sinnum
Aðaltölva: Dell Latitude 7480 | i7-7600u | 32GB DDR4 | 1TB SSD | 14"IPS
In-house streaming tölva: Ryzen 5600X | Gigabyte B550I Aorus Pro AX | 32GB 3600MHz | 1TB Samsung 980 Pro PCIe 4.0 | GTX960
Löglegt WinRAR leyfi
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Samanburður á farsímaþjónustum

Póstur af GuðjónR »

Flottur listi hjá ykkur.
Endalaust snapp hjá NOVA er gildir ekki lengur, eitt af því sem þeir gera til þess að fá fólk til að kaupa meira gagnamagn er að bjóða svona "díl" auglýsa hann grimmt en taka hann svo af þegjandi og hljóðalaust og þú áttar þig kannski ekki á því fyrr en inneignin er búin og hvað gerir þú þá?
Viðhengi
endalaust.PNG
endalaust.PNG (46.51 KiB) Skoðað 1701 sinnum

Viggi
Tölvutryllir
Póstar: 638
Skráði sig: Fim 26. Apr 2007 02:04
Staða: Ótengdur

Re: Samanburður á farsímaþjónustum

Póstur af Viggi »

Njall_L skrifaði:
Viggi skrifaði:Ég er nú að borga 2000 fyrir ótakmarkmörkuð símtöl og 100gb gagnamagn hjá hringdu það er ekki þarna á listanum
Ert þú mögulega með ótakmarkað heimanet hjá þeim líka?
Untitled.png
Já, er með heimanet líka
B450M Steel Legend (AM4). AMD Ryzen 5 3600X. TEAM TM8FP4512G (SSD). 2 tb HDD. 3 tb HDD. 4 tb HDD GeForce RTX 2060 SUPER. 16 gb 3600 mhz RAM.
Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3525
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Samanburður á farsímaþjónustum

Póstur af urban »

Viggi skrifaði:Ég er nú að borga 2000 fyrir ótakmarkmörkuð símtöl og 100gb gagnamagn hjá hringdu það er ekki þarna á listanum

Finnst þér sanngjarnt að telja það með ?
Ef að það er sanngjarnt, þá þarf líka að taka fram hversu mikið þú þarft að borga hringdu til þess að fá þennan díl.
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

bigggan
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 394
Skráði sig: Fim 05. Maí 2011 17:43
Staða: Ótengdur

Re: Samanburður á farsímaþjónustum

Póstur af bigggan »

Flott siða en vildi gjarnan sjá hvað það kostar að hringja í útlönd innan EES frá ísland (eða hvort einhverjir eru með svoleiðis innifalið i áskrift.) og það vantar þrenna hjá síminn lika.
Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1478
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Samanburður á farsímaþjónustum

Póstur af depill »

bigggan skrifaði:Flott siða en vildi gjarnan sjá hvað það kostar að hringja í útlönd innan EES frá ísland (eða hvort einhverjir eru með svoleiðis innifalið i áskrift.) og það vantar þrenna hjá síminn lika.
Þrennan er undir Símanum / Frelsi
Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1478
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Samanburður á farsímaþjónustum

Póstur af depill »

Ég myndi soldið vilja sjá grænu bubblunar snúast um hagstæðustu leið miðað við "allt að þetta gagnamagn". Þannig er Vodafone með 100 MB á 1990 kr enn Hringdu 500 MB á 1490 kr. Skil að það er soldið flókið í útfærslu enn 30 GB hjá Vortex er betra en 25 GB hjá Hringdu en samt koma bæði betur út.
Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 5917
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Samanburður á farsímaþjónustum

Póstur af rapport »

Af hverju finnst mér Aurbjörg alltí einu vera Vaktin.is rip off?

HringduEgill
Ofur-Nörd
Póstar: 259
Skráði sig: Mið 12. Feb 2014 12:56
Staða: Ótengdur

Re: Samanburður á farsímaþjónustum

Póstur af HringduEgill »

bigggan skrifaði:Flott siða en vildi gjarnan sjá hvað það kostar að hringja í útlönd innan EES frá ísland (eða hvort einhverjir eru með svoleiðis innifalið i áskrift.) og það vantar þrenna hjá síminn lika.
Hæ!

Með farsímaáskrift hjá Hringdu eru innifalin ótakmörkuð símtöl frá Íslandi til 40 landa. EES löndin ættu öll að vera á þeim lista. Getur skoðað löndin hérna: https://hringdu.is/hringdupedia/Otakmar ... UsaKanada/

Höfundur
htdoc
Ofur-Nörd
Póstar: 248
Skráði sig: Mán 09. Maí 2011 22:45
Staða: Ótengdur

Re: Samanburður á farsímaþjónustum

Póstur af htdoc »

GuðjónR skrifaði:Flottur listi hjá ykkur.
Endalaust snapp hjá NOVA er gildir ekki lengur, eitt af því sem þeir gera til þess að fá fólk til að kaupa meira gagnamagn er að bjóða svona "díl" auglýsa hann grimmt en taka hann svo af þegjandi og hljóðalaust og þú áttar þig kannski ekki á því fyrr en inneignin er búin og hvað gerir þú þá?
Fyrirtæki reyna þetta einmitt oft. Það er líka til dæmi þar sem fjármálastofnanir bjóða upp á hagstæð kjör eða breytilega vexti, auglýsa það og breyta síðar hljóðlaust.
Við setjum upp ýmsar sjálfkrafa vaktanir, til að reyna að grípa svona breytingar eins og t.d. með fría snappið hjá Nova. Þetta er ennþá inni á Aurbjörgu því Nova auglýsir ennþá frítt snap hjá sér á heimasíðunni sinni: https://www.nova.is/farsimi.
Varstu búinn að sjá einhvers staðar eða upplifa sjálfur að Nova hafi tekið fría snappið út þegjandi og hljóðlaust?
Skjámynd

Hjaltiatla
Vaktari
Póstar: 2671
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Samanburður á farsímaþjónustum

Póstur af Hjaltiatla »

GuðjónR skrifaði:Flottur listi hjá ykkur.
Endalaust snapp hjá NOVA er gildir ekki lengur, eitt af því sem þeir gera til þess að fá fólk til að kaupa meira gagnamagn er að bjóða svona "díl" auglýsa hann grimmt en taka hann svo af þegjandi og hljóðalaust og þú áttar þig kannski ekki á því fyrr en inneignin er búin og hvað gerir þú þá?
Heyrði af þessu og var fljótur að færa mig frá Nova, fíla ekki svona monkey business að maður getur ekki treyst fyrirtæki (Nova geta hugsanlega verið ódýrari en ef maður treystir ekki fyrirtæki þá þarf maður að vera að rýna í alla reikninga og athuga hvort verið sé að plata mann).
Just do IT
  √
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Samanburður á farsímaþjónustum

Póstur af GuðjónR »

htdoc skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Flottur listi hjá ykkur.
Endalaust snapp hjá NOVA er gildir ekki lengur, eitt af því sem þeir gera til þess að fá fólk til að kaupa meira gagnamagn er að bjóða svona "díl" auglýsa hann grimmt en taka hann svo af þegjandi og hljóðalaust og þú áttar þig kannski ekki á því fyrr en inneignin er búin og hvað gerir þú þá?
Fyrirtæki reyna þetta einmitt oft. Það er líka til dæmi þar sem fjármálastofnanir bjóða upp á hagstæð kjör eða breytilega vexti, auglýsa það og breyta síðar hljóðlaust.
Við setjum upp ýmsar sjálfkrafa vaktanir, til að reyna að grípa svona breytingar eins og t.d. með fría snappið hjá Nova. Þetta er ennþá inni á Aurbjörgu því Nova auglýsir ennþá frítt snap hjá sér á heimasíðunni sinni: https://www.nova.is/farsimi.
Varstu búinn að sjá einhvers staðar eða upplifa sjálfur að Nova hafi tekið fría snappið út þegjandi og hljóðlaust?
Ég var ekki búinn að heyra það en var búinn að taka eftir því, gerði tilraun núna, fór á 4G og tók screen af appinu, smá snapp fyrir og eftir.
Alveg klárt mál að snappið telur gagnamagn.

Reyndar var þetta auglýsingin hjá þeim síðasta sumar (06.júní.2018):
https://www.nova.is/dansgolfid/endalaust-snapp
Þú getur Snappað endalaust í sumar án þess að eyða gagnamagni hjá Nova
Svo er alltaf spurning hvernig þeir skilgreina "sumar".
Viðhengi
870.jpg
870.jpg (13.05 KiB) Skoðað 1290 sinnum
868.jpg
868.jpg (13.58 KiB) Skoðað 1290 sinnum
Skjámynd

Fumbler
spjallið.is
Póstar: 484
Skráði sig: Mið 23. Apr 2003 17:15
Staðsetning: Vestfirðir
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Samanburður á farsímaþjónustum

Póstur af Fumbler »

Er ekki alveg tilvalið að Aurbjörg veri með verð samanburð á internet þjónustum, net, gagnamagn, hraði og annað innifalið.
Svara