Daginn,
Fjölskyldumeðlimur er staddur tímabundið erlendis og hefur lent í vandræðum með geoblock á efni á íslenskum vefjum. Ég er með Asus RT-AC56U og svo Unraid server þar á bakvið hérna heima. Get ég gert viðkomandi mögulegt að tengjast netinu í gegnum tenginguna mína til að nálgast þetta efni? Asus-inn er með innbyggða VPN þjóna, en svo væri líka mögulegt að setja upp viðeigandi þjónustu í Docker á Unraid. Einhverjar hugmyndir um hvort þetta er mögulegt og hvernig væri auðveldast að leysa þetta?
kv,
Siggi
Tengjast frá útlöndum gegnum server hér heima - geoblock
Re: Tengjast frá útlöndum gegnum server hér heima - geoblock
Ég notaði á sínum tíma svona Asus Router og innbyggðan Openvpn server. Tengdist svo servernum annað hvort með openvpnconnect appi í android eða windows openvpn client. Virkaði mjög vel og komst inn á allar síður á íslandi. Núna í dag nota ég openvpn server í Synology boxi. Bý erlendis og tengist heim til íslands....og hef gert þetta í 7 ár.
Re: Tengjast frá útlöndum gegnum server hér heima - geoblock
Mágur minn fékk sér ASUS RT AC66U og hann er með innbyggðan VPN server. Í gegnum control panelinn á routernum (giska á 192.168.0.1) gat hann búið til account fyrir mig, þar sem ég bý í Noregi, og ég get horft á efni t.d. á ruv.is sem annars væri lokað á mig. Ég trúi ekki öðru en þú finnur út úr þessu með því að RTFM eða googla þetta (mágur minn er enginn tölvuséní en fann samt út úr þessu).
Gangi þér vel
Gangi þér vel
5600x | DH-15 | ASUS GTX 1060 6GB | MSI B550m Pro-VDH | Samsung Evo 970 1TB | Corsair LPX 2x8GB | Seasonic Prime Fanless 600W | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q
Re: Tengjast frá útlöndum gegnum server hér heima - geoblock
Takk. Flestar leiðbeiningar sem ég hef fundið ganga út á að stilla routerinn til að tengjast VPN þjónustum. Prófa að fikta mig áfram.
-
- Bara að hanga
- Póstar: 1510
- Skráði sig: Þri 01. Júl 2008 00:00
- Staðsetning: Akureyri
- Staða: Ótengdur
Re: Tengjast frá útlöndum gegnum server hér heima - geoblock
Eg setti upp vpn a unraid hja mer
For eftir leiðbeinigum fra þessum
https://m.youtube.com/watch?v=EfBvvilnasU
For eftir leiðbeinigum fra þessum
https://m.youtube.com/watch?v=EfBvvilnasU
Re: Tengjast frá útlöndum gegnum server hér heima - geoblock
Þetta var á endanum afskaplega einfalt. Setti upp ASUS-inn samkvæmt þessum leiðbeiningum með login og password:
https://www.snbforums.com/threads/how-t ... -24.33638/
Notandinn setti svo upp tengingu á makkanum sínum samkvæmt þessu:
https://www.asus.com/support/faq/1004472/
Tók nokkrar mínútur.
Smá lagg í gegnum 50 mbit ljósleiðara hjá mér. Var að velta fyrir mér í hverju laggið liggur. Er það tengingin, eða dulkóðunin á routernum? Næði ég meiri hraða með því að setja upp OpenVNC á servernum hjá mér, frekar en að keyra beint á routernum?
https://www.snbforums.com/threads/how-t ... -24.33638/
Notandinn setti svo upp tengingu á makkanum sínum samkvæmt þessu:
https://www.asus.com/support/faq/1004472/
Tók nokkrar mínútur.
Smá lagg í gegnum 50 mbit ljósleiðara hjá mér. Var að velta fyrir mér í hverju laggið liggur. Er það tengingin, eða dulkóðunin á routernum? Næði ég meiri hraða með því að setja upp OpenVNC á servernum hjá mér, frekar en að keyra beint á routernum?