Borðfesting fyrir 35" Ultrawide og 24.5" skjá.

Svara

Höfundur
kjarnorkudori
Nörd
Póstar: 126
Skráði sig: Fim 09. Nóv 2006 22:14
Staða: Ótengdur

Borðfesting fyrir 35" Ultrawide og 24.5" skjá.

Póstur af kjarnorkudori »

Ég var að bæta skjá við í safnið og vantar borðfestingu svo ég hafi nú eitthvað pláss á skrifborðinu.

Eftir stutta yfirferð sýnist mér að ég þurfi borðfestingu fyrir þrjá skjái sökum breiddar. Þá myndi ég sleppa því að nota miðjufestinguna. Síðan er sá möguleiki að kaupa tvær stakar festingar fyrir sitt hvoran skjáinn.

Minni skjárinn mun yfirleitt vera til hliðar en gott væri að geta fært hann nær miðju borðsins þegar ég er að spila leiki. Því meira sem hægt er að stilla hæð og dýpt því betra.

Mælið þið með einhverju sérstöku vörumerki eða einhverri sérstakri festingu? Verð skiptir ekki öllu máli en væri til í að halda þessu undir 30.000kr.
Skjámynd

lifeformes
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 364
Skráði sig: Fim 10. Feb 2011 23:58
Staðsetning: 66°N
Staða: Ótengdur

Re: Borðfesting fyrir 35" Ultrawide og 24.5" skjá.

Póstur af lifeformes »

Ég er með þessa týpu fyrir 34" skjá og er mjög ánægður með hann, mjög mjúkur í hreyfingu líka

http://ergotechgroup.com/freedom-arms.html

og þeir senda til íslands :happy

Runar
Ofur-Nörd
Póstar: 266
Skráði sig: Fös 27. Jún 2003 19:31
Staða: Ótengdur

Re: Borðfesting fyrir 35" Ultrawide og 24.5" skjá.

Póstur af Runar »

Ég myndi satt að segja mæla með að kaupa 2 staka arma.. hafa þá fasta við borðið sitthvoru megin við miðju borðsins.. þannig myndirðu ná að hafa stóra skjáinn í miðjunni þegar þú ert að dunda þér.. og samt ná að færa hann til hliðar og sjá á hann þegar þú spilar leiki og haft minni skjáinn í miðjunni.. vonandi var þetta skiljanlegt :P Ég skoðaði þessa sem lifeformes mældi með.. var mest allt pósitívt sem ég las um þá.. en þetta eru þeir sem ég er með og eru ágætir.. ekki rosalegir.. en duga í þetta:
https://www.arctic.ac/eu_en/z1-pro-gen-3.html

Margir segja að þeir eru bara fyrir "upp í 27"" eða álíka.. en þyngdin er það sem skiptir máli.. nánast allir sem ég sá sem studdu bara upp í minni skjá en ég er með.. studdu auðveldlega þynginda á mínum (mikilvægt að skoða þyngdina án skjástandsins).. þeir sem stundum gerðu það ekki voru þessi gas powered armar.

Ég pantaði mína beint frá framleiðanda (Tölvutek er að selja þá líka), verðin sem eru skráð þarna eru ekki rétt til Íslands.. þetta er með vsk og allt það í þýskalandi minnir mig.. sérð það í checkout verðið til þín.. og þeir senda til Íslands.. gott úrval hjá þeim.. fíla sérstaklega að þeir selja einingar til að bæta við skjáum seinna fyrir ofan hina.. linkur nr 2 og 3..
https://www.arctic.ac/eu_en/products/ac ... r-arm.html
https://www.arctic.ac/eu_en/z-1-pro.html
https://www.arctic.ac/eu_en/z-2-pro.html

Ég er sjálfur með 34" Ultrawide skjá og 2x 27" skjái.. með 3 staka arma.. mesta frelsið til að ná að staðsetja þá sem best þannig.. býst líka við að það yrði erfitt fyrir mig að finna skjáarm sem styður það allt á einum.. ekki að ég leitaði.. er latur :P

Höfundur
kjarnorkudori
Nörd
Póstar: 126
Skráði sig: Fim 09. Nóv 2006 22:14
Staða: Ótengdur

Re: Borðfesting fyrir 35" Ultrawide og 24.5" skjá.

Póstur af kjarnorkudori »

Flottar ábendingar. Ég var að hugsa um að kaupa þetta heima en þarf að endurskoða það. Mikið rosalega er há álagning á þessum arctic festingum ef miðað er við verðið þarna í checkout. Hátt í helmings sparnaður á 2x festingum sem ég gerði verðsamanburð á.
Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 5917
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Borðfesting fyrir 35" Ultrawide og 24.5" skjá.

Póstur af rapport »


Höfundur
kjarnorkudori
Nörd
Póstar: 126
Skráði sig: Fim 09. Nóv 2006 22:14
Staða: Ótengdur

Re: Borðfesting fyrir 35" Ultrawide og 24.5" skjá.

Póstur af kjarnorkudori »

rapport skrifaði:En bara tvær svona?

https://elko.is/adxdmgs17-adx-bor-festing-me-pumpu

Og úrvalið hér - https://tolvutek.is/vorur/mynd_festingar
Fór og náði í tvær svona sökum verðs og skilarétts hjá Elko rétt í þessu. Ég nenni eiginlega ekki að setja festingarnar upp. Var að enda við að skrúfa eina saman og mér finnst hún rosalega ómerkileg.

Edit: Opnaði hinn og ein liðamótin á þeim fyrsta eru eitthvað óvenju stíf. Gef þessu séns.

Runar
Ofur-Nörd
Póstar: 266
Skráði sig: Fös 27. Jún 2003 19:31
Staða: Ótengdur

Re: Borðfesting fyrir 35" Ultrawide og 24.5" skjá.

Póstur af Runar »

Hvernig gekk að nota svona gas arm á 35"? Stendur upp í 9kg, veit að minn er bara rétt yfir 6kg án skjástandsins, langar mögulega að fá mér þannig, held það sé auðveldarara að hreyfa hann um á þannig.

Einhver sem hefur prófað bæði venjulegan skjá arm og svona gas powered (Fór og skoðaði, er víst kallað pumpa á íslensku :P ) skjá arm? Er mikill munur á að hreyfa skjáinn um?
Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 5917
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Borðfesting fyrir 35" Ultrawide og 24.5" skjá.

Póstur af rapport »

Ég er með svona sem ég keypti held ég notað hérn aá vaktinni fyrir einhverjum árum á 15þ.

Virkielag góð fjárfesting og gat minnkað skrifborðið helling með því að losna við sjkáfæturna , súper fjárfesting.

https://www.youtube.com/watch?v=UC37_U_zmJc

Höfundur
kjarnorkudori
Nörd
Póstar: 126
Skráði sig: Fim 09. Nóv 2006 22:14
Staða: Ótengdur

Re: Borðfesting fyrir 35" Ultrawide og 24.5" skjá.

Póstur af kjarnorkudori »

Í fljótu bragði virðist hún virka fínt fyrir 35". Minn skjár er rétt rúm 5kg eftir að ég tók standinn af.

Mér finnst óþarflega erfitt að færa skjáinn til, væri til að hafa þetta meira "smooth". Ég náði hins vegar að setja þetta þannig upp að ég get haf skjáina hlið við hlið auk þess sem ég get geymt annan skjáinn fyrir aftan á meðan ég færi hinn fram og nær miðju.

Liðamótin eru semsagt ekkert spes. Festingin virkar að öðru leiti eins og hún á að gera. Ég myndi líklega borga nokkra auka þúsundkalla fyrir betri festingu en sambærilegur "3D" standur hjá tölvutek er 250% dýrari sem er ástæðan fyrir því að ég stökk á þessa festingu hjá Elko.
Svara