Theraiden skrifaði:urban skrifaði:Smá forvitni, þar sem að ég var nú reykingamaður og er orðinn reyklaus núna í rétt rúma 3 mánuði.
Hvað er þetta að kosta ykkur ?
Er einhver sparnaður á vape í staðin fyrir að reykja ?
Þar sem að það var nú (hin) stóra ástæðan fyrir því að ég hætti að reykja, ég tímdi þessu bara ekki lengur.
Fyrir utan startkostnað (ca 15-25 þúsund fyrir Box, batterí, Tank, nokkur coil og hleðslutæki) þá er þetta að kosta svona 3000 til 4000 krónur á viku fyrir vökvann sjálfann og ný coil. Þannig að já það er töluverður sparnaður miðað við tóbak.
Já en þegar að heildarkostnaður er tekinn samann.
semsagt, það sem að ég á við er að t.d.
ChopTheDoggie skrifaði:
Svo er ééég með nokkra aðra í viðbót en eru ekki nógu worth it að mention-a þá

Þarna eru 3 stykki og aðrir taldir með sem að ekki tekur því að nefna.
Ég man nefnilega hreinlega ekki eftir neinum sem að vapear sem að ekki hefur skipt um græju til þess mjög reglulega eða á fjölmargar.
Annars persónulega valdi ég að nota þessa leið ekki, einfaldlega vegna þess að ég þekki sjálfan mig, til þess að hætta að reykja þá þurfti ég að hætta tvennu, ávananum að reykja og hætta að nota nikótín, ég treysti mér einfaldlega ekki til þess að vera hættur að reykja með vape.
finnst þetta samt brilljant að fólk geti notað þetta til að hætta, versta sem ég sé við vapeið er að allt í einu langar manni í candyfloss eða smákörkur eða eitthvað þegar að það er einhver að vapea nálægt manni.