Bottleneck

Svara

Höfundur
halipuz1
Ofur-Nörd
Póstar: 283
Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 19:25
Staða: Ótengdur

Bottleneck

Póstur af halipuz1 »

Ég er að fara að uppfæra í i7 9700k og móbo meððí, ég er með 1060 6GB Skjákort og ætla ekki að uppfæra skjákort strax, veskið leyfir ekki alveg fyrir það eins og er. Nú er ég að spá... Það er GPU bottleneck sem lendir á þessu m.v bottleneck reiknivél. Segir það sé um 80% bottleneck. Er ég að fara finna eitthvað fyrir þessu eða á ég að slá til og fá mér bara örrann og móðurborð?

andriki
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 345
Skráði sig: Lau 19. Apr 2014 00:31
Staða: Ótengdur

Re: Bottleneck

Póstur af andriki »

bottleneck reiknivél wtf, munt alveg sjá fínt performance gain á þessu upgradei en, gpu bottleneck er eiginlega ekki eth sem þú þarft að spá í það þýðir bara að þú sert að full nýta skjakortið þitt sem er bara eins og maður vill hafa það, vilt hins vegar alls ekki vera með cpu bottleneck þar sem þá byrjaru að fá frame drop, stutter og þá myndiru ekki vera ná að nýta skjakortið almennilega, vilt almennt vera runa gpu eins nálægt 100%

asgeirbjarnason
Ofur-Nörd
Póstar: 257
Skráði sig: Fim 28. Apr 2016 20:17
Staða: Ótengdur

Re: Bottleneck

Póstur af asgeirbjarnason »

Hvaða örgjörva ertu með núna?

Höfundur
halipuz1
Ofur-Nörd
Póstar: 283
Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 19:25
Staða: Ótengdur

Re: Bottleneck

Póstur af halipuz1 »

andriki skrifaði:bottleneck reiknivél wtf, munt alveg sjá fínt performance gain á þessu upgradei en, gpu bottleneck er eiginlega ekki eth sem þú þarft að spá í það þýðir bara að þú sert að full nýta skjakortið þitt sem er bara eins og maður vill hafa það, vilt hins vegar alls ekki vera með cpu bottleneck þar sem þá byrjaru að fá frame drop, stutter og þá myndiru ekki vera ná að nýta skjakortið almennilega, vilt almennt vera runa gpu eins nálægt 100%

Já, wtf á reiknivélina hehe.. En allavega þá meikar þetta alveg 100% sens hjá þér. Gerði aðeins meiri heimavinnu. Takk fyrir svarið.
Svara