Tengja ikea loftljós..?

Athvarf handlagna heimilisnördsins
Svara
Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Tengja ikea loftljós..?

Póstur af appel »

Keypti ikea loftljós, það er með svona tengi fyrir L og N. En hef ekki hugmynd um hvað á að tengja í þetta.

Googlaði L og N, L er "line, single phase" og N er "neutral". Það er sagt að L eigi að vera svart eða rautt. N eigi að vera hvítt.

En það er fullt af litum í loftdósinni og maður veit ekkert hvað er rétt. Ég er með ljósgráan vír (hvítur?), og rauðan, en líka bláan og gul/grænan. Hvað gera allir þessir vírar?
ikea.jpg
ikea.jpg (357.77 KiB) Skoðað 6578 sinnum
dos.jpg
dos.jpg (326.12 KiB) Skoðað 6578 sinnum
*-*

sponni60
Fiktari
Póstar: 52
Skráði sig: Fim 25. Ágú 2011 18:45
Staða: Ótengdur

Re: Tengja ikea loftljós..?

Póstur af sponni60 »

blár fer í N og grái/hvíti fer í L
Skjámynd

Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 6350
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tengja ikea loftljós..?

Póstur af Sallarólegur »

Rauði er L (Live), blái er N (Neutral), græni er jörð.

Hvíti er líklega slökkvarinn og breytist í L (Live) þegar þú ýtir á takkann á veggnum.

Þá notarðu hvítann í staðinn fyrir rauða og setur hvítann í L (Live) en blái fer alltaf í N (Neutral).
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD

G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller
Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Re: Tengja ikea loftljós..?

Póstur af appel »

Þetta hafðist :) takk.
*-*
Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 3992
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Tengja ikea loftljós..?

Póstur af jonsig »

Rafmagn er dauðans alvara. Ekki stóra málið að panta fagmann í þetta.
[style size="10px"]
Kane lives !!
[/style]
Dark Base pro 700, DarkPower P11 850W, 5800X, RX 6900XT, x570 Strix/ 2x360rad + EK-Quantum Kinetic

Heidar222
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 338
Skráði sig: Fös 14. Sep 2012 10:54
Staðsetning: Garðabær
Staða: Ótengdur

Re: Tengja ikea loftljós..?

Póstur af Heidar222 »

jonsig skrifaði:Rafmagn er dauðans alvara. Ekki stóra málið að panta fagmann í þetta.
Tek undir þetta, er sjálfur rafvirki og hef of oft séð allskonar reddingar...
Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Re: Tengja ikea loftljós..?

Póstur af appel »

Tja, jú, vissulega er maður sammála að maður þurfi að fara varlega. Maður á að tengja rétt. Ég tek alltaf rafmagnið af í töflunni og er með gúmmihanska í þokkabót ef ég er eitthvað að fikta í svona.

En mér finnst furðulegt að þetta skuli vera svona asnalegt fyrirkomulag á þessum dósum, þessir staðlar og svona eru bara brandari. Afhverju er ekki bara innstunga þarna? Eða stöðluð tengi svo venjulegt fólk geti gert þetta, án aðkomu rafvirkja. Fólk er ekki að fara borga rafvirkja 20 þús fyrir að setja upp 2 þús kr. loftljós úr ikea, og bíða eftir honum í vikur, þannig að raunveruleikinn er einfaldlega sá að fólk gerir þetta sjálft.
Just one of those things that could be done much better, but isn't, because of reasons...
*-*

Heidar222
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 338
Skráði sig: Fös 14. Sep 2012 10:54
Staðsetning: Garðabær
Staða: Ótengdur

Re: Tengja ikea loftljós..?

Póstur af Heidar222 »

appel skrifaði:Tja, jú, vissulega er maður sammála að maður þurfi að fara varlega. Maður á að tengja rétt. Ég tek alltaf rafmagnið af í töflunni og er með gúmmihanska í þokkabót ef ég er eitthvað að fikta í svona.

En mér finnst furðulegt að þetta skuli vera svona asnalegt fyrirkomulag á þessum dósum, þessir staðlar og svona eru bara brandari. Afhverju er ekki bara innstunga þarna? Eða stöðluð tengi svo venjulegt fólk geti gert þetta, án aðkomu rafvirkja. Fólk er ekki að fara borga rafvirkja 20 þús fyrir að setja upp 2 þús kr. loftljós úr ikea, og bíða eftir honum í vikur, þannig að raunveruleikinn er einfaldlega sá að fólk gerir þetta sjálft.
Just one of those things that could be done much better, but isn't, because of reasons...
Mismunandi eftir verktökum o.s.frv, hef stundum verið að taka lítil aukaverkefni eins og þetta á kvöldin gegn minni greiðslu en þú nefnir.
En vissulega sammála að tengimöguleikar gætu verið betri. M.a. eru smellitengi víða notuð í dag sem eru öruggari og einfaldari í notkun (að mínu mati).
En ef húseigandi óskar eftir slíku kerfi við byggingu húss væri sjálfsagt hægt að koma því fyrir og/eða breyta dósum á einhvern hátt.
En tel ólíklegt að reglugerð verði breytt með hliðsjón að notendavæmni gagnvart notendanum þvímiður.
Just my 2cents
Skjámynd

MatroX
Besserwisser
Póstar: 3496
Skráði sig: Mið 17. Feb 2010 12:58
Staða: Ótengdur

Re: Tengja ikea loftljós..?

Póstur af MatroX »

appel skrifaði:Tja, jú, vissulega er maður sammála að maður þurfi að fara varlega. Maður á að tengja rétt. Ég tek alltaf rafmagnið af í töflunni og er með gúmmihanska í þokkabót ef ég er eitthvað að fikta í svona.

En mér finnst furðulegt að þetta skuli vera svona asnalegt fyrirkomulag á þessum dósum, þessir staðlar og svona eru bara brandari. Afhverju er ekki bara innstunga þarna? Eða stöðluð tengi svo venjulegt fólk geti gert þetta, án aðkomu rafvirkja. Fólk er ekki að fara borga rafvirkja 20 þús fyrir að setja upp 2 þús kr. loftljós úr ikea, og bíða eftir honum í vikur, þannig að raunveruleikinn er einfaldlega sá að fólk gerir þetta sjálft.
Just one of those things that could be done much better, but isn't, because of reasons...
þetta er samt alveg svona, þú tekur rafmagnsmælir mælir út vírana tengir þetta svo með wago tengjum, mega easy,
Intel i7 8700k | Corsair H100i | ASROCK z370 PRO4m | Ripjaws 4x8gb 3200mhz | Palit RTX 3080 GAME ROCK | Corsair 350d | 1x 1tb CARDEA ZERO | 2tb SSD| Antec HCP 1200w | 1x 27" PHILIPS 274E5QHS | 1x ASUS 27" 4k ultrawide | Corsair M95 Mús | Corsair K95 RGB MX Red Lyklaborð |
Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 3992
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Tengja ikea loftljós..?

Póstur af jonsig »

Svo hugsar maður, allir þeir sem deyja árlega vegna rafmagnsbruna séu að vissu leyti mockaðir þegar þessar "ég redda þessu sjálfur týpur" móðgast þegar maður bendir á þessa einföldu staðreynd með að rafmagnið sé hættulegt.

Svo einmitt þegar þú talar um rafmagnsmælinn, er hann af réttri spennukatagoríu og ætlaður fyrir 230V en ekki fínir hobby mælar á amerísku spennunni? Það veit rafvirkinn. Og því einn af þessum vinklum sem þarf að huga að, eins og að skemma ekki útfrá sér eða skapa hættu fyrir aðra.

Ég fékk bara þessa uppljómum þegar ég keypti frekar stóra íbúð nýlega, þar sem einhver hobbíistinn byrjaði greinilega á að prufa tengja uppþvottavélina með að stela rafmagni úr eldavélartengiboxinu, og þaðan ýmislegt annað.
En nú nokkrum árum seinna, er þetta allt í "fullri" virkni en ég er búinn að plokka úr veggjunum brunnin tengi og skemmda tengla sem hafa farið að hitna útaf ófullnægjandi frágangi, og að auki klætt spónaplötum sem eru ágætlega eldfimar. Þetta er bara eitt af þessum ótal dæmum um þessa hugmynd að valda ekki örðum hugsanlegu stórtjóni.

En besta við þetta allt er að ég hef setið á skólabekk í 7ár áður en ég fékk þessa hugljómum. Eftir bæði rafvirkja sveinspróf og rafeindavirkja sveinspróf við lok meistaranáms.
[style size="10px"]
Kane lives !!
[/style]
Dark Base pro 700, DarkPower P11 850W, 5800X, RX 6900XT, x570 Strix/ 2x360rad + EK-Quantum Kinetic
Svara