Sagan er semsagt sú að ég á góðan vin sem ég spila CS:GO með reglulega. Hinsvegar hefur hann aldrei efni á að kaupa sér tölvubúnað og spilar þar af leiðandi á gamalli lélegri fartölvu.
Mig langar rosalga að ná að púsla saman CS hæfri tölvu fyrir greyið svo að hann geti sloppið úr þessarri fartölvu prísund.
Ég er núna með eftirfarandi hluti sem ég hefði hugsað mér að nota í þetta:
- Intel i5 2500k
- Asrock Z68 Extreme3 Gen3
- G-Skill DDR3-1600 8GB
- GeForce GTX 295
- Intel 32GB SSD
- Frekar háværan 500w aflgjafa
Ef einhver hérna á vélbúnað sem að situr uppi í hillu og safnar ryki og gæti gert þessa vél örlítið skemmtilegri fyrir hann, þá væri það mjög vel þegið Ég væri sérstaklega spenntur fyrir því að finna Mini-ITX eða Micro-ATX borð og kassa fyrir þetta, þar sem að hann er með 3 ungabörn á heimilinu og þarf að ganga frá eftir sig eftir hverja spilun.
Öll hjálp væri vel þegin!
-Gunnar